Samfélagsmiðlar

Þjóðarflugfélag í pólitísku fárviðri

Fjármálaráðherra Portúgals viðurkenndi á þingi landsins í vikunni að ekki hefði verið lagalegur grundvöllur fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að reka forstjóra þjóðarflugfélagsins TAP í síðasta mánuði. Hneykslismál hafa skekið flugfélagið að undanförnu.

TAP

Airbus A330-vél TAP

Daginn áður en fjármálaráðherrann Fernando Medina viðurkenndi að ríkisstjórnin hefði ekki haft lögin sín megin þegar hún rak Christine Ourmières-Widener, forstjóra TAP Air Portugal, höfðu tveir samráðherrar staðhæft að leitað hafi verið lagaálits á ákvörðuninni. Forstjóri og stjórnarformaður TAP voru látin fjúka 6. mars. Nú eru taldar verulegar líkur á að portúgalska ríkið tapi líklegum málaferlum vegna brottrekstursins og þurfi að greiða milljónir evra í skaðabætur. 

Christine Ourmières-Widener – MYND: Wikipedia

Christine Ourmières-Widener er frönsk og bjó að mikilli reynslu í flugheiminum áður en hún settist í forstjórastól TAP um mitt ár 2021. Lengi starfaði hún hjá Air France og stýrði írsku dótturfélagi þess City Jet áður en hún var ráðin til breska flugfélagins Flybe, sem hún stýrði um tíma. Félagið hætti starfsemi í heimsfaraldrinum. Tími Christine Ourmières-Widener hjá TAP varð ekki langur en sannarlega stormasamur. Reksturinn var endurskipulagður og fjárhagsleg afkoma batnaði í kjölfarið.

Þegar heimsfaraldrinum lauk skilaði félagið hagnaði 2022 í fyrsta skipti frá frá 2017. Útlitið virtist bjart framundan. En ákvörðun um að gera rausnarlegan starfslokasamning við einn framkvæmdastjórann, Alexandra Reis, átti eftir að draga dilk á eftir sér. 

Rúmlega 6.600 manns starfa hjá TAP – MYND: TAP

Reis fékk 500 þúsunda evra lokagreiðslu og vakti sú ákvörðun hörð viðbrögð meðal almennings. Reis naut augljóslega mikils álits á æðstu stöðum því hún var gerð að ráðherra. En skömmu eftir að hún tók sæti í ríkisstjórn landsins neyddist hún til að segja af sér og var gert að skila starfslokagreiðslunni frá TAP. Eftir að rannsókn leiddi í ljós að þessi starfslokagreiðsla til Reis stangaðist á við landslög var forstjóra og stjórnarformanni TAP vikið í síðasta mánuði, eins og áður sagði. 

Christine Ourmières-Widener undi ekki þessum málaokum og sagði brottrekstur sinn ólöglegan og stjórnarandstaðan varaði strax við því að háar bótagreiðslur biðu ríkisins ef það reyndist rétt. Nú hafa ráðherrar í ríkisstjórninni orðið tvísaga um meðferð málsins og stjórnarandstaðan hvetur forsætisráðherrann til að hreinsa til í stjórninni. 

TAP Air Portugal var stofnað árið 1945 og hefur á víxl verið í eigu ríkisins og einkaaðila. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að einkavæða félagið að nýju en allur þessi málarekstur hefur stórskaðað það og truflað áformin. Líklegir kaupendur TAP hafa verið Lufthansa-samsteypan og IAG, eigandi British Airways, Iberia, Vueling, Air Lingus og fleiri félaga. 

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …