Samfélagsmiðlar

Feneyingar takmarka stærð ferðahópa

Í júní mega að hámarki 25 manna ferðahópar koma til Feneyja og bannað verður að nota gjallarhorn eða hátalara á almannafæri. Áður hafði verið ákveðið að innheimta gjald af daggestum.

Feneyjar

Hæfilega stór ferðahópur í Feneyjum

„Ég held að þetta eigi ekki eftir að breyta miklu. Feneyjar eru einstakur staður og allir vilja berja þær augum. Eftir heimsfaraldurinn vilja fleiri koma. En þegar stórir hópar flykkjast að og talað er í hátalara þá er töfrum borgarinnar spillt – ekki bara fyrir sjálfum íbúunum heldur líka öðrum ferðamönnum. Það verður að skipuleggja þessar heimsóknir betur í þágu ferðaþjónustunnar en líka vegna íbúanna sem eru að gefast upp og flytjast í burtu,“ segir Feneyingurinn Francesco Da Mosto, sagnfræðingur og arkitekt, í viðtali við Newshour á BBC, í tilefni af nýjustu ákvörðunum borgaryfirvalda um að stemma stigu við troðningstúrismanum í Feneyjum. 

Ferðahópur frá Asíu á Markúsartorginu – MYND: ÓJ

Fyrr í vetur var greint frá því að daggestir þurfi að borga 5 evrur á tilteknum 30 dögum – um helgar og hátíðir – í vor og sumar. Íbúarnir sjálfir, bílstjórar ogbátastjórnendur, stúdentar, börn og þau sem gista í borginni sleppa við að greiða gjaldið. Nú hefur verið ákveðið til viðbótar að frá júníbyrjun verði stærð ferðamannahópa takmörkuð við 25 manns, eða sem svarar um hálffullri rútu, og leiðsögumönnum verður meinað að notast við gjallarhorn eða hátalara, sem valda íbúum miklu ónæði og trufla vegfarendur. Með þessari ráðstöfun er vonast til að ekki verði jafn mikill troðningur á þröngum götum og brúm Feneyja og í eyjunum vinsælu úti á flóanum: Burano, Murano og Torcello.  

Á leið út í Murano – MYND: ÓJ

Leiðsögumaður með hóp í Burano – MYND: ÓJ

Feneyjar hafa verið fjölsóttur ferðamannastaður frá því á 18. öld og þjónusta við gesti verið mikilvægt lifibrauð íbúa en fjöldatúrismi síðustu áratuga hefur jafnt og þétt hrakið íbúanna á brott – ágangurinn hefur gert borgina illþolanlega til búsetu. 

Þó að yfirvöld hafi gripið til ýmissa ráðstafana til að hemja álagið, eins og að banna komur skemmtiferðaskipa inn að miðborginni, hefur skort framsýni og áræði til að stýra betur daglegu álagi. Þetta hefur orðið til þess að íbúum hefur fækkað hratt í gömlu borginni. Á árum seinni heimsstyrjaldar bjuggu þar um 175 þúsund manns en einungis 49 þúsund eru þar heimilisfastir nú. Hverju íbúðarhúsinu af öðru hefur verið breytt í gistiheimili eða hótel. 

Nú eru íbúar Feneyja innan við 50 þúsund – MYND: ÓJ

Árið 2022 voru um 3,2 milljónir gistinátta skráðar í Feneyjum en þær voru væntanlega eitthvað fleiri á nýliðnu ári. Daggestir eru þó margfalt fleiri. Talið er að um 30 milljónir manna komi til Feneyja á ári hverju og allir vilja fara um og sjá sömu staðina: Rialto-brúna og Markúsartorg. Augljóst er að grípa verður til fleiri ráðstafana og dreifa betur gestakomum. Það kom skýrt fram í viðtalinu við Feneyinginn Francesco Da Mosto en hann virtist ekki hafa alltof mikla trú á að honum yrði að ósk sinni.  

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …