Samfélagsmiðlar

Huggulega höfuðborgin

Það býður sennilega engin önnur höfuðborg í Evrópu upp á jafn afslappaða stemningu og sú slóvenska. 

Ljubljana stendur fyllilega undir öllum fagurgalanum um hversu glæsileg hún er. Gamla byggðin samanstendur af klassískum byggingum frá barokk tímanum og upphafi síðustu aldar og nýleg mannvirki eru fá. Klisjan um að tíminn hafi staðið í stað á því ágætlega við þegar borginni er lýst. Toppurinn á öllu saman er svo kastalinn sem stendur á hárri hæð í borgarmiðjunni. Kannski ekki mikilfenglegasti kastali álfunnar en nógu glæsilegur til að draga að fjölda ferðamanna. Leiðin þangað upp liggur í gegnum fallegar götur og nokkuð brattan stíg sem er þó flestum fær. Útsýnið ofan af hæðinni svíkur ekki.

Kertalýsing við árbakkann

Annar miðpunktur er Presernov torgið við Þreföldu brúnna svokölluðu sem liggur yfir Ljubljanica ána. Torgið er fínn upphafsreitur á rölti á milli þeirra sérverslana og veitingastaða sem standa við árbakkann og í hliðargötunum.

Það er úr miklum fjölda matsölustaða að velja á þessu svæði en óhætt er að mæla með lókal stöðunum. Réttirnir sem þar eru á boðstólum eru oftar en ekki upprunalega frá nágrannaríkjunum en hafa verið lagaðir að smekk heimamanna. Það er því hægt að fá fínustu pastarétti og líka vel steikt svín með súrkáli sem bragðast ekki síður vel en vestan og norðan megin við landamærin. Með matnum eru svo drukkin slóvensk vín enda kjósa íbúarnir miklu frekar léttvín en bjór.

Á kvöldin skapast góð stemning við árbakkann þegar kertaljós loga á útiborðum veitingahúsanna og fjöldi fólks situr að snæðingi. Akkúrat á þeirri stundu er Ljubljana í essinu sínu.

Bílar bannaðir

Eitt af því fyrsta sem maður tekur eftir þegar komið er inn í miðborg Ljubljana er hversu bílaumferðin er lítil. Og reyndar er það svo að í stórum hluta hennar eru bílar hreinlega bannaðir. Mannfjöldinn og Ljubljanica-áin sem rennur í gegnum borgina skapa því hljóðmúrinn en ekki vélapúst og bílflaut. Þetta mættu fleiri borgir taka upp eftir Slóvenum því það er ekki að sjá að bílabannið fæli fólk frá. Matarmarkaður borgarbúa blómstrar til dæmis við árbakann jafnvel þó bílastæði séu fá og fólk þurfi að halda á vörunum töluverðan spotta. Á markaðinum geta túristar líka náð sér í ódýran matarbita og sest svo á bekk og virt fyrir sér mannlífið.  

Ljubljana er engin stórborg enda búa þar aðeins tvö hundruð og áttatíu þúsund manns. Hún þekur heldur ekki stórt svæði og það er því hægðarleikur að rölta á milli markverðustu staðanna og stoppa við og við til að njóta þess sem veitingafólkið hefur upp á að bjóða. Þægilegri ramma er vart hægt að hugsa sér fyrir helgarferð þar sem markmiðið er að sjá eitthvað nýtt, borða vel og slappa af.

NÝJAR GREINAR: Fríið bætir fjölskyldulífiðBestu strendur Skandinavíu
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í Kaupmannahöfn fyrir lesendur Túrista

Mynd af Þreföldu brúnni: www.slovenia.info; Ljósmyndari: T. Reisner

 

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …