Samfélagsmiðlar

Yngstu ökumönnum verður hugsanlega bannað að aka Tesla Model Y, VW ID.4 og Volvo XC40

Margar tegundir vinsælla fjölskyldu-rafbíla eru fyrir ofan þau þyngdarmörk sem Evrópusambandið ræðir um að leyfa einungis ökumönnum 21 árs og eldri að aka. Norska samgönguráðherranum líst ekki á þessar tillögur.

Tesla Model Y

Tesla Model Y á vetrarkvöldi

Evrópusambandið hefur unnið að því frá í mars að móta tillögur um ný skilyrði fyrir ökuleyfi til að tryggja meira öryggi í umferðinni. Framkvæmdastjórnin lagði fram drög að tilskipun um hertar reglur en þarf að semja um það við Ráðherraráðið og Evrópuþingið hversu langt verður gengið. Að baki er krafan um að brugðist verði við þeirri staðreynd að ungir ökumenn koma við sögu í um 40 prósentum dauðaslysa í umferðinni í löndum Evrópusambandsins.

Tesla Model Y á þjóðvegi um vetur – MYND: Tesla

Nýja evrópska ökuskírteinið mun gilda á öllu Evrópska efnahagsvæðinu, þar með á Íslandi, og hafa í för með sér miklar breytingar ef fyrirliggjandi tillögur verða samþykktar, ekki síst varðandi aldursmörk á því hverjir aka megi þyngri tegundum bíla. Rætt er um að taka upp þá reglu að ökumaður þurfi að hafa náð 21 árs aldri og vera með svonefnd B+ réttindi til að mega aka bíl sem er þyngri en 1.800 kíló. Auk viðmiðs um aldur gæti enginn öðlast B+ réttindi nema að hafa tveggja ára akstursreynslu.

Volvo XC40 er vinsæll rafjeppi á Norðurlöndum – MYND: Volvo

Nái þessar takmarkanir fram að ganga mega ökumenn undir 21 árs aldri ekki aka vinsælum tegundum rafbíla eins og Tesla Model Y, Skoda Enyaq, Volkswagen ID.4 og Volvo XC40. Þá verður ungu ökumönnunum ekki heimilt að aka mörgum gerðum sendibíla. Upplýsingamiðstöð samgöngumála í Noregi (Opplysningsrådet for Veitrafikken), sem er óháð stofnun, áætlar að fólk undir 21 árs aldri megi aðeins aka 139 af 517 tegundum rafbíla í heiminum sem hún hafi á skrá. Það eru rafhlöðurnar sem vega þyngst í hverjum rafbíl. 

Volkswagen ID.4 heima á plani – MYND: Volkswagen

Þessar fyrirhuguðu breytingar hafa vakið athygli stjórnmálamanna í Noregi. Martin Stordalen, þingmaður Framfaraflokksins, beindi skriflegri fyrirspurn til samgönguráðherrans Jon-Ivar Nygård um áhrif fyrirhugaðra breytinga. Samkvæmt frásögn Nettavisen er þessi ráðherra Verkamannaflokksins ekkert sérstaklega hrifinn af tillögunum sem valdastofnanir Evrópusambandsins eru að bræða með sér. Hann segir að þær séu réttlættar með því þyngri bílar séu hættulegastir, taki mikið pláss í umferðinni og eyði meiri orku. Því ættu einungis reyndir ökumenn að aka þeim:

„Norsk stjórnvöld telja þessar tillögur ekki ná tilgangi sínum. Þær fela í sér að yngstu ökumennirnir mega ekki aka venjulegum fjölskyldubílum,“ segir í svari Nygård við fyrirspurninni. Hann óttast að ef þessar tillögur nái fram að ganga muni yngstu ökumennirnir í meira mæli en nú kaupa og aka gömlum og mengandi bílum, sem eru ekki jafn öruggir og þeir nýju – auk þess sem þeir losa meira af CO2.

Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra Noregs – MYND: Stortinget

„Ég sé ekki að þessi breyting stuðli að meira umferðaröryggi eða hjálpa til í orkuskiptunum,“ segir norski samgönguráðherrann.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …