Samfélagsmiðlar

Hringlaga útsýnispallur á fjallsbrún við Seyðisfjörð

Meðal verkefna sem fá styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er Baugur Bjólfs, hringlaga útsýnispallur á Bæjarbrún með útsýn yfir Seyðisfjörð. Alls hljóta 28 verkefni styrki fyrir árið 2023. Samtals nema styrkirnir 550 milljónum króna.

Baugur Bjólfs

Baugur Bjólfs

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal í síðustu viku. Fjármagnaðar eru framkvæmdir á ferðamannastöðum og leiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Meðal þess sem fé er látið renna í eru framkvæmdir sem lúta að því að auka öryggi ferðamanna, náttúruvernd og uppbyggingu, viðhaldi og vernd mannvirkja, eins og segir í tilkynningu Ferðamálastofu.

Frá heimsókn ráðherra í Reynisfjöru – MYND: Ferðamálastofa

„Verkefnin sem hljóta styrk í ár snúa að fjölbreyttri uppbyggingu um land allt. Það er sérstaklega ánægjulegt að 20 af 28 verkefnum sem hljóta styrk eru skilgreind á áfangastaðaáætlun innan síns svæðis,“ er haft eftir Lilju Dögg.

Hæsti styrkurinn í ár er í verkefnið „Baugur Bjólfs,“ 157,6 milljónir króna, sem er fyrirhugaður útsýnispallur á fjallinu Bæjarbrún, sem er innst í dalnum fyrir ofan Seyðisfjörð. Þaðan er glæsileg útsýn yfir dalinn, kaupstaðinn, fjallahringinn og út fyrir fjarðarmynni. Útsýnispallurinn verður við snjóvarnargarðana í Bjólfi en tindar hans gnæfa þarna yfir.

Aðalhönnuðir í samkeppni um hönnun útsýnispallsins voru Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir frá Arkibygg arkitektum í samvinnu við Önnu Kristínu Guðmundsdóttur og Kjartan Mogensen landslagsarkitekta, Auði Hreiðarsdóttur frá ESJA ARCHITECTURE og Arnar Björn Björnsson frá Exa Nordic, sem hannaði burðarvirki. Í niðurstöðu dómnefndar sagði: „Einföld, sérstæð og sterk byggingarlist hér á ferð sem dómnefnd telur að geti haft mjög mikið aðdráttarafl og hefur alla burði til þess að bjóða upp á einstaka upplifun.“

Þau verkefni sem hljóta næst hæstu styrkina eru 81,1 milljón króna til að sinna öryggi og náttúruvernd við Stuðlagil og 72 milljónir í útsýnispall sem reisa á í hlíðum Reynisfjalls.

Alls barst 101 umsókn um styrki. Hér að neðan er listi sem birtur er á vef Ferðamálastofu um veitta styrki 2023:

 • 157,6 m. kr. Baugur Bjólfs útsýnispallur á Seyðisfirði
 • 81,1 m. kr. Öryggi og náttúrvernd við Stuðlagil
 • 72 m. kr. Útsýnispallur í hlíðum Reynisfjalls
 • 27 m. kr. Hrísey – greið leið um fornar slóðir
 • 24 m. kr. Uppbygging á Englandi í Borgarbyggð
 • 21 m. kr. Yltjörn – Bætt aðgengi
 • 20 m. kr. Seltún – áframhaldandi uppbygging
 • 18,7 m. kr. Múlagljúfur – 2. áfangi. Framkvæmd og frekari hönnun áfangastaðar
 • 15,5 m. kr. Innviðauppbygging, náttúruvernd og öryggismál í selafjörunni við Ytri-Tungu á Snæfellsnesi
 • 13 m. kr. Staðarbjargavík – Hönnun útsýnispalla og stiga
 • 12,3 m. kr. Umbætur í Ölfusdölum – Reykjadalur og nærliggjandi svæði
 • 11,4 m. kr. Spákonufellshöfði – Fasi 2
 • 10,5 m. kr. Hrunalaug uppbygging
 • 10,2 m. kr Stikun og merkingar á gönguleið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar
 • 8,3 m. kr. Uppbygging Hóla í Hjaltadal sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.
 • 6,8 m. kr. Grímsey – bætt upplifun og öryggi
 • 6 m. kr. Gengið úr leirnum
 • 5,9 m. kr. Glymur í botni Hvalfjarðar
 • 5,8 m. kr. Hólmsá-Rauðibotn-Hólmsárlón, skipulag, hönnun og merkingar
 • 4,7 m. kr. Valagil – göngustígur og áfangastaður
 • 4,5 m. kr. Hönnun á aðgengi og sturtuaðstöðu á Langasandi.
 • 3,3 m. kr. Stikun og merkingar gönguleiðar yfir Fimmvörðuháls
 • 3 m. kr. Göngustígar og aðgengi Listasafni Samúels í Selárdal
 • 2,8 m. kr. Gönguleið að Selvíkurvita og rústum Evangers – 1. Hluti
 • 2,5 m. kr. Bætt aðgengi að Sviðsetningu Haugsnesbardaga
 • 600 þ. kr. Merking gönguleiðarinnar um Snæfjallahringinn
 • 500 þ. kr. Áningarhólf við Skjöld í Stykkishólmi-Helgafellssveit
 • 460 þ. kr. Gönguleið: Fellsströnd – Skarðsströnd

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …