Samfélagsmiðlar

Hringlaga útsýnispallur á fjallsbrún við Seyðisfjörð

Meðal verkefna sem fá styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er Baugur Bjólfs, hringlaga útsýnispallur á Bæjarbrún með útsýn yfir Seyðisfjörð. Alls hljóta 28 verkefni styrki fyrir árið 2023. Samtals nema styrkirnir 550 milljónum króna.

Baugur Bjólfs

Baugur Bjólfs

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal í síðustu viku. Fjármagnaðar eru framkvæmdir á ferðamannastöðum og leiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Meðal þess sem fé er látið renna í eru framkvæmdir sem lúta að því að auka öryggi ferðamanna, náttúruvernd og uppbyggingu, viðhaldi og vernd mannvirkja, eins og segir í tilkynningu Ferðamálastofu.

Frá heimsókn ráðherra í Reynisfjöru – MYND: Ferðamálastofa

„Verkefnin sem hljóta styrk í ár snúa að fjölbreyttri uppbyggingu um land allt. Það er sérstaklega ánægjulegt að 20 af 28 verkefnum sem hljóta styrk eru skilgreind á áfangastaðaáætlun innan síns svæðis,“ er haft eftir Lilju Dögg.

Hæsti styrkurinn í ár er í verkefnið „Baugur Bjólfs,“ 157,6 milljónir króna, sem er fyrirhugaður útsýnispallur á fjallinu Bæjarbrún, sem er innst í dalnum fyrir ofan Seyðisfjörð. Þaðan er glæsileg útsýn yfir dalinn, kaupstaðinn, fjallahringinn og út fyrir fjarðarmynni. Útsýnispallurinn verður við snjóvarnargarðana í Bjólfi en tindar hans gnæfa þarna yfir.

Aðalhönnuðir í samkeppni um hönnun útsýnispallsins voru Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir frá Arkibygg arkitektum í samvinnu við Önnu Kristínu Guðmundsdóttur og Kjartan Mogensen landslagsarkitekta, Auði Hreiðarsdóttur frá ESJA ARCHITECTURE og Arnar Björn Björnsson frá Exa Nordic, sem hannaði burðarvirki. Í niðurstöðu dómnefndar sagði: „Einföld, sérstæð og sterk byggingarlist hér á ferð sem dómnefnd telur að geti haft mjög mikið aðdráttarafl og hefur alla burði til þess að bjóða upp á einstaka upplifun.“

Þau verkefni sem hljóta næst hæstu styrkina eru 81,1 milljón króna til að sinna öryggi og náttúruvernd við Stuðlagil og 72 milljónir í útsýnispall sem reisa á í hlíðum Reynisfjalls.

Alls barst 101 umsókn um styrki. Hér að neðan er listi sem birtur er á vef Ferðamálastofu um veitta styrki 2023:

  • 157,6 m. kr. Baugur Bjólfs útsýnispallur á Seyðisfirði
  • 81,1 m. kr. Öryggi og náttúrvernd við Stuðlagil
  • 72 m. kr. Útsýnispallur í hlíðum Reynisfjalls
  • 27 m. kr. Hrísey – greið leið um fornar slóðir
  • 24 m. kr. Uppbygging á Englandi í Borgarbyggð
  • 21 m. kr. Yltjörn – Bætt aðgengi
  • 20 m. kr. Seltún – áframhaldandi uppbygging
  • 18,7 m. kr. Múlagljúfur – 2. áfangi. Framkvæmd og frekari hönnun áfangastaðar
  • 15,5 m. kr. Innviðauppbygging, náttúruvernd og öryggismál í selafjörunni við Ytri-Tungu á Snæfellsnesi
  • 13 m. kr. Staðarbjargavík – Hönnun útsýnispalla og stiga
  • 12,3 m. kr. Umbætur í Ölfusdölum – Reykjadalur og nærliggjandi svæði
  • 11,4 m. kr. Spákonufellshöfði – Fasi 2
  • 10,5 m. kr. Hrunalaug uppbygging
  • 10,2 m. kr Stikun og merkingar á gönguleið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar
  • 8,3 m. kr. Uppbygging Hóla í Hjaltadal sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.
  • 6,8 m. kr. Grímsey – bætt upplifun og öryggi
  • 6 m. kr. Gengið úr leirnum
  • 5,9 m. kr. Glymur í botni Hvalfjarðar
  • 5,8 m. kr. Hólmsá-Rauðibotn-Hólmsárlón, skipulag, hönnun og merkingar
  • 4,7 m. kr. Valagil – göngustígur og áfangastaður
  • 4,5 m. kr. Hönnun á aðgengi og sturtuaðstöðu á Langasandi.
  • 3,3 m. kr. Stikun og merkingar gönguleiðar yfir Fimmvörðuháls
  • 3 m. kr. Göngustígar og aðgengi Listasafni Samúels í Selárdal
  • 2,8 m. kr. Gönguleið að Selvíkurvita og rústum Evangers – 1. Hluti
  • 2,5 m. kr. Bætt aðgengi að Sviðsetningu Haugsnesbardaga
  • 600 þ. kr. Merking gönguleiðarinnar um Snæfjallahringinn
  • 500 þ. kr. Áningarhólf við Skjöld í Stykkishólmi-Helgafellssveit
  • 460 þ. kr. Gönguleið: Fellsströnd – Skarðsströnd

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …