Samfélagsmiðlar

Meiri stýring á Airbnb ætti ekki að þurfa koma niður á afkastagetu ferðaþjónustu

„Það er mikilvægt til þess að ferðaþjónustan geti byggst upp, vaxið og dafnað í góðri sátt við samfélagið allt," segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem vill koma böndum á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, talar á afmælisráðstefnu SAF. MYND: ÓJ

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hún þær reglur sem settar voru í tíð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í ráðuneyti ferðamála árið 2018. Sagði Kristrún reglurnar gera fyrirtækjum, með fjölda íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna, kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði – þó að þær séu sannarlega nýttar í atvinnurekstri. Á sama tíma þurfi eigendur hótela að greiða „ allt að tíu sinnum hærri” fasteignagjöld. Þetta hafa forsvarsmenn íslenskra hótela ítrekað gagnrýnt.

Í nýjum kjarapakka boðar Samfylkingin aðgerðir til að ná stjórn á Airbnb og skammtímaleigu. Aðspurð um til hvaða aðgerða eigi að grípa, segir Kristrún í skriflegu svari til FF7 að það fyrsta sem þurfi að gera sé að vinda ofan af fyrrnefndri skekkju í samkeppnisstöðu gagnvart regluverki, sköttum og gjöldum.

„Það skýtur líka skökku við að innheimta gistináttagjald af allri gistingu í landinu nema heimagistingu. Þetta gjald er meira að segja innheimt af tjaldstæðum. Eftirlit með því að farið sé að settum reglum í heimagistingu ætti líka að vera öflugra. Og sveitarfélög verða að hafa auknar heimildir sjálf til að hafa stjórn á staðsetningu og magni íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna. Við vitum einnig af ferðamannaborgum þar sem heimagisting hefur verið takmörkuð við útleigu á eigin lögheimili eða til dæmis einni íbúð umfram það, sem er möguleiki en yrði kannski umdeildara.”

Formaður Samfylkingarinnar segir þó að kerfinu verði „ekki breytt 1, 2 og 3 og án fyrirvara.” 

„En þetta ætti að vera stefnan. Það er mikilvægt til þess að ferðaþjónustan geti byggst upp, vaxið og dafnað í góðri sátt við samfélagið allt. Þannig fáum við líka mest verðmæti út úr greininni í heild til framtíðar. Með auknu valdi sveitarfélaganna yfir eigin skipulagi myndast líka svigrúm til að haga reglunum eftir stöðu og atvinnuuppbyggingu hvers staðar fyrir sig, því að staðan er ólík á milli þéttbýlisstaða og svæða.”

Af þeim gistinóttum sem útlendingar kaupa hér á landi þá er nærri fimmtungur í heimagistingu. Vægi þessa kosts er því hátt. 

Er ekki hætt við að afkastageta ferðaþjónustunnar skerðist verulega með harðari reglum um heimagistingu?

„Jafnvel þó að við náum stjórn á Airbnb og skammtímaleigu íbúða þá ætti það ekki að þurfa að koma niður á afkastagetu ferðaþjónustunnar. Framboðið á íbúðum í skammtímaleigu gæti minnkað — en fyrirtækin verða að sitja við sama borð. Á móti gæti myndast aukinn hvati til hóteluppbyggingar og uppbyggingar á öðru atvinnuhúsnæði sem mætti nýta í skammtímaleigu til ferðamanna. Það verður líka að gæta þess í öllum svona breytingum að ganga ekki of hart fram eða of hratt. Þetta mætti aldrei framkvæma þannig að það drægi skyndilega úr afkastagetu ferðaþjónustunnar.”

Nýtt efni

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …