Samfélagsmiðlar

Um 3,5 milljarðar í losunarheimildir

Stór hluti af því sem flugfélög og stóriðja borga fyrir mengun rennur í ríkissjóð.

Samanlögð losun vegna flugferða Icelandair og Play í fyrra í evrópskri lofthelgi nam

Allt frá árinu 2012 hafa flugfélög þurft að greiða fyrir losun gróðurhúsalofttegunda í flugi innan Evrópu en þó ekki að öllu leyti. Félögin fá nefnilega endurgjaldslaust ákveðinn fjölda af heimildum og í fyrra stóðu þær undir 46 prósent af menguninni frá Evrópuflugi Icelandair. Play þarf hins vegar að greiða fyrir alla losun innan álfunnar en fær að öllu óbreyttu gjafaheimildir á næsta ári.

Munurinn á útgjöldum félaganna í þessum málaflokki í fyrra endurspeglast því ekki í umsvifunum.

Losunin árið 2022 hjá Icelandair nam 383 þúsund tonnum en félagið fékk aftur á móti gjafaheimildir fyrir 175 þúsund tonnum samkvæmt nýju uppgjöri Umhverfisstofnunnar. Þar með þurfti Icelandair eingöngu að gera upp rúmlega helming losunarinnar eða 208 þúsund tonn.

Play verður aftur á móti að greiða fyrir alla sína en hún nam 79 þúsund tonnum í fyrra.

Á uppleið

Verð á losunarheimildum hefur hækkað verulega frá því að viðskiptakerfið var tekið upp árið 2012. Þá kostaði hver heimild innan við fimm evrur en hefur síðan þá margfaldast. Í febrúar sl. fór markaðsverðið í fyrsta sinn yfir 100 evrur á eininguna en í dag er það 87 evrur. Allt síðasta ár var meðalverðið 80 evrur.

Icelandair og Play gefa ekki upp hvað félögin greiða fyrir losunarheimildir en miðað við fyrrnefnda losun og markaðsverð síðasta árs þá hefur Icelandair greitt um 2,5 milljarð króna fyrir sína losun og Play nærri einn milljarð króna.

Tekjulind fyrir hið opinbera

Þessar upphæðir renna að miklu leyti í ríkissjóð því eins og Túristi fór nýverið yfir þá hafa tekjur íslenska ríkisins af sölu losunarheimilda numið rúmlega 12 milljörðum króna sl. áratug. Þessar tekjur koma ekki aðeins frá flugrekendum heldur líka frá stóriðju.

Í þeim flokki er losunin mest frá Alcoa Fjarðaráli eða 534 þúsund tonn í fyrra. Norðurál kemur þar á eftir með 513 þúsund tonn og svo Elkem með 362 þúsund tonn eða litlu minna en Icelandair. Þó verður að hafa í huga viðskiptakerfið nær aðeins til losunar innan Evrópu. Hátt í helmingur umsvifa Icelandair er aftur á móti í flugi til Norður-Ameríku.

Þegar allt er reiknað má því gera ráð fyrir að losunin hjá Icelandair hafi verið hátt í tvöfalt meiri en fyrrnefndar tölur segja til um.

Eins og áður hefur fram komið þá verða gerðar breytingar nú um áramótin á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Verður þá dregið úr vægi gjafaheimilda en íslensk stjórnvöld hafa hins vegar náð samkomulagi við Evrópusambandið um að Ísland fái aðlögun að þessum breytingum fram til ársins 2027. Ekki liggur þó fyrir hvernig fyrirkomulagið verður því aðildarríki Evrópusambandsins verða að samþykkja þessa undanþágu Íslands.

Nýtt efni

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …