Samfélagsmiðlar

Huggulega höfuðborgin

Það býður sennilega engin önnur höfuðborg í Evrópu upp á jafn afslappaða stemningu og sú slóvenska. 

Ljubljana stendur fyllilega undir öllum fagurgalanum um hversu glæsileg hún er. Gamla byggðin samanstendur af klassískum byggingum frá barokk tímanum og upphafi síðustu aldar og nýleg mannvirki eru fá. Klisjan um að tíminn hafi staðið í stað á því ágætlega við þegar borginni er lýst. Toppurinn á öllu saman er svo kastalinn sem stendur á hárri hæð í borgarmiðjunni. Kannski ekki mikilfenglegasti kastali álfunnar en nógu glæsilegur til að draga að fjölda ferðamanna. Leiðin þangað upp liggur í gegnum fallegar götur og nokkuð brattan stíg sem er þó flestum fær. Útsýnið ofan af hæðinni svíkur ekki.

Kertalýsing við árbakkann

Annar miðpunktur er Presernov torgið við Þreföldu brúnna svokölluðu sem liggur yfir Ljubljanica ána. Torgið er fínn upphafsreitur á rölti á milli þeirra sérverslana og veitingastaða sem standa við árbakkann og í hliðargötunum.

Það er úr miklum fjölda matsölustaða að velja á þessu svæði en óhætt er að mæla með lókal stöðunum. Réttirnir sem þar eru á boðstólum eru oftar en ekki upprunalega frá nágrannaríkjunum en hafa verið lagaðir að smekk heimamanna. Það er því hægt að fá fínustu pastarétti og líka vel steikt svín með súrkáli sem bragðast ekki síður vel en vestan og norðan megin við landamærin. Með matnum eru svo drukkin slóvensk vín enda kjósa íbúarnir miklu frekar léttvín en bjór.

Á kvöldin skapast góð stemning við árbakkann þegar kertaljós loga á útiborðum veitingahúsanna og fjöldi fólks situr að snæðingi. Akkúrat á þeirri stundu er Ljubljana í essinu sínu.

Bílar bannaðir

Eitt af því fyrsta sem maður tekur eftir þegar komið er inn í miðborg Ljubljana er hversu bílaumferðin er lítil. Og reyndar er það svo að í stórum hluta hennar eru bílar hreinlega bannaðir. Mannfjöldinn og Ljubljanica-áin sem rennur í gegnum borgina skapa því hljóðmúrinn en ekki vélapúst og bílflaut. Þetta mættu fleiri borgir taka upp eftir Slóvenum því það er ekki að sjá að bílabannið fæli fólk frá. Matarmarkaður borgarbúa blómstrar til dæmis við árbakann jafnvel þó bílastæði séu fá og fólk þurfi að halda á vörunum töluverðan spotta. Á markaðinum geta túristar líka náð sér í ódýran matarbita og sest svo á bekk og virt fyrir sér mannlífið.  

Ljubljana er engin stórborg enda búa þar aðeins tvö hundruð og áttatíu þúsund manns. Hún þekur heldur ekki stórt svæði og það er því hægðarleikur að rölta á milli markverðustu staðanna og stoppa við og við til að njóta þess sem veitingafólkið hefur upp á að bjóða. Þægilegri ramma er vart hægt að hugsa sér fyrir helgarferð þar sem markmiðið er að sjá eitthvað nýtt, borða vel og slappa af.

NÝJAR GREINAR: Fríið bætir fjölskyldulífiðBestu strendur Skandinavíu
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í Kaupmannahöfn fyrir lesendur Túrista

Mynd af Þreföldu brúnni: www.slovenia.info; Ljósmyndari: T. Reisner

 

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …