Samfélagsmiðlar

Þjóðarflugfélag í pólitísku fárviðri

Fjármálaráðherra Portúgals viðurkenndi á þingi landsins í vikunni að ekki hefði verið lagalegur grundvöllur fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að reka forstjóra þjóðarflugfélagsins TAP í síðasta mánuði. Hneykslismál hafa skekið flugfélagið að undanförnu.

TAP

Airbus A330-vél TAP

Daginn áður en fjármálaráðherrann Fernando Medina viðurkenndi að ríkisstjórnin hefði ekki haft lögin sín megin þegar hún rak Christine Ourmières-Widener, forstjóra TAP Air Portugal, höfðu tveir samráðherrar staðhæft að leitað hafi verið lagaálits á ákvörðuninni. Forstjóri og stjórnarformaður TAP voru látin fjúka 6. mars. Nú eru taldar verulegar líkur á að portúgalska ríkið tapi líklegum málaferlum vegna brottrekstursins og þurfi að greiða milljónir evra í skaðabætur. 

Christine Ourmières-Widener – MYND: Wikipedia

Christine Ourmières-Widener er frönsk og bjó að mikilli reynslu í flugheiminum áður en hún settist í forstjórastól TAP um mitt ár 2021. Lengi starfaði hún hjá Air France og stýrði írsku dótturfélagi þess City Jet áður en hún var ráðin til breska flugfélagins Flybe, sem hún stýrði um tíma. Félagið hætti starfsemi í heimsfaraldrinum. Tími Christine Ourmières-Widener hjá TAP varð ekki langur en sannarlega stormasamur. Reksturinn var endurskipulagður og fjárhagsleg afkoma batnaði í kjölfarið.

Þegar heimsfaraldrinum lauk skilaði félagið hagnaði 2022 í fyrsta skipti frá frá 2017. Útlitið virtist bjart framundan. En ákvörðun um að gera rausnarlegan starfslokasamning við einn framkvæmdastjórann, Alexandra Reis, átti eftir að draga dilk á eftir sér. 

Rúmlega 6.600 manns starfa hjá TAP – MYND: TAP

Reis fékk 500 þúsunda evra lokagreiðslu og vakti sú ákvörðun hörð viðbrögð meðal almennings. Reis naut augljóslega mikils álits á æðstu stöðum því hún var gerð að ráðherra. En skömmu eftir að hún tók sæti í ríkisstjórn landsins neyddist hún til að segja af sér og var gert að skila starfslokagreiðslunni frá TAP. Eftir að rannsókn leiddi í ljós að þessi starfslokagreiðsla til Reis stangaðist á við landslög var forstjóra og stjórnarformanni TAP vikið í síðasta mánuði, eins og áður sagði. 

Christine Ourmières-Widener undi ekki þessum málaokum og sagði brottrekstur sinn ólöglegan og stjórnarandstaðan varaði strax við því að háar bótagreiðslur biðu ríkisins ef það reyndist rétt. Nú hafa ráðherrar í ríkisstjórninni orðið tvísaga um meðferð málsins og stjórnarandstaðan hvetur forsætisráðherrann til að hreinsa til í stjórninni. 

TAP Air Portugal var stofnað árið 1945 og hefur á víxl verið í eigu ríkisins og einkaaðila. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að einkavæða félagið að nýju en allur þessi málarekstur hefur stórskaðað það og truflað áformin. Líklegir kaupendur TAP hafa verið Lufthansa-samsteypan og IAG, eigandi British Airways, Iberia, Vueling, Air Lingus og fleiri félaga. 

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …