Samfélagsmiðlar

Campari styrkir sig

Ítalska Campari-samsteypan hefur gengið frá kaupum á hinum þekkta konjak-framleiðanda Courvoisier af Beam Suntory fyrir um 1,3 milljarða dollara. Þetta eru stærstu kaup sem Campari hefur gert til þessa.

Camparino in Galleria. Dómkirkjan í Mílanó í baksýn - MYND: ÓJ

Kaup Campari-samsteypunnar á Courvoisier, einum fjögurra stóru konjak-framleiðandanna, eru krúnudjásn á viðskiptaferli forstjórans Bob Kunze-Concewitz sem ætlar að hætta störfum á næsta ári. Á síðustu árum hefur hann leitt mikinn vöxt Campari með kaupum á öðrum framleiðendum, þ.á m. franska Grand Marnier árið 2016. Fyrir átti Campari lítinn konjak-framleiðanda, Bisquit, en Courvoiser er í úrvalsdeild framleiðenda í Cognac-héraðinu í Frakklandi. 

Bob Kunze-Concewitz, forstjóri Campari-samsteypunnar – MYND: Campari Group

Með kaupum á Courvoisier fyrir um 1,3 milljarða dollara er Campari farið að veita risunum á áfengismarkaðnum, Diageo og Pernod Ricard, alvöru samkeppni. Campari getur nú státað af því að framleiða aperatífa, freyðivín, líkjöra, búrbon, tekíla og konjak. Bob Kunze-Concewitz gerir ráð fyrir að með kaupunum aukist heildarsala fyrirtækisins um 9 prósent og hann sér fyrir sér að Campari nýti betur framleiðslugetu sína og markaðsstyrk í Frakklandi. 

Höfuðstöðvar Courvoisier í Jarnac – MYND: Courvoisier

Höfuðstöðvar Courvoisier eru í bænum Jarnac við ána Charente í suðvestanverðu Frakklandi, á milli Angoulême og Cognac. Jarnac er líklega þekktastur fyrir konjakið og að vera fæðingarbær François Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseta, sem jafnframt hvílir þar. Nú er konjakið. bæjarstolt Jarnac, komið í hendur ítalskrar stórsamsteypu. 

Það er ekki síst á Bandaríkjamarkaði sem Campari-samsteypan treystir sig nú í sessi. Rúmur helmingur af sölu Courvoisier-konjaksins er þar vestra. Þá eru miklir sóknarmöguleikar sagðir í Suðaustur-Asíu, einkum í Kína. Með betri fótfestu á þessum tveimur stóru markaðssvæðum, Bandaríkjunum og Kína, getur Campari velgt stærri keppinautum undir uggum.

Saga Campari-samsteypunnar hófst í Novara í Piedmont-héraði vestur af Mílanó árið 1860 þegar vínbruggaranum Gaspare Campari tókst að blanda fagurrauðan bitter eða aperatíf. Árið 1867 opnaði Gaspare Campari síðan vínbar við dómkirkjutorgið í Mílanó, Camparino in Galleria, við innganginn í hinni frægu gleryfirbyggðu verslunargötu Galleria Vittorio Emanuele, sem til varð um svipað leyti. Þangað soguðust listamenn og bóhemar borgarinnar og bitterinn rauði varð stöðugt vinsælli. Það var síðan sonurinn, Davide Campari, sem lét reisa fyrstu Campari-verksmiðjuna í Sesto San Giovanni í útjaðri Mílanó árið 1904.

Galleria Vittorio Emanuele í Mílanó – MYND: ÓJ

Landar þeirra Campari-feðga, bræðurnir Luigi og Silvio Barbieri í Padua, löguðu árið 1919 annan og veikari bitter, Aperol, sem nú er í eigu Campari-samsteypunnar. Af öðrum vörumerkjum Campari-samsteypunnar má nefna Cinzano-vermúð, Wild Turkey-búrbon, Bulldog-gin, Skyy-vodka, freyðivínið Riccadonna – og að ógleymdum franska Grand Marnier, sem blandað er úr konjaki og appelsínulíkjör. 

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …