Samfélagsmiðlar

„Þetta á eftir að verða áhugavert sumar“

Eitt lífseigasta umræðuefnið á samfélagsmiðlum er um það hvernig tekist hafi til við að skapa nýtt borgarumhverfi við gömlu höfnina í Reykjavík. Margir eru mjög ósáttir við útkomuna. Reyndur leiðsögumaður varar við vandræðum sem skapast hafa í umferðarmálum miðborgarinnar eftir mikla fjölgun hótela og ferðamanna þar.

Túristar virða fyrir sér miðborg Reykjavíkur

Meðal þeirra sem hafa lagt orð í belg að undanförnu um skipulags- og umferðarmál miðborgar Reykjavíkur er myndlistarmaðurinn Harpa Björnsdóttir, sem jafnframt starfar sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna. Harpa segir í færslu á Facebook-síðu sinni að oft þyki sér sem fagurfræðin sé fyrir borð borin en þessa dagana er hún með hugann við þau umferðarvandamál sem skapast vegna fjölda nýrra hótela og vaxandi umferðar ferðamanna um miðborgina. Hún telur brýnt að borgaryfirvöld ræði þessi mál við íbúa, rútufyrirtæki, ferðaskipuleggjendur, lögregluyfirvöld, leiðsögumenn og marga aðra:

Leiðsögumaðurinn Harpa Björnsdóttir við eldgosið í Geldingadölum – MYND:HB

„Á sama tíma og talað er um bíllausan lífsstíl og takmörkun bílaumferðar í borginni er von á því að 60-70 þúsund bílaleigubílar verði á ferðinni í sumar. Allir þurfa þeir stæði, sum í bílastæðahúsum, sum tekin frá íbúum. Þetta á eftir að verða áhugavert sumar og ef til vill verðum við öll að berjast um pláss,“ segir þessi reyndi leiðsögumaður á Facebook og lýsir áfram baráttunni við að komast ferðar sinnar um miðborgina með ferðafólk: 

Hótel í miðborg Reykjavíkur gúgluð – MYND: Google

„Á sama tíma er þrengt að rútunum, sem er hagkvæmari ferðamáti, þær mega ekki keyra inni í hverfum, aðeins afmarkaðar leiðir leyfðar, og það er bara af hinu góða. En hótelum í grónum hverfum hefur fjölgað með ógnarhraða, aldrei gerð krafa um aðkomu bifreiða við þau og látið eins og allir hótelgestirnir komi bara gangandi. Komi þeir í rútum er staðan jafnvel verri vegna þess að þær mega ekki keyra hvar sem er og skilgreindum rútustæðum þar sem hægt er að setja þá út hefur verið fækkað umtalsvert á síðustu árum. Hugsið t.d. um öll hótelin í Kvosinni, frá hafnarbakka að ráðhúsi.“ 

Ferðafólk í Lækjargötu – MYND: ÓJ

Þá er að koma sér yfir Geirsgötu með sitt hafurtask – MYND: ÓJ

Harpa bendir réttilega á að rútustæði eru við Ráðhúsið, við Miðbakka og fyrir framan Hard Rock í Lækjargötu – en þau dugi engan veginn: 

„Þetta gengur einfaldlega ekki upp með 2 milljónir ferðamanna, tvöföldun skemmtiferðaskipa með tilheyrandi rútuumferð og svo 60.000 bílaleigubíla [Leiðrétting: Skráðir bílaleigubílar eru um 30 þúsund]. Hugguleg bíllaus miðborg er útópía sem gengur ekki upp og skipulagsmál borgarinnar ganga heldur ekki upp. Í guðanna bænum Dagur og þið hin, takið samtalið, þetta stefnir í óefni!“ segir Harpa Björnsdóttir, myndlistar- og leiðsögumaður. 

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …