Samfélagsmiðlar

Evrópuþjóðir hafa varann á gagnvart ferðamönnum frá Kína

Ferðamenn frá Kína þurfa að framvísa neikvæðu kórónaveiruprófi við komuna til Bretlands á fimmtudag. Evrópusambandsþjóðirnar ætla að samræma sínar aðgerðir.

Á Heathrow-flugvelli á meðan kórónaveirufaraldurinn geisaði

Óþægileg tilfinning gæti læðst að mörgum um þessi áramót vegna frétta af því að verið er að losa um hömlur á utanferðum Kínverja á sama tíma og kraftur er enn kórónaveirufaraldrinum í landi þeirra. Strangt aðhald stjórnvalda mætti mótspyrnu íbúa og mótmæli brutust út víða en nú er ljóst að eftir að horfið var frá núll-stefnu stjórnvalda breiddist sjúkdómurinn hratt út í þessu þéttbýla landi.

Starfsfólk Air India nokkuð hresst í faraldrinum

Hvað gerist þá í næstu viku þegar boðaðar ferðahömlur verða afnumdar?  „Kínverjarnir koma,“ gæti fólk sagt fagnandi í ferðaþjónustu um allan heim. Það munar um kínverska ferðamenn. Hindranir eru þó enn í veginum. Margar þjóðir hafa þegar ákveðið takmarkanir á komum ferðamanna frá Kína, sett ströng skilyrði um bólusetningar og sóttkví.

Þetta hljómar kunnuglega. Ný sóttvarnalæknir hér á Íslandi, Guðrún Aspelund, verður þó vonandi ekki strax jafn þekkt og forveri hennar, Þórólfur Guðnason, sem hvert mannsbarn þekkti vegna stöðugra tilkynninga um aðgerðir í tengslum við kórónaveirufaraldurinn hér heima. Á vef Ríkisútvarpsins er þetta haft eftir Guðrúnu um hugsanlegar ráðstafanir vegna komu kínverskra ferðamanna: „Auðvitað erum við að skoða þetta eins og aðrir og það eru engin bein flug hingað frá Kína en auðvitað erum við lítið land með lítið heilbrigðiskerfi og megum ekki við miklu í viðbót. Það er eins og í mörgum öðrum löndum einnig svo sem að það er mikið álag hérna út af ýmsum sýkingum eins og er og kerfið er viðkvæmt.“

Grímur á andlitum um borð í KLM-vél

Líklegt verður að telja að Evrópuþjóðir muni almennt krefja kíverska ferðamenn um neikvætt Covid-19-próf á landamærum. Svíar hafa þegar hafið undirbúning á því og sagt að Kínverjar gætu þurft að bregðast við ákvörðunum með stuttum fyrirvara. Það er ekki síst horft til Svía af því að þeir eru í forsæti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins og í krafti þeirrar stöðu boðað til fundar á morgun í Ráði um samræmdar pólitískar neyðarráðstafnir (IPCR – Integrated Political Crisis Response) til að reyna að samræma aðgerðir Evrópuþjóðanna.

Kröfur um hreinlæti og aðgæslu á ferðalögum eiga áfram við

Bretar standa fyrir utan ESB en hafa þegar tekið ákvörðun: Ferðahindranir vegna Covid-19 taka gildi í Bretlandi á fimmtudag, 5. janúar. Allir sem hyggjast ferðast frá Kína og Hong Kong til Bretlands þurfa að framvísa neikvæðu vottorði, ekki meira en tveggja sólarhringa gömlu, áður en þeir stíga um borð í flugvél. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvaða próf verða viðurkennd. Þá gætu ferðamenn frá Kína jafnframt verið beðnir um að endurtaka próf við komuna til Brelands. Stefnt er að því að allt að fimmti hver farþegi frá Kína verði beðinn um að fara í nýtt próf til að staðfesta það fyrra. Farþegar geta þó hafnað þessu boði. Ekki verður krafist einangrunar þó próf reynist jákvætt. Mest mun reyna á þetta á Heathrow-flugvelli, þangað sem flestir koma frá Kína, en reglurnar gilda á öllum flugvöllum landsins.

Svona var þetta

Heilbrigðisyfirvöld í Evrópulöndum óttast að þessi snöggi viðsnúningur á stefnu Kínverja í málum sem varða kórónaveiruna valdi því að ný og hættuleg afbrigði komi fram. Nokkur lönd hafa þegar ákveðið að prófa kínverskt ferðafólk, þar á meðal eru Ítalía, Bandaríkin og Japan.

Þessar aðgerðir sem víða eru hafnar eða virðast á leiðinni eru auðvitað áfall. Síðastliðið vor töldu flestir ólíklegt að ferðahindranir yrðu settar á aftur vegna kórónaveirunnar. Harðar ráðstafanir gagnvart Kínverjum skýrast af ótta við ný afbrigði, þá staðreynd að of fáir hafa verið bólusettir og vegna tregðu kínverskra yfirvalda til að deila upplýsingum um gang sjúkdómsins heimafyrir.

Farþegi Delta brosir í gegnum grímuna

Rétt er þó að hafa í huga að þó Kínverjar heimili fólki ferðast til útlanda í næstu viku þá er ekki búist við að straumurinn verði stríður til að byrja með. Í næstu viku er í Bretlandi aðeins vænst um 1.800 ferðamanna frá Kína. Ef harðar sóttvarnareglur eða hindranir gilda um komur kínverskra ferðamanna til Evrópulanda má búast við að það dragi úr umferðinni. Það er auðvitað áfall fyrir ferðaþjónustuna. Hlutur Kínverja í ferðaþjónustu og viðskiptaferðamennsku í heiminum fór ört vaxandi fyrir heimsfaraldur og mátti rekja um fimmtung af peningaeyðslu á heimsvísu til þeirra.

Verra væri þó fyrir ferðaþjónustu heimsins að þær ráðstafanir sem nú eru fyrirhugaðar gagnvart Kínverjum muni smám saman færast yfir á ferðamenn annarra þjóða. Þá væri klukkunni snúið aftur til þeirra tíma sem við vorum að vonast til að geta gleymt. En við skulum halda ró okkar: Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur ítrekað að ferðabönn komi ekki í veg fyrir útbreiðslu sýkinga og þau séu mjög íþyngjandi fyrir fólk og efnahag. 

Nýtt efni

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …