Samfélagsmiðlar

Skandinavískt sumarfrí

Það er flogið beint til átta borga og bæja í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Það er því engin ástæða til að byrja og enda ferðalagið á sama flugvelli.

Er kominn tími til að gera frændþjóðunum góð skil? Í sumar geturðu byrjað reisuna um Skandinavíu í Stavanger og flogið heim frá Stokkhólmi eða tekið ferju frá Kaupmannahöfn til Oslóar. Hér eru nokkrir útgangspunktar fyrir þá túrista sem vilja ekki vera bundna af því enda ferðalagið á sama flugvelli og það hófst.

Bjartviðri hjá bóhemum

Kragerø við Oslóarfjörð og Skagen, nyrsti bær Jótlands, eiga það sammerkt að hafa verið heimkynni nokkurra af þekktustu listmálurum Norðurlanda og og vera mjög sólríkir bæir. Það er hægt að gera þessum björtu listamannanýlendum skil í einni utanlandsferð með því að nýta sér ferjusiglingar Stena Line milli Oslóar og Frederikshavn á Jótlandi. Þar má svo leigja bíl og kynna sér nyrsta hluta Jótlands áður en haldið er heim frá Billund.

Á slóðir Astridar

Er kominn tími á að fara með börnin í heimsókn til Línu, Emils og Kalla á þakinu? Skemmtigarður Astridar Lindgren er miðja vegu á milli Stokkhólms og Gautaborgar en flogið er héðan til beggja þessara borga. Ef ferðalagið hefst í Stokkhólmi liggur beint við að heimsækja Junibacken safnið þar sem persónur úr bókum Astridar eru í aðalhlutverki. Síðan er tilvalið að borða á Wasahof bístróinu við Dalagatan 46 en skáldkonan bjó fyrir ofan veitingastaðinn í 61 ár. Síðan er lestin tekin til Vimmberby og þar má leigja kofa í tvær nætur á meðan á meðan skemmtigarðinum Astrid Lindgrens värld eru gerð góð skil. Við komuna til Gautaborgar er stutt í Liseberg, stærsta skemmtigarð Norðurlanda.

Siglt milli flugvalla

Það tekur um tíu tíma að keyra frá Bergen norður til Þrándheims en það er örugglega miklu skemmtilegra að gefa sér 37 tíma í túrinn um borð í ferju Hurtigruten. Tveggja nátta sigling kostar um fimmtíu þúsund krónur með norska skipafélaginu en einnig er hægt að fara mun lengri norður með Hurtigruten.

Nýjar danskar kartöflur

Uppáhalds kartöflur Dana eru upprunar á eyjunni Samsø úti fyrir austurstönd Jótlands. Til þessarar litlu eyju má sigla frá Kalundborg á Sjálandi eftir að hafa endurnýjað kynni sín af Kaupmannahöfn. Við komuna til Samsø er rakleiðis haldið á næstu krá og pantaður kartoffelmad; rúgbrauð með þunnt sneiddum, köldum kartöflum, majónesi og graslauk. Ferðinni er svo haldið áfram yfir á eina fastaland Dana og flogið heim frá Billund, heimabæ Legósins.

Tvær höfuðborgir í einu

Oslóarbáturinn siglir frá Nordhavn í Kaupmannahöfn seinnipart dags og kemur til Oslóar morguninn eftir. Þar sem flugsamgöngur milli Keflavíkur og þessara tveggja borga eru mjög góðar má reglulega finna ódýra flugmiða á þessum leiðum.

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl


Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …