Samfélagsmiðlar

Rafknúnar rútur taka fram úr dísilknúnum

Bílaöldin hófst fyrir alvöru fyrir rúmum 100 árum og síðan þá hefur sprengihreyfilinn knúið flest ökutæki. Þetta er að breytast hratt - ekki síst í rútubílaakstri. Þar hafa orðið straumhvörf: Rafrúturnar verða ráðandi innan fárra ára en dísilrútan hverfur.

Rafvagn frá kínverska bílaframleiðandanum BYD

Tölur frá Evrópu á fyrsta ársfjórðungi 2023 sýna að innan við helmingur af seldum rútubílum eru dísilknúnar. Blendingar eru orðnir algengari en þær dísilknúnu en rútur með rafhlöður munu brátt taka forystuna og verða algengastu fólksflutningsfarartæki á vegum Evrópu. 

Strætisvagnar eru stærsti hluti rútubílasölunnar, eða um 60 prósent, en afgangurinn eru langferðabílar af ýmsum stærðum. Losun frá hefðbundnum dísilknúnum rútubílum í þessum stærðarflokki hefur numið allt að einu kílói á hvern ekinn kílómetra í samanburði við um 100 gramma losun venjulegra fólksbíla á hvern kílómetra. Á móti kemur að hver rúta flytur fleiri farþega og deilist losunin þá á hvern þeirra. 

Lítill rafstrætó í Róm – MYND: ÓJ

Með rafvæðingu rútuflotans felast því gríðarleg tækifæri til að draga úr losun frá bílasamgöngum. Svokallaður hleðslukvíði verður líka úr sögunni en svo er lýst áhyggjum rafbílaeigandans af því að rafhleðslan dugi ekki tiltekna vegarlengd. Almenningsvagnarnir ganga tilteknar leiðir og auðvelt er að meta hversu langt hleðslan dugir. Þeim er síðan lagt á hleðslustað yfir nóttina. Eign eða íhlutun almannavaldsins tryggir oftast nægt fjármagn til viðhalds og endurnýjunar. 

Hlutfallslega minnkandi sala á díslknúnum rútum í Evrópu felur ekki í sér að einungis hreinir rafbílar komi í staðinn. Hreinar rafrútur eru enn aðeins um 30 prósent af markaðnum en nú seljast fleiri blendingar eða hybrid-rútur en dísilknúnar. Smám saman víkja blendingarnir þó fyrir hreinum rafknúnum ökutækjum. Þau lönd Evrópu sem lengst eru komin og hafa lýst mestum metnaði á þessu sviði eru Holland og Danmörk. Í báðum löndum er stefnt að því að síðustu rúturnar með sprengihreyfil verði seldar árið 2025. Írar stefna að því sama árið 2030. Margar borgir Evrópu hafa sett sér það markmið að útrýma dísilknúnum almenningsvögnum fyrir 2040. Þá verði þær hreinlega bannaðar.

Rafvæðing rútuflotans er ekki langt komin á Íslandi – MYND: ÓJ

Umbreytingin frá sprengihreyfli yfir í rafhlöðu í strætisvögnum er mjög hröð í nokkrum Evrópulöndum. Á fyrsta fjórðungi ársins 2023 voru einungis seldir rafknúnir strætisvagnar fyrir borgir og bæi í Hollandi, Danmörku, Litáen og Írlandi.

Blendingar eða hybryd-vagnar eru algengari í stærri og fjölmennari Evrópulöndunum og enn seljast rútur grimmt í Frakklandi, á Spáni og Ítalíu sem ganga fyrir náttúrugasi, sem er aðeins umhverfisvænna en dísil.

Dísilrútur bíða farþega við Flugstöð Leifs Eiríkssonar – MYND: ÓJ

Evrópusambandið stefnir að því að árið 2030 verði einungis seldar rútur án kolefnislosunar. Nýjustu sölutölur og yfirlýsingar einstakra borga og aðildarlanda sýna að þetta metnaðarfulla markmið ætti að geta náðst. Það er hinsvegar enginn ástæða fyrir Evrópumenn að hreykja sér um of því að Kínverjar hafa þegar tekið forystuna í að rafvæða almenningssamgöngur sínar. Árið 2022 var hlutfall seldra rútubíla án kolefnislosunar orðið 92 prósent af heildinni í Kína. Svo hátt hlutfall grænna almenningssamgangna í Evrópu virðist þó vera innan seilingar. Nefna má sem dæmi að stærsta almenningsflutningafyrirtæki Norðurlanda, Nobina í Finnlandi, gekk einmitt á síðasta ári frá kaupum á 30 hreinum rafvögnum frá kínverska framleiðandanum BYD, sem er framarlega á þessu sviði.

Reykurinn frá brennslu jarðefnaeldsneytisins leysist smám saman upp yfir þjóðvegum og heyrir sögunni til. 

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …