Samfélagsmiðlar

Óeirðir halda áfram í Frakklandi

Óeirðir halda áfram í Frakklandi og hafa ferðamenn verið hvattir til að gæta vel að sér, forðast átakasvæði og fylgjast með þróun mála. Macron Frakklandsforseti hefur afboðað komu sína á leiðtogafund Evrópusambandsins. Hann þarf að stýra neyðarfundum í París og leita leiða til að lægja öldurnar eftir að lögregla drap unglingspilt.

Frétt á vefsíðu franska dagblaðsins Le Monde

„Eftir þriðju óeirðanóttina ætlar ríkisstjórnin að leita allra leiða til að koma aftur á röð og reglu í lýðveldinu,“ segir í Le Monde. Þrátt fyrir að kallaðir hafi verið til um 40 þúsund lögreglu- og hermenn halda óeirðir áfram víða um Frakkland. Neistinn sem kveikti bálið var dráp lögreglu á 17 ára unglingi, Nahel M. Óeirðir brutust út í Nanterre, úthverfi í vesturhluta Parísar, en þær hafa síðan breiðst út. Fyrirtæki og lögreglustöðvar víða um land hafa orðið fyrir barðinu á mótmælendum. Nokkur hundruð manns hafa verið handteknir og miklar skemmdir verið unnar. 

Útgöngubann er í nokkrum bæum í útjaðri höfuðborgarinnar og fólki er meinað að halda fjöldasamkomur. Mótmæli hafa víða breyst í öldu skemmdarverka og þjófnaða í verslunum. 

Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til í París í því skyni að draga úr líkum á ólátum var að fella niður ferðir strætisvagna eftir klukkan 9 á kvöldin.

Tilkynnt var í morgun að Emmanuel Macron, forseti, hefði horfið af leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel til að stýra neyðarfundum í París vegna ástandsins. Macron hefur hvatt fólk til að sýna stillingu en mótmælin reyna mjög á getu og áhrifavald forsetans., m.a. þegar haft er í huga hversu mikilvæg ferðaþjónusta er í landinu og að á næsta ári verða Parísarbúar gestgjafar á Ólympíuleikum. 

Sendiráð nokkurra ríkja og ferðasíður hafa þegar varað við óeirðunum í Frakklandi. Sendiráð Bandaríkjanna hefur m.a. gefið út slíkar viðvaranir og hvatt ferðafólk til að forðast svæði þar sem óeirðir eru, hafa samband við Rauða krossinn ef það kemst ekki leiðar sinnar, fylgjast með tilkynningum lögreglu í fjölmiðlum og láta fjölskyldu og ástvini vita af sér.

Meðal fjölmiðla sem birta frásagnir á ensku eru Le Monde, France 24 og RFI. Þá hafa áströlsk yfirvöld einnig varað sitt fólk við ástandinu í Frakklandi.

Signa

Á friðsælum degi í miðborg Parísar – MYND: ÓJ

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …