Samfélagsmiðlar

5 góð kaffihús í Kaupmannahöfn

Hér ættu kaffiþyrstir túristar í Kaupmannahöfn að vera í góðum málum.

Í borg þar sem tvöfaldur espressó kostar um 500 íslenskar krónur og latte ekki undir 750 þá skiptir máli að velja kaffihúsin vel. Útsendari Túrista hefur þrætt stræti Kaupmannahafnar í mörg ár og hér eru þeir fimm staðir sem hann kemur á aftur og aftur. Staðirnir eiga það allir sammerkt að bjóða nær eingöngu upp kaffi og sætabrauð.

Við Ráðhústorgið

Risteriet – Hér er baunirnar ristaðar á staðnum og gestirnir sitja á barstólum við þrjú háborð og smakka á framleiðslu hússins. Þetta er látlaus staður þar sem fólk kemur til að fá skammtinn sinn og heldur svo ferðinni áfram. Risteriet er við Studiestræde 36 (hinn eina sanna Menntaveg) rétt ofan við Ráðhústorgið.

HÓTELTILBOÐ FYRIR TÚRISTA Í KÖBEN

Við Kóngsins nýjatorg

The Coffee Factory – Hér var boðið upp á besta kaffi bæjarins að mati lesenda Berlingske árið 2010. Staðurinn er við fjölfarna götu sem liggur út frá Kongens Nytorv. Við þennan miðpunkt Kaupmannahafnar er nóg framboð af dýru, meðalgóðu kaffi og því best að kíkja við á Gothersgade 21 vilji maður vera viss um að fá almennilega hressingu.

Á Norðurbrú

Superkaffeforsyningen – Íbúar Nørrebro er eiginlega ofdekraðir þegar kemur að kaffi enda mýmörg góð kaffihús í hverfinu. Við Møllegade 3, rétt við Assistens kirkjugarðinn þar sem H.C. Andersen og sennilega Jónas Hallgrímsson liggja, opnaði fyrir ári síðan lítill, huggulegur kaffistaður sem hefur unnið hug og hjörtu íbúanna. Hér er svarti drykkurinn allt í öllu en hægt að fá smá að maula með og morgunmat.

Við Nørreport lestarstöðina

Coffee Collective – Rétt við fjölförnustu lestarstöð borgarinnar standa Torvehallerne, nýr matarmarkaður borgarinnar. Besta kaffið á þessum vel lukkaða markaði er á Coffee Collective (við Vendersgade). Eigendurnir hafa sjálfir keypt baunirnar beint af bónda. Kaffið er því mönnum hér mikil alvara og líka þeim Íslendingum sem vinna þarna. Coffee Collective er einnig að finna við Jægerborggade 10 á Norðurbrú.

Í Christianshavn

Sweat Treat – Þar sem aðalkokkur Noma, besta veitingastaðar í heimi, kaupir kaffið sitt þar er þyrstum ferðamönnum óhætt. Ekki skemmir heldur fyrir að Skt Annæ gade er ein krúttlegasta gata Kaupmannahafnar og því tilvalið að sitja úti með veitingarnar. Sweet Treat serverar líka mjög gott ískaffi á sumrin sem kostar reyndar hátt í þúsund íslenskar.

TENGDAR GREINAR: Gott kaffi í Gautaborg


Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …