Samfélagsmiðlar

Nær sósunni aldrei eins og hjá mömmu

Þau eru fá sem hafa alist upp við að borða rjúpu á jólunum sem geta hugsað sér að snæða eitthvað annað á aðfangadagskvöld. Einn þeirra er Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari sem segir það jaðra við lögbrot að borða ekki rjúpu á jólunum. 


Víkingurinn Úlfar talar í gemsa - MYND: Karl Petersson

Úlfar er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann verið í fararbroddi matreiðslumenningar hér á landi árum saman. Auk þess að vera manna fróðastur um villibráð er hann líka Íslandsmeistari í grænmetisréttum og gaf nýverið út bókina Veislumatur Landnámsaldar ásamt Kristbirni Helga Björnssyni sagnfræðingi og Karli Petersson ljósmyndara.

Höfundar bókarinnar Veislumatur landnámsaldar: Úlfar, Kristbjörn og Karl – MYND: Facebook/Drápa

„Ég er skapandi í matargerð allt árið um kring en á jólunum kemur ekkert annað til greina en rjúpurnar eins og mamma hafði þær. Þær hef ég borðað frá því að ég fæddist og þetta eru bara lög á mínu heimili. Þó að ég hafi sjálfur skotið rjúpur í gegnum tíðina þá passa ég mig á því að borða þær bara á aðfangadag og aldrei annars. Einu sinni var mér boðið út að borða og kokkurinn fékk að ráða matnum. Í aðalrétt voru rjúpur og ég varð að afsaka mig og fá að senda þær til baka því það var ekki aðfangadagur og þá bara gat ég ekki borðað þær,“ segir Úlfar.

Hann lagar rjúpuna að mestu eins og mamma hafði þær, nema nú léttsteikir hann bringu og læri en leyfir hinu að malla í pottinum. Sósunni segir hann sig þó aldrei ná alveg nákvæmlega eins og hún hefur hana. „Við kokkarnir erum vanir að nota allskyns grænmeti og krydd við að búa til soð en aldrei var ég að ná þessu almennilega þegar kom að sósunni með rjúpunum og spurði mömmu út í þetta. Hún sagði að allt þetta yfirgnæfði svo rjúpubragðið og það eina sem hún notaði væri einfaldlega salt og pipar til að leyfa bragðinu að koma í gegn. Þetta fór að ganga betur hjá mér eftir það.“

MYND: Drápa

Aðspurður hvort honum þyki skemmtilegra að elda jólamatinn eða borða hann segir hann upplifunina alla vera mjög samhangandi. „Mér finnst svo gaman að elda jólamatinn. Að brúna rjúpurnar og fá lyktina í húsið. Þá er voðalega gaman. Ég er alltaf farinn að hlakka til löngu fyrir jól að fá rjúpur því jólaupplifunin öll tengist þeim svo sterkt. Þetta er allt svo heilagt einhvern veginn. Við erum yfirleitt með humar í forrétt en það getur verið breytilegt og í eftirrétt bý ég til ís eftir uppskriftinni hennar mömmu.“

Matarhefðir hafa líklegast verið Úlfari sérstaklega hugleiknar undanfarin misseri en í bókinni Veislumatur Landnámsaldar lagar hann uppskriftir út frá þeim hráefnum sem stóð forfeðrum okkar til boða á sínum tíma. „Kristbjörn Helgi rannsakaði Íslendingasögurnar út frá tilvitnunum um mat og svo tengdum við þetta saman og ég kem með mínar samsetningar á réttum út frá því sem völ var á á þessum tíma. Ég var ekkert að nútímavæða þetta neitt, heldur vildi vera trúr tíðarandanum og til dæmis var grænmeti og krydd af skornum skammti svo ramminn af bókinni var skapaður út frá þeim heimildum sem við höfðum. Við leituðum til fornleifafræðinga bæði hér heima og í Skandinavíu og í Svíþjóð komumst við í samband við fornleifafræðinga sem höfðu til að mynda ágætis heimildir um fæðu fólks út frá kamri sem þeir höfðu grafið upp frá árinu 860. Í bókinni er meðal annars uppskrift að skreiðasúpu, rostungssúpu og grilluðum geirfugli sem eðli málsins samkvæmt var vandkvæðum háð að fara nákvæmlega eftir en við fundum skapandi lausn á því,“ segir Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari að lokum.

Jólamatur landnámsmanna? – MYND: Karl Petersson




Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …