Samfélagsmiðlar

Vilja ná sterkari stöðu í Norður-Evrópu

Um sjötta hver nótt sem ferðamenn verja hér á landi er í húsnæði sem Airbnb og sambærilegar síður bjóða.

„Við erum stór í Frakklandi, við erum stór í Bretlandi. Við sjáum mikinn vöxt í Þýskalandi en það eru margir markaðir í Evrópu þar sem við höfum ekki keyrt almennilegar auglýsingaherferðir. Núna erum við aðgangsharðari á Ítalíu og á Spáni og við erum að horfa til annarra markaða í Norður-Evrópu. Ég tel að það séu í raun mörg vaxtarsvæði í Evrópu því við höfum í raun bara einbeitt okkur að stærstu mörkuðunum.“

Þetta eru orð Brian Chesky, stofnanda og forstjóra Airbnb, á fundi með fjárfestum nýverið þar sem hann kynnti uppgjör gistimiðlunarinnar á fyrsta ársfjórðungi. Niðurstaðan var hagnaður upp á 117 milljónir dollara eða um 16 milljarða íslenskra króna. Rekstur Airbnb hefur aldrei áður verið réttum megin við núllið á þessum árstíma.

Framboðið á vegum Airbnb í miðborg Reykjavikur nú lok júní nk. – Skjámynd.

Í fyrrnefndum orðum Chesky er ekkert að finna um Ísland en ljóst að hann sér tækifæri til aukinnar útbreiðslu í okkar hluta Evrópu. Hér á landi er Airbnb nú þegar með stóran hluta af markaðnum og framboðið í dag er álíka og það var þegar mest lét.

Samkvæmt greiningum Ferðamálastofu þá voru um 5 þúsund íslenskir gistikostir á sölu hjá Airbnb í febrúar en þeir voru um eitt þúsund fleiri í sama mánuði metárið 2018. Á þessari stundu liggja aðeins fyrir tölur fyrir fyrstu tvo mánuð ársins en hjá Hagstofunni er til mat á umsvifum Airbnb í mars. Og samkvæmt því greiddu útlendingar fyrir 92 þúsund gistinætur hér á landi í gegnum heimasíður eins og Airbnb í marsmánuði. Næturnar voru þriðjungi fleiri eða um 120 þúsund í mars árin 2018 og 2019.

Til samanburðar voru gistinætur útlendinga í skráðri gistingu 509 þúsund í mars sl. Miðað við þessar tölur þá voru Airbnb og sambærilegar leigusíður með hátt í fimmtungs hlutdeild á íslenska gistimarkaðnum nú í ársbyrjun þegar horft er til ferðamanna.

Sambærilegt mat á umsvifum Airbnb liggur ekki fyrir í nágrannalöndunum en sjá mátti í tölum sem Airbnb birti árið 2017 að íslenskir leigusalar þénuðu langmest allra það ár. Þá voru tekjur Íslendinga af Airbnb að jafnaði fjórum til fimm sinnum hærri en tekjur Dana og Svía.

Airbnb hefur hvorki fyrr né síðar birt sambærilegar upplýsingar og því ekki hægt að sjá hver þróunin hefur verið.

Nýtt efni

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …