Samfélagsmiðlar

Rafknúnar rútur taka fram úr dísilknúnum

Bílaöldin hófst fyrir alvöru fyrir rúmum 100 árum og síðan þá hefur sprengihreyfilinn knúið flest ökutæki. Þetta er að breytast hratt - ekki síst í rútubílaakstri. Þar hafa orðið straumhvörf: Rafrúturnar verða ráðandi innan fárra ára en dísilrútan hverfur.

Rafvagn frá kínverska bílaframleiðandanum BYD

Tölur frá Evrópu á fyrsta ársfjórðungi 2023 sýna að innan við helmingur af seldum rútubílum eru dísilknúnar. Blendingar eru orðnir algengari en þær dísilknúnu en rútur með rafhlöður munu brátt taka forystuna og verða algengastu fólksflutningsfarartæki á vegum Evrópu. 

Strætisvagnar eru stærsti hluti rútubílasölunnar, eða um 60 prósent, en afgangurinn eru langferðabílar af ýmsum stærðum. Losun frá hefðbundnum dísilknúnum rútubílum í þessum stærðarflokki hefur numið allt að einu kílói á hvern ekinn kílómetra í samanburði við um 100 gramma losun venjulegra fólksbíla á hvern kílómetra. Á móti kemur að hver rúta flytur fleiri farþega og deilist losunin þá á hvern þeirra. 

Lítill rafstrætó í Róm – MYND: ÓJ

Með rafvæðingu rútuflotans felast því gríðarleg tækifæri til að draga úr losun frá bílasamgöngum. Svokallaður hleðslukvíði verður líka úr sögunni en svo er lýst áhyggjum rafbílaeigandans af því að rafhleðslan dugi ekki tiltekna vegarlengd. Almenningsvagnarnir ganga tilteknar leiðir og auðvelt er að meta hversu langt hleðslan dugir. Þeim er síðan lagt á hleðslustað yfir nóttina. Eign eða íhlutun almannavaldsins tryggir oftast nægt fjármagn til viðhalds og endurnýjunar. 

Hlutfallslega minnkandi sala á díslknúnum rútum í Evrópu felur ekki í sér að einungis hreinir rafbílar komi í staðinn. Hreinar rafrútur eru enn aðeins um 30 prósent af markaðnum en nú seljast fleiri blendingar eða hybrid-rútur en dísilknúnar. Smám saman víkja blendingarnir þó fyrir hreinum rafknúnum ökutækjum. Þau lönd Evrópu sem lengst eru komin og hafa lýst mestum metnaði á þessu sviði eru Holland og Danmörk. Í báðum löndum er stefnt að því að síðustu rúturnar með sprengihreyfil verði seldar árið 2025. Írar stefna að því sama árið 2030. Margar borgir Evrópu hafa sett sér það markmið að útrýma dísilknúnum almenningsvögnum fyrir 2040. Þá verði þær hreinlega bannaðar.

Rafvæðing rútuflotans er ekki langt komin á Íslandi – MYND: ÓJ

Umbreytingin frá sprengihreyfli yfir í rafhlöðu í strætisvögnum er mjög hröð í nokkrum Evrópulöndum. Á fyrsta fjórðungi ársins 2023 voru einungis seldir rafknúnir strætisvagnar fyrir borgir og bæi í Hollandi, Danmörku, Litáen og Írlandi.

Blendingar eða hybryd-vagnar eru algengari í stærri og fjölmennari Evrópulöndunum og enn seljast rútur grimmt í Frakklandi, á Spáni og Ítalíu sem ganga fyrir náttúrugasi, sem er aðeins umhverfisvænna en dísil.

Dísilrútur bíða farþega við Flugstöð Leifs Eiríkssonar – MYND: ÓJ

Evrópusambandið stefnir að því að árið 2030 verði einungis seldar rútur án kolefnislosunar. Nýjustu sölutölur og yfirlýsingar einstakra borga og aðildarlanda sýna að þetta metnaðarfulla markmið ætti að geta náðst. Það er hinsvegar enginn ástæða fyrir Evrópumenn að hreykja sér um of því að Kínverjar hafa þegar tekið forystuna í að rafvæða almenningssamgöngur sínar. Árið 2022 var hlutfall seldra rútubíla án kolefnislosunar orðið 92 prósent af heildinni í Kína. Svo hátt hlutfall grænna almenningssamgangna í Evrópu virðist þó vera innan seilingar. Nefna má sem dæmi að stærsta almenningsflutningafyrirtæki Norðurlanda, Nobina í Finnlandi, gekk einmitt á síðasta ári frá kaupum á 30 hreinum rafvögnum frá kínverska framleiðandanum BYD, sem er framarlega á þessu sviði.

Reykurinn frá brennslu jarðefnaeldsneytisins leysist smám saman upp yfir þjóðvegum og heyrir sögunni til. 

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …