Samfélagsmiðlar

Yngstu ökumönnum verður hugsanlega bannað að aka Tesla Model Y, VW ID.4 og Volvo XC40

Margar tegundir vinsælla fjölskyldu-rafbíla eru fyrir ofan þau þyngdarmörk sem Evrópusambandið ræðir um að leyfa einungis ökumönnum 21 árs og eldri að aka. Norska samgönguráðherranum líst ekki á þessar tillögur.

Tesla Model Y

Tesla Model Y á vetrarkvöldi

Evrópusambandið hefur unnið að því frá í mars að móta tillögur um ný skilyrði fyrir ökuleyfi til að tryggja meira öryggi í umferðinni. Framkvæmdastjórnin lagði fram drög að tilskipun um hertar reglur en þarf að semja um það við Ráðherraráðið og Evrópuþingið hversu langt verður gengið. Að baki er krafan um að brugðist verði við þeirri staðreynd að ungir ökumenn koma við sögu í um 40 prósentum dauðaslysa í umferðinni í löndum Evrópusambandsins.

Tesla Model Y á þjóðvegi um vetur – MYND: Tesla

Nýja evrópska ökuskírteinið mun gilda á öllu Evrópska efnahagsvæðinu, þar með á Íslandi, og hafa í för með sér miklar breytingar ef fyrirliggjandi tillögur verða samþykktar, ekki síst varðandi aldursmörk á því hverjir aka megi þyngri tegundum bíla. Rætt er um að taka upp þá reglu að ökumaður þurfi að hafa náð 21 árs aldri og vera með svonefnd B+ réttindi til að mega aka bíl sem er þyngri en 1.800 kíló. Auk viðmiðs um aldur gæti enginn öðlast B+ réttindi nema að hafa tveggja ára akstursreynslu.

Volvo XC40 er vinsæll rafjeppi á Norðurlöndum – MYND: Volvo

Nái þessar takmarkanir fram að ganga mega ökumenn undir 21 árs aldri ekki aka vinsælum tegundum rafbíla eins og Tesla Model Y, Skoda Enyaq, Volkswagen ID.4 og Volvo XC40. Þá verður ungu ökumönnunum ekki heimilt að aka mörgum gerðum sendibíla. Upplýsingamiðstöð samgöngumála í Noregi (Opplysningsrådet for Veitrafikken), sem er óháð stofnun, áætlar að fólk undir 21 árs aldri megi aðeins aka 139 af 517 tegundum rafbíla í heiminum sem hún hafi á skrá. Það eru rafhlöðurnar sem vega þyngst í hverjum rafbíl. 

Volkswagen ID.4 heima á plani – MYND: Volkswagen

Þessar fyrirhuguðu breytingar hafa vakið athygli stjórnmálamanna í Noregi. Martin Stordalen, þingmaður Framfaraflokksins, beindi skriflegri fyrirspurn til samgönguráðherrans Jon-Ivar Nygård um áhrif fyrirhugaðra breytinga. Samkvæmt frásögn Nettavisen er þessi ráðherra Verkamannaflokksins ekkert sérstaklega hrifinn af tillögunum sem valdastofnanir Evrópusambandsins eru að bræða með sér. Hann segir að þær séu réttlættar með því þyngri bílar séu hættulegastir, taki mikið pláss í umferðinni og eyði meiri orku. Því ættu einungis reyndir ökumenn að aka þeim:

„Norsk stjórnvöld telja þessar tillögur ekki ná tilgangi sínum. Þær fela í sér að yngstu ökumennirnir mega ekki aka venjulegum fjölskyldubílum,“ segir í svari Nygård við fyrirspurninni. Hann óttast að ef þessar tillögur nái fram að ganga muni yngstu ökumennirnir í meira mæli en nú kaupa og aka gömlum og mengandi bílum, sem eru ekki jafn öruggir og þeir nýju – auk þess sem þeir losa meira af CO2.

Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra Noregs – MYND: Stortinget

„Ég sé ekki að þessi breyting stuðli að meira umferðaröryggi eða hjálpa til í orkuskiptunum,“ segir norski samgönguráðherrann.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …