Samfélagsmiðlar

Hringlaga útsýnispallur á fjallsbrún við Seyðisfjörð

Meðal verkefna sem fá styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er Baugur Bjólfs, hringlaga útsýnispallur á Bæjarbrún með útsýn yfir Seyðisfjörð. Alls hljóta 28 verkefni styrki fyrir árið 2023. Samtals nema styrkirnir 550 milljónum króna.

Baugur Bjólfs

Baugur Bjólfs

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal í síðustu viku. Fjármagnaðar eru framkvæmdir á ferðamannastöðum og leiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Meðal þess sem fé er látið renna í eru framkvæmdir sem lúta að því að auka öryggi ferðamanna, náttúruvernd og uppbyggingu, viðhaldi og vernd mannvirkja, eins og segir í tilkynningu Ferðamálastofu.

Frá heimsókn ráðherra í Reynisfjöru – MYND: Ferðamálastofa

„Verkefnin sem hljóta styrk í ár snúa að fjölbreyttri uppbyggingu um land allt. Það er sérstaklega ánægjulegt að 20 af 28 verkefnum sem hljóta styrk eru skilgreind á áfangastaðaáætlun innan síns svæðis,“ er haft eftir Lilju Dögg.

Hæsti styrkurinn í ár er í verkefnið „Baugur Bjólfs,“ 157,6 milljónir króna, sem er fyrirhugaður útsýnispallur á fjallinu Bæjarbrún, sem er innst í dalnum fyrir ofan Seyðisfjörð. Þaðan er glæsileg útsýn yfir dalinn, kaupstaðinn, fjallahringinn og út fyrir fjarðarmynni. Útsýnispallurinn verður við snjóvarnargarðana í Bjólfi en tindar hans gnæfa þarna yfir.

Aðalhönnuðir í samkeppni um hönnun útsýnispallsins voru Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir frá Arkibygg arkitektum í samvinnu við Önnu Kristínu Guðmundsdóttur og Kjartan Mogensen landslagsarkitekta, Auði Hreiðarsdóttur frá ESJA ARCHITECTURE og Arnar Björn Björnsson frá Exa Nordic, sem hannaði burðarvirki. Í niðurstöðu dómnefndar sagði: „Einföld, sérstæð og sterk byggingarlist hér á ferð sem dómnefnd telur að geti haft mjög mikið aðdráttarafl og hefur alla burði til þess að bjóða upp á einstaka upplifun.“

Þau verkefni sem hljóta næst hæstu styrkina eru 81,1 milljón króna til að sinna öryggi og náttúruvernd við Stuðlagil og 72 milljónir í útsýnispall sem reisa á í hlíðum Reynisfjalls.

Alls barst 101 umsókn um styrki. Hér að neðan er listi sem birtur er á vef Ferðamálastofu um veitta styrki 2023:

 • 157,6 m. kr. Baugur Bjólfs útsýnispallur á Seyðisfirði
 • 81,1 m. kr. Öryggi og náttúrvernd við Stuðlagil
 • 72 m. kr. Útsýnispallur í hlíðum Reynisfjalls
 • 27 m. kr. Hrísey – greið leið um fornar slóðir
 • 24 m. kr. Uppbygging á Englandi í Borgarbyggð
 • 21 m. kr. Yltjörn – Bætt aðgengi
 • 20 m. kr. Seltún – áframhaldandi uppbygging
 • 18,7 m. kr. Múlagljúfur – 2. áfangi. Framkvæmd og frekari hönnun áfangastaðar
 • 15,5 m. kr. Innviðauppbygging, náttúruvernd og öryggismál í selafjörunni við Ytri-Tungu á Snæfellsnesi
 • 13 m. kr. Staðarbjargavík – Hönnun útsýnispalla og stiga
 • 12,3 m. kr. Umbætur í Ölfusdölum – Reykjadalur og nærliggjandi svæði
 • 11,4 m. kr. Spákonufellshöfði – Fasi 2
 • 10,5 m. kr. Hrunalaug uppbygging
 • 10,2 m. kr Stikun og merkingar á gönguleið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar
 • 8,3 m. kr. Uppbygging Hóla í Hjaltadal sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.
 • 6,8 m. kr. Grímsey – bætt upplifun og öryggi
 • 6 m. kr. Gengið úr leirnum
 • 5,9 m. kr. Glymur í botni Hvalfjarðar
 • 5,8 m. kr. Hólmsá-Rauðibotn-Hólmsárlón, skipulag, hönnun og merkingar
 • 4,7 m. kr. Valagil – göngustígur og áfangastaður
 • 4,5 m. kr. Hönnun á aðgengi og sturtuaðstöðu á Langasandi.
 • 3,3 m. kr. Stikun og merkingar gönguleiðar yfir Fimmvörðuháls
 • 3 m. kr. Göngustígar og aðgengi Listasafni Samúels í Selárdal
 • 2,8 m. kr. Gönguleið að Selvíkurvita og rústum Evangers – 1. Hluti
 • 2,5 m. kr. Bætt aðgengi að Sviðsetningu Haugsnesbardaga
 • 600 þ. kr. Merking gönguleiðarinnar um Snæfjallahringinn
 • 500 þ. kr. Áningarhólf við Skjöld í Stykkishólmi-Helgafellssveit
 • 460 þ. kr. Gönguleið: Fellsströnd – Skarðsströnd

Nýtt efni

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …