
Það eru meiri líkur á heitum degi í London um páskana en Kaupmannahöfn og helmingi líklegra að það verði skýjað í Seattle i júní en í Bergen.
Verður not fyrir stuttbuxur í Munchen fyrstu vikuna í maí og þarf að taka með sér regnhlíf til Mílanó um miðjan júlí? Þó ekki sé hægt að svara þessu með vissu má komast nærri svarinu á heimasíðunni Wunderground.com. Þar spá menn fyrir um hvernig muni viðra hér og þar í framtíðinni og byggja spárnar á áratuga gömlum veðurfarsupplýsingum.
Þeir sem eru búnir að fá nóg af kulda og trekki ættu, samkvæmt spá Wunderground, frekar að fara til London um páskana en til Kaupmannahafnar því það eru fjórum sinnum meiri líkur á að hitinn fari yfir sextán gráður í suðurhluta Bretlands en við Eyrarsund undir lok apríl. Og standi valið á milli New York ferðar í byrjun júní eða júlí þá skal hafa í huga að það eru helmingi meiri líkur á að hitinn fari þar vel yfir þrjátíu gráðurnar í júli en í júní. Hins vegar er rigning algengara fyrirbæri á Manhattan í byrjun sumars en á því miðju.
Þeir sem vilja kynna sér langtímaspá Wunderground áður en sumarferðin er bókuð smella hér.
TENGDAR GREINAR: Útpæld hótel á góðu verði í Amsterdam, Barcelona, Berlín, Glasgow og Madrid
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á gistingu í Kaupmannahöfn, London og Berlín