Samfélagsmiðlar

Meiri stýring á Airbnb ætti ekki að þurfa koma niður á afkastagetu ferðaþjónustu

„Það er mikilvægt til þess að ferðaþjónustan geti byggst upp, vaxið og dafnað í góðri sátt við samfélagið allt," segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem vill koma böndum á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, talar á afmælisráðstefnu SAF. MYND: ÓJ

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hún þær reglur sem settar voru í tíð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í ráðuneyti ferðamála árið 2018. Sagði Kristrún reglurnar gera fyrirtækjum, með fjölda íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna, kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði – þó að þær séu sannarlega nýttar í atvinnurekstri. Á sama tíma þurfi eigendur hótela að greiða „ allt að tíu sinnum hærri” fasteignagjöld. Þetta hafa forsvarsmenn íslenskra hótela ítrekað gagnrýnt.

Í nýjum kjarapakka boðar Samfylkingin aðgerðir til að ná stjórn á Airbnb og skammtímaleigu. Aðspurð um til hvaða aðgerða eigi að grípa, segir Kristrún í skriflegu svari til FF7 að það fyrsta sem þurfi að gera sé að vinda ofan af fyrrnefndri skekkju í samkeppnisstöðu gagnvart regluverki, sköttum og gjöldum.

„Það skýtur líka skökku við að innheimta gistináttagjald af allri gistingu í landinu nema heimagistingu. Þetta gjald er meira að segja innheimt af tjaldstæðum. Eftirlit með því að farið sé að settum reglum í heimagistingu ætti líka að vera öflugra. Og sveitarfélög verða að hafa auknar heimildir sjálf til að hafa stjórn á staðsetningu og magni íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna. Við vitum einnig af ferðamannaborgum þar sem heimagisting hefur verið takmörkuð við útleigu á eigin lögheimili eða til dæmis einni íbúð umfram það, sem er möguleiki en yrði kannski umdeildara.”

Formaður Samfylkingarinnar segir þó að kerfinu verði „ekki breytt 1, 2 og 3 og án fyrirvara.” 

„En þetta ætti að vera stefnan. Það er mikilvægt til þess að ferðaþjónustan geti byggst upp, vaxið og dafnað í góðri sátt við samfélagið allt. Þannig fáum við líka mest verðmæti út úr greininni í heild til framtíðar. Með auknu valdi sveitarfélaganna yfir eigin skipulagi myndast líka svigrúm til að haga reglunum eftir stöðu og atvinnuuppbyggingu hvers staðar fyrir sig, því að staðan er ólík á milli þéttbýlisstaða og svæða.”

Af þeim gistinóttum sem útlendingar kaupa hér á landi þá er nærri fimmtungur í heimagistingu. Vægi þessa kosts er því hátt. 

Er ekki hætt við að afkastageta ferðaþjónustunnar skerðist verulega með harðari reglum um heimagistingu?

„Jafnvel þó að við náum stjórn á Airbnb og skammtímaleigu íbúða þá ætti það ekki að þurfa að koma niður á afkastagetu ferðaþjónustunnar. Framboðið á íbúðum í skammtímaleigu gæti minnkað — en fyrirtækin verða að sitja við sama borð. Á móti gæti myndast aukinn hvati til hóteluppbyggingar og uppbyggingar á öðru atvinnuhúsnæði sem mætti nýta í skammtímaleigu til ferðamanna. Það verður líka að gæta þess í öllum svona breytingum að ganga ekki of hart fram eða of hratt. Þetta mætti aldrei framkvæma þannig að það drægi skyndilega úr afkastagetu ferðaþjónustunnar.”

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …