Samfélagsmiðlar

Hringlaga útsýnispallur á fjallsbrún við Seyðisfjörð

Meðal verkefna sem fá styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er Baugur Bjólfs, hringlaga útsýnispallur á Bæjarbrún með útsýn yfir Seyðisfjörð. Alls hljóta 28 verkefni styrki fyrir árið 2023. Samtals nema styrkirnir 550 milljónum króna.

Baugur Bjólfs

Baugur Bjólfs

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal í síðustu viku. Fjármagnaðar eru framkvæmdir á ferðamannastöðum og leiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Meðal þess sem fé er látið renna í eru framkvæmdir sem lúta að því að auka öryggi ferðamanna, náttúruvernd og uppbyggingu, viðhaldi og vernd mannvirkja, eins og segir í tilkynningu Ferðamálastofu.

Frá heimsókn ráðherra í Reynisfjöru – MYND: Ferðamálastofa

„Verkefnin sem hljóta styrk í ár snúa að fjölbreyttri uppbyggingu um land allt. Það er sérstaklega ánægjulegt að 20 af 28 verkefnum sem hljóta styrk eru skilgreind á áfangastaðaáætlun innan síns svæðis,“ er haft eftir Lilju Dögg.

Hæsti styrkurinn í ár er í verkefnið „Baugur Bjólfs,“ 157,6 milljónir króna, sem er fyrirhugaður útsýnispallur á fjallinu Bæjarbrún, sem er innst í dalnum fyrir ofan Seyðisfjörð. Þaðan er glæsileg útsýn yfir dalinn, kaupstaðinn, fjallahringinn og út fyrir fjarðarmynni. Útsýnispallurinn verður við snjóvarnargarðana í Bjólfi en tindar hans gnæfa þarna yfir.

Aðalhönnuðir í samkeppni um hönnun útsýnispallsins voru Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir frá Arkibygg arkitektum í samvinnu við Önnu Kristínu Guðmundsdóttur og Kjartan Mogensen landslagsarkitekta, Auði Hreiðarsdóttur frá ESJA ARCHITECTURE og Arnar Björn Björnsson frá Exa Nordic, sem hannaði burðarvirki. Í niðurstöðu dómnefndar sagði: „Einföld, sérstæð og sterk byggingarlist hér á ferð sem dómnefnd telur að geti haft mjög mikið aðdráttarafl og hefur alla burði til þess að bjóða upp á einstaka upplifun.“

Þau verkefni sem hljóta næst hæstu styrkina eru 81,1 milljón króna til að sinna öryggi og náttúruvernd við Stuðlagil og 72 milljónir í útsýnispall sem reisa á í hlíðum Reynisfjalls.

Alls barst 101 umsókn um styrki. Hér að neðan er listi sem birtur er á vef Ferðamálastofu um veitta styrki 2023:

 • 157,6 m. kr. Baugur Bjólfs útsýnispallur á Seyðisfirði
 • 81,1 m. kr. Öryggi og náttúrvernd við Stuðlagil
 • 72 m. kr. Útsýnispallur í hlíðum Reynisfjalls
 • 27 m. kr. Hrísey – greið leið um fornar slóðir
 • 24 m. kr. Uppbygging á Englandi í Borgarbyggð
 • 21 m. kr. Yltjörn – Bætt aðgengi
 • 20 m. kr. Seltún – áframhaldandi uppbygging
 • 18,7 m. kr. Múlagljúfur – 2. áfangi. Framkvæmd og frekari hönnun áfangastaðar
 • 15,5 m. kr. Innviðauppbygging, náttúruvernd og öryggismál í selafjörunni við Ytri-Tungu á Snæfellsnesi
 • 13 m. kr. Staðarbjargavík – Hönnun útsýnispalla og stiga
 • 12,3 m. kr. Umbætur í Ölfusdölum – Reykjadalur og nærliggjandi svæði
 • 11,4 m. kr. Spákonufellshöfði – Fasi 2
 • 10,5 m. kr. Hrunalaug uppbygging
 • 10,2 m. kr Stikun og merkingar á gönguleið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar
 • 8,3 m. kr. Uppbygging Hóla í Hjaltadal sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.
 • 6,8 m. kr. Grímsey – bætt upplifun og öryggi
 • 6 m. kr. Gengið úr leirnum
 • 5,9 m. kr. Glymur í botni Hvalfjarðar
 • 5,8 m. kr. Hólmsá-Rauðibotn-Hólmsárlón, skipulag, hönnun og merkingar
 • 4,7 m. kr. Valagil – göngustígur og áfangastaður
 • 4,5 m. kr. Hönnun á aðgengi og sturtuaðstöðu á Langasandi.
 • 3,3 m. kr. Stikun og merkingar gönguleiðar yfir Fimmvörðuháls
 • 3 m. kr. Göngustígar og aðgengi Listasafni Samúels í Selárdal
 • 2,8 m. kr. Gönguleið að Selvíkurvita og rústum Evangers – 1. Hluti
 • 2,5 m. kr. Bætt aðgengi að Sviðsetningu Haugsnesbardaga
 • 600 þ. kr. Merking gönguleiðarinnar um Snæfjallahringinn
 • 500 þ. kr. Áningarhólf við Skjöld í Stykkishólmi-Helgafellssveit
 • 460 þ. kr. Gönguleið: Fellsströnd – Skarðsströnd

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …