Samfélagsmiðlar

Rafknúnar rútur taka fram úr dísilknúnum

Bílaöldin hófst fyrir alvöru fyrir rúmum 100 árum og síðan þá hefur sprengihreyfilinn knúið flest ökutæki. Þetta er að breytast hratt - ekki síst í rútubílaakstri. Þar hafa orðið straumhvörf: Rafrúturnar verða ráðandi innan fárra ára en dísilrútan hverfur.

Rafvagn frá kínverska bílaframleiðandanum BYD

Tölur frá Evrópu á fyrsta ársfjórðungi 2023 sýna að innan við helmingur af seldum rútubílum eru dísilknúnar. Blendingar eru orðnir algengari en þær dísilknúnu en rútur með rafhlöður munu brátt taka forystuna og verða algengastu fólksflutningsfarartæki á vegum Evrópu. 

Strætisvagnar eru stærsti hluti rútubílasölunnar, eða um 60 prósent, en afgangurinn eru langferðabílar af ýmsum stærðum. Losun frá hefðbundnum dísilknúnum rútubílum í þessum stærðarflokki hefur numið allt að einu kílói á hvern ekinn kílómetra í samanburði við um 100 gramma losun venjulegra fólksbíla á hvern kílómetra. Á móti kemur að hver rúta flytur fleiri farþega og deilist losunin þá á hvern þeirra. 

Lítill rafstrætó í Róm – MYND: ÓJ

Með rafvæðingu rútuflotans felast því gríðarleg tækifæri til að draga úr losun frá bílasamgöngum. Svokallaður hleðslukvíði verður líka úr sögunni en svo er lýst áhyggjum rafbílaeigandans af því að rafhleðslan dugi ekki tiltekna vegarlengd. Almenningsvagnarnir ganga tilteknar leiðir og auðvelt er að meta hversu langt hleðslan dugir. Þeim er síðan lagt á hleðslustað yfir nóttina. Eign eða íhlutun almannavaldsins tryggir oftast nægt fjármagn til viðhalds og endurnýjunar. 

Hlutfallslega minnkandi sala á díslknúnum rútum í Evrópu felur ekki í sér að einungis hreinir rafbílar komi í staðinn. Hreinar rafrútur eru enn aðeins um 30 prósent af markaðnum en nú seljast fleiri blendingar eða hybrid-rútur en dísilknúnar. Smám saman víkja blendingarnir þó fyrir hreinum rafknúnum ökutækjum. Þau lönd Evrópu sem lengst eru komin og hafa lýst mestum metnaði á þessu sviði eru Holland og Danmörk. Í báðum löndum er stefnt að því að síðustu rúturnar með sprengihreyfil verði seldar árið 2025. Írar stefna að því sama árið 2030. Margar borgir Evrópu hafa sett sér það markmið að útrýma dísilknúnum almenningsvögnum fyrir 2040. Þá verði þær hreinlega bannaðar.

Rafvæðing rútuflotans er ekki langt komin á Íslandi – MYND: ÓJ

Umbreytingin frá sprengihreyfli yfir í rafhlöðu í strætisvögnum er mjög hröð í nokkrum Evrópulöndum. Á fyrsta fjórðungi ársins 2023 voru einungis seldir rafknúnir strætisvagnar fyrir borgir og bæi í Hollandi, Danmörku, Litáen og Írlandi.

Blendingar eða hybryd-vagnar eru algengari í stærri og fjölmennari Evrópulöndunum og enn seljast rútur grimmt í Frakklandi, á Spáni og Ítalíu sem ganga fyrir náttúrugasi, sem er aðeins umhverfisvænna en dísil.

Dísilrútur bíða farþega við Flugstöð Leifs Eiríkssonar – MYND: ÓJ

Evrópusambandið stefnir að því að árið 2030 verði einungis seldar rútur án kolefnislosunar. Nýjustu sölutölur og yfirlýsingar einstakra borga og aðildarlanda sýna að þetta metnaðarfulla markmið ætti að geta náðst. Það er hinsvegar enginn ástæða fyrir Evrópumenn að hreykja sér um of því að Kínverjar hafa þegar tekið forystuna í að rafvæða almenningssamgöngur sínar. Árið 2022 var hlutfall seldra rútubíla án kolefnislosunar orðið 92 prósent af heildinni í Kína. Svo hátt hlutfall grænna almenningssamgangna í Evrópu virðist þó vera innan seilingar. Nefna má sem dæmi að stærsta almenningsflutningafyrirtæki Norðurlanda, Nobina í Finnlandi, gekk einmitt á síðasta ári frá kaupum á 30 hreinum rafvögnum frá kínverska framleiðandanum BYD, sem er framarlega á þessu sviði.

Reykurinn frá brennslu jarðefnaeldsneytisins leysist smám saman upp yfir þjóðvegum og heyrir sögunni til. 

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …