Samfélagsmiðlar

Rafknúnar rútur taka fram úr dísilknúnum

Bílaöldin hófst fyrir alvöru fyrir rúmum 100 árum og síðan þá hefur sprengihreyfilinn knúið flest ökutæki. Þetta er að breytast hratt - ekki síst í rútubílaakstri. Þar hafa orðið straumhvörf: Rafrúturnar verða ráðandi innan fárra ára en dísilrútan hverfur.

Rafvagn frá kínverska bílaframleiðandanum BYD

Tölur frá Evrópu á fyrsta ársfjórðungi 2023 sýna að innan við helmingur af seldum rútubílum eru dísilknúnar. Blendingar eru orðnir algengari en þær dísilknúnu en rútur með rafhlöður munu brátt taka forystuna og verða algengastu fólksflutningsfarartæki á vegum Evrópu. 

Strætisvagnar eru stærsti hluti rútubílasölunnar, eða um 60 prósent, en afgangurinn eru langferðabílar af ýmsum stærðum. Losun frá hefðbundnum dísilknúnum rútubílum í þessum stærðarflokki hefur numið allt að einu kílói á hvern ekinn kílómetra í samanburði við um 100 gramma losun venjulegra fólksbíla á hvern kílómetra. Á móti kemur að hver rúta flytur fleiri farþega og deilist losunin þá á hvern þeirra. 

Lítill rafstrætó í Róm – MYND: ÓJ

Með rafvæðingu rútuflotans felast því gríðarleg tækifæri til að draga úr losun frá bílasamgöngum. Svokallaður hleðslukvíði verður líka úr sögunni en svo er lýst áhyggjum rafbílaeigandans af því að rafhleðslan dugi ekki tiltekna vegarlengd. Almenningsvagnarnir ganga tilteknar leiðir og auðvelt er að meta hversu langt hleðslan dugir. Þeim er síðan lagt á hleðslustað yfir nóttina. Eign eða íhlutun almannavaldsins tryggir oftast nægt fjármagn til viðhalds og endurnýjunar. 

Hlutfallslega minnkandi sala á díslknúnum rútum í Evrópu felur ekki í sér að einungis hreinir rafbílar komi í staðinn. Hreinar rafrútur eru enn aðeins um 30 prósent af markaðnum en nú seljast fleiri blendingar eða hybrid-rútur en dísilknúnar. Smám saman víkja blendingarnir þó fyrir hreinum rafknúnum ökutækjum. Þau lönd Evrópu sem lengst eru komin og hafa lýst mestum metnaði á þessu sviði eru Holland og Danmörk. Í báðum löndum er stefnt að því að síðustu rúturnar með sprengihreyfil verði seldar árið 2025. Írar stefna að því sama árið 2030. Margar borgir Evrópu hafa sett sér það markmið að útrýma dísilknúnum almenningsvögnum fyrir 2040. Þá verði þær hreinlega bannaðar.

Rafvæðing rútuflotans er ekki langt komin á Íslandi – MYND: ÓJ

Umbreytingin frá sprengihreyfli yfir í rafhlöðu í strætisvögnum er mjög hröð í nokkrum Evrópulöndum. Á fyrsta fjórðungi ársins 2023 voru einungis seldir rafknúnir strætisvagnar fyrir borgir og bæi í Hollandi, Danmörku, Litáen og Írlandi.

Blendingar eða hybryd-vagnar eru algengari í stærri og fjölmennari Evrópulöndunum og enn seljast rútur grimmt í Frakklandi, á Spáni og Ítalíu sem ganga fyrir náttúrugasi, sem er aðeins umhverfisvænna en dísil.

Dísilrútur bíða farþega við Flugstöð Leifs Eiríkssonar – MYND: ÓJ

Evrópusambandið stefnir að því að árið 2030 verði einungis seldar rútur án kolefnislosunar. Nýjustu sölutölur og yfirlýsingar einstakra borga og aðildarlanda sýna að þetta metnaðarfulla markmið ætti að geta náðst. Það er hinsvegar enginn ástæða fyrir Evrópumenn að hreykja sér um of því að Kínverjar hafa þegar tekið forystuna í að rafvæða almenningssamgöngur sínar. Árið 2022 var hlutfall seldra rútubíla án kolefnislosunar orðið 92 prósent af heildinni í Kína. Svo hátt hlutfall grænna almenningssamgangna í Evrópu virðist þó vera innan seilingar. Nefna má sem dæmi að stærsta almenningsflutningafyrirtæki Norðurlanda, Nobina í Finnlandi, gekk einmitt á síðasta ári frá kaupum á 30 hreinum rafvögnum frá kínverska framleiðandanum BYD, sem er framarlega á þessu sviði.

Reykurinn frá brennslu jarðefnaeldsneytisins leysist smám saman upp yfir þjóðvegum og heyrir sögunni til. 

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …