Samfélagsmiðlar

Gistingin dýrust í Moskvu

Þó verðskrár hótelanna í höfuðborg Rússlands hafi lækkað frá því í fyrra er hvergi dýrara að gista en þar.

Gistinótt í Moskvu kostar að meðaltali rúmar fjörtíu og sjö þúsund íslenskar krónur. Hvergi annars staðar þurfa ferðamenn að borga jafn mikið fyrir hótelherbergi. Þetta er niðurstaða könnunar fyrirtækisins Hogg Robinson Group á þróun verðlags á gististöðum í fimmtíu borgum á fyrri helmingi síðasta árs.

Hóteleigendur í Moskvu eru ekki þeir einu sem hafa þurft að sætta sig við lækkandi prísa því það var aðeins í 12 borgum af þessum fimmtíu sem verðið hækkaði á milli síðustu tveggja ára. Þar á meðal í Hong Kong um þrettán af hundraði og um fimm prósent í Zurich og Stokkhólmi.

Þetta eru tíu dýrustu borgirnir að gista í:

 Borg
 Meðalverð á gistinótt*
1. Moskva 47.259 kr.
2. Genf 41.329 kr.
3.
 Zurich 38.959 kr.
4. Stokkhólmur 37.582 kr.
5. París 36.342 kr.
6. Hong Kong
 34.951 kr.
7.
 New York
 34.520 kr.
8.
 Washington 34.288 kr.
9.
 Osló 33.484 kr.
10.
 Abu Dhabi
 32.949 kr.

*Umreiknað í íslenskar krónur.

TENGDAR GREINAR: Útpæld hótel á góðu verði í Amsterdam, Barcelona, Berlín, Glasgow og Madrid
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á gistingu í Kaupmannahöfn, London og Berlín

Mynd: Archer10 – Flickr.com (Creative Commons)

Bookmark and Share

Nýtt efni

Evrópusambandið verður að reisa hindranir gagnvart innflutningi á rafbílum frá Kína. Þetta voru meginskilaboð Ursulu von der Leyen, forseta Framkvæmdastjóranr Evrópusambandsins, á flokksþingi Kristilegra demókrata í Þýskalandi í Berlín í gær. Þangað hélt von der Leyen eftir að hafa einmitt hitt Xi Jingping, forseta Kína, ásamt Emmanuel Macron, Frakklandsforseta. Ursula von der Leyen var um …

„Rauðvínsfólkið hefur verið svolítið út undan en við erum afar meðvituð um þá miklu spurn sem er eftir góðu, óáfengu rauðvíni. Að okkar mati hafa hins vegar engir framleiðendur haft til að bera það sem við sækjumst eftir í góðu rauðvíni – fyrr en núna,“ segir Sólrún María Reginsdóttir, framkvæmdastjóri Akkúrat, sem sérhæfir sig í …

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði nokkuð umfram íbúðaverð í fyrra samkvæmt nýjum Peningamálum Seðlabankans. Þar segir að þessi þróun sé í takt við fjölgun fólks á leigumarkaði og eins séu vísbendingar um aukna skammtímaleigu til ferðamanna. Þessar verðhækkanir hafa haldið áfram í ár því vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu fór upp um 8,1 prósent frá maí í …

Síðasta ár var slegið met í sölu farmiða í skemmtiskipaferðir í heiminum - og mestur er og verður gangurinn í siglingum um Karíbahafið, þar sem Royal Caribbean-félagið er umsvifamikið. Orðrómur hefur verið á kreiki um að skipafélagið ætli að fjölga verulega í starfsmannahópi sínum til að anna mikilli eftirspurn. Reuters-fréttastofan hafði það svo í vikunni …

Fyrstu þrjá mánuði ársins flugu frá Keflavíkurflugvelli 460 þúsund útlendingar sem er viðbótum um tíund frá sama tímabili í fyrra. Erlend kortanotkun á íslenskum matsölustöðum jókst hlutfallslega jafn mikið og nam 9,6 milljörðum króna samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Ferðafólk kaupir sér líka mat og drykk í stórmörkuðum og dagvöruverslunum og þar jókst erlenda kortavelta um …

Japanski bílaframleiðandinn Toyota setti met bæði í tekjum og hagnaði á nýliðnu fjárhagsári sem lauk í mars. Tekjurnar í fyrra námu 45.100 milljörðum jena sem samsvarar um 41 billjón íslenskra króna. Ríflega tíunda hvert jen sem kom í kassann hjá þessum stærsta bílaframleiðanda í heimi var hreinn hagnaður. Afkoman í fyrra var betri en reiknað …

Samninganefndir Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins gengu frá kjarasamningi til fjögurra ára við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia í gærkvöld. Verkfallsaðgerðum sem hefjast áttu klukkan fjögur í nótt hefur verið aflýst en þær hefðu að mestu haft áhrif á farþega Icelandair og Play. Kjarasamningurinn er til fjögurra ára en til samanburðar gildir tímabundinn samningur flugumferðarstjóra …

Varað hefur verið við umtalsverðum hækkunum á sumarfargjöldum vegna kostnaðarhækkana og skorts á flugvélum til að anna mikilli eftirspurn. Ef marka má ummæli Michael O´Leary, forstjóra Ryanair, er óvíst að það gangi eftir. Írski forstjórinn sagði við fréttamenn í dag að horfur væru á að verðið hækkaði minna en gert hafði verið ráð fyrir. Í …