Samfélagsmiðlar

Það er dýrt að nota hraðbanka í útlöndum

Það getur kostað allt að 1500 krónum meira að taka út 300 evrur í erlendum hraðbanka en í útibúi hér heima. Þeir ferðamenn sem sækja sér reglulega skotsilfur í útlöndum gætu aukið kostnað utanlandsferðarinnar um tugi þúsunda.

Þú borgar að lágmarki 440 til 675 krónur fyrir að nota erlendan hraðbanka með íslensku kreditkorti. Fari úttektin yfir 15 til 25 þúsund krónur hækkar þóknunin og nemur þá 2,5 til 4,5 prósent af upphæðinni. Kjörin ráðast af tegund kortsins og viðskiptabankanum.

Ferðamaður með Mastercard eða Visa sem tekur út fimmtíu þúsund krónur, í erlendri mynt, borgar 1250 krónur í þóknun. Sá sem er með American Express borgar 2250 krónur enda er gjaldið 4,5 prósent á því korti.

Hver vill borga 4000 fyrir 3300 krónur?

Þegar gjaldeyrir er keyptur í útibúi hér á landi þarf að greiða fyrir hann samkvæmt seðlagengi bankans. Það er einu til tveimur prósentum hærra en almenna gengið. Kortagengið er álíka hátt og seðlagengið. Munurinn á að borga með reiðufé eða korti í útlöndum er því lítill.

En eins og dæmið hér að ofan sýnir þá er það þóknunin fyrir að taka út í hraðbanka sem getur reynst ferðamönnum kostnaðarsöm. Við hana bætist einnig gjald sem eigandi hraðbankans leggur ofan á. Sá sem sækir sér reiðufé nokkrum sinnum á meðan á dvölinni í útlöndum stendur eyðir því mörgum þúsundum króna, jafnvel tugþúsundum, í þóknanir.

Þar sem lágmarksþóknun banka og kreditkortafyrirtækja hér á landi er oftast tæplega 700 krónur þá borgar það sig ekki að taka út lágar upphæðir. Til dæmis yrði korthafi sem tæki út 20 evrur (um 3300 krónur) að borga þessa lágmarksþóknun. Hann borgar því 4000 krónur fyrir 3300 króna úttekt. Það eru ekki góð kaup.

Debetkort ódýrari kostur

Langflestum þykir vafalítið óþægilegt að ganga um með mikið reiðufé á sér. Sérstaklega í útlöndum. Skynsamlegast leiðin er því líklega að nota kort á veitingastöðum og verslunum en reiðufé til alls annars. Hins vegar verður að hafa í huga að í sumum löndum, t.d. í Danmörku bæta veitingamenn kortagjaldinu ofan á reikning þeirra sem borga með plasti.

Ef það skapast þörf fyrir meira reiðufé þá er ódýrara að nota debetkort en kreditkort í hraðbönkum úti því þóknunin á þeim er um einu prósenti lægri. Kortagengið er hins vegar það sama fyrir þessar tvær tegundir greiðslukorta.

NÝJAR GREINAR: 5 góð kaffihús í Kaupmannahöfn

Mynd: Túristi

 

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …