Samfélagsmiðlar

„Mikið valdaójafnvægi“ 

Stór skipafélög fara sínu fram á Vestfjörðum og skýra stefnu vantar. Þetta má lesa úr nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála. Þar segir í niðurstöðum: „Mikið valdaójafnvægi ríkir á milli lítilla bæjarsamfélaga líkt og á Ísafirði og stóru skipafélaganna."

Þrjú skemmtiferðaskip á Ísafirði

Túristi var á Ísafirði á dögunum og fylgdist með móttöku skemmtiferðaskipa og áhrifum af komum þeirra á umhverfi og samfélag. Eftir að frásögn af heimsókninni birtist hafði Ása Marta Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála (RMF), samband og vakti athygli Túrista á því að margt í greininni rímaði við það sem segði í nýútkominni skýrslu sem hún samdi og RMF gefur út: Skemmtiskipaferðamennska á Ísafirði – Ávinningur og áskoranir. Skýrslan byggist á niðurstöðum gagnasöfnunnar sem fór fram á Ísafirði 2021-2022 og er hún hluti af verkefninu Sjálfbærni móttöku skemmtiskipa á norðurslóðum : Frá starfsháttum til stýringar. Ása Marta segir að fyrirhugað sé að ljúka þessu verkefni með samfélagsfundi á Ísafirði í haust – eins og á öðrum rannsóknarsvæðum verkefnisins: Nuuk, Honningsvåg og Lofoten.

MS Deutschland á Ísafirði – MYND: ÓJ

Það er óhætt að segja að sprenging hafi orðið í sókn skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar og annarra hafna víða um land – og sér ekki fyrir endann á þeirri sókn. Hvorki sveitarstjórnir hér og þar né yfirvöld ferðamála í landinu stýra þessari sókn. Það eru erlend skipafélög sem ráða ferðinni.

MYND: Skemmtiskipaferðamennska á Ísafirði – Ávinningur og áskoranir. Útgefandi: RMF, 2023

Niðurstaða Ásu Mörtu Sveinsdóttur er að lítil bæjarfélög eins og Ísafjörður standi höllum fæti gagnvart voldugum skipafélögum: 

„Mikið valdaójafnvægi ríkir á milli lítilla bæjarsamfélaga líkt og á Ísafirði og stóru skipafélaganna. Skipafélögin virðast ráða hvenær og hvort þau koma, sjávarútvegurinn vinnur sig í kringum komur skipanna, heimamenn kjósa sumir að halda sig heima eða fara út úr bænum á stórum skipadögum og ferðaþjónustuaðilar í landi keppast við að halda öllum ánægðum með innviði af skornum skammti á meðan skemmtiferðaskipin virðast njóta forgangs í einu og öllu. Hagaðilar kalla eftir takmörkunum en eru þó hræddir við að missa viðskipti ef eitthvað er gert.“

Ferðafólk fyllir miðbæ Ísafjarðar – MYNDIR: ÓJ

Þetta er mjög athyglisverð niðurstaða eftir ítarlega skoðun á aðstæðum á Ísafirði og fjölda samtala við heimafólk. Ása Marta segir réttilega að það hafi lengi verið beðið eftir stefnumótun í þessum hluta ferðaþjónustunnar.

Það hefur verið látið skeika að sköpuðu.

Stjórnmálamenn hafa ekki haft þrek til að móta stefnu varðandi komur skemmtiferðaskipa.

Ása Marta Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá RMF

Ása Marta segir mikilvægt að taka þessi mál föstum tökum – en að það sé ekki einfalt: 

„Þörf er á að setja skýrar og afmarkandi reglur um komur skemmtiferðaskipanna en það er ekki svo einfalt ef marka má niðurstöður þessarar rannsóknar. Rekstrarform og umhverfi skipafélaganna er flókið og mikil óvissa ríkir meðal hagaðila um hvernig stýring ætti að fara fram. Langflestir sem rætt var við voru sammála því að nauðsynlegt væri að takmarka komur skipanna og hagaðilar kalla eftir samtali. Mikilvægt er að hefja þá vinnu sem allra fyrst og byggja greinina upp til framtíðar með sjálfbærni að leiðarljósi.“ 

Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri á Ísafirði – MYND: ÓJ

Vitnað er til þess í skýrslunni að nýr hafnarstjóri á Ísafirði, Hilmar Kristjánsson Lyngmo, vilji kanna möguleika á að setja takmörk á skipakomur hvern dag. En ekkert er í hendi hvað þetta varðar, eins og fram kom í viðtali Túrista við Hilmar. Viðmælendur Ásu Mörtu voru þó flestir sammála um mikilvægi þess að setja takmörk yfir sumarið:  

„Viðmælendur voru margir hverjir þakklátir Ísafjarðarbæ og höfninni fyrir hvernig unnið hafi verið markvisst að því að gera Ísafjörð að eftirsóknarverðum móttökustað skemmtiferðaskipa en nú væri tími til kominn að fara í aðrar aðgerðir og takmarka komur. Vöxtur skipakoma hefði verið það mikill seinustu ár að nauðsynlegt væri að koma á takmörkunum. Viðmælendur töluðu um að annað hvort þyrfti að takmarka fjölda skemmtiferðaskipa eða skipafarþega fyrir hvern dag eða yfir sumarið.“

Á leið í rútuferð – MYND: ÓJ

Viðtöl skýrsluhöfundar við íbúa á Ísafirði leiddu í ljós að skiptar skoðanir eru um þann manngrúa sem er í bænum á skipadögunum: 

„Viðmælendur töluðu margir um að fólksfjöldinn sem fylgdi skemmtiferðaskipunum færði líf og fjör í miðbæ Ísafjarðar. Yfir vetrarmánuðina væri lítið um fólk og því mikil tilbreyting að sjá bæinn á skipadögum yfir sumartímann. Þó var greinilegt, af viðtölunum að dæma, að skiptar skoðanir voru á fólksfjöldanum sem fylgdi skipunum þar sem flestir viðmælandanna bættu við að þeir vissu af íbúum sem þætti fjöldinn yfirþyrmandi á stórum skipadögum og kysu sumir að fara út úr bænum á þeim dögum.“

Starfsfólk Vesturferða liðsinnir gestum – MYND: ÓJ

Skýrslan staðfestir það sem viðmælendur Túrista sögðu, að margskonar þjónusta í bænum byggðist á komum skemmtiferðaskipanna. Þá segir þar að um helmingur af tekjum hafnarinnar kom frá farþegaskipunum. 

Upplýsingaskúr við höfnina – MYND: ÓJ

Það blasir við öllum sem fylgjast með móttöku skemmtiferðaskipanna og ferðum farþeganna um Ísafjarðarbæ að töluvert vantar upp á að bærinn geti sinnt þessu hlutverki sínu. Þetta er líka niðurstaða viðtalsrannsóknar Ásu Mörtu Sveinsdóttur í skýrslunni: 

„Ljóst er að Ísafjarðarbær hefur ekki nægileg innviði til þess að taka á móti þeim gríðarlega fólksfjölda sem kemur yfir stuttan tíma með skemmtiferðaskipunum. Viðmælendur töluðu flestir um að ef skemmtiskipakomur yrðu mikið fleiri væri ekki hægt að þjónusta alla þá ferðamenn sem kæmu með skipunum sem myndi hafa neikvæðar afleiðingar á ánægju gesta með heimsóknina. Vöntun er á rútum, leiðsögumönnum, öðru starfsfólki og salernum. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem rætt var við sögðu flestir að þeir þyrftu að skipuleggja vel hvernig þeir nýttu þá innviði sem væru í boði fyrir hvert skip sem kæmi í höfn. Mikilvægt væri að reyna að deila þeirri þjónustu sem í boði væri jafnt á skipin og vera viss um að lofa ekki um of við fyrsta skip sem bókaði í höfn. Sumir ferðaþjónustuaðilar töluðu um að á stórum skemmtiskipadögum þyrftu þeir að bóka rútur frá Reykjavík eða frá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum sem fylgdi mikill kostnaður. Aðrir bentu á að án uppbyggingar innviða yrði Ísafjörður aldrei að sjálfbærum áfangastað.“

Mikil bílaumferð fylgir skipakomum – MYND: ÓJ

Á meðan hefðbundin skemmtiferðaskip sem brenna olíu leggjast að bryggju á Ísafirði eða liggja við akkeri úti á Skutulsfirði verður ekki hægt að tala um sjálfbæra ferðaþjónustu.

Losun frá einu skemmtiferðaskipi á svifryki er sögð álíka og frá mörg þúsund bílum á hverri mínútu. Mengunin á Ísafirði er töluverð á skipadögum. Þau sem standa á bryggjunni finna fyrir reyknum frá skipunum og rútubílaflotanum sem bíður farþeganna. Verst er ástandið þegar veðrið er best: Þá leggst móðan yfir.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …