Samfélagsmiðlar

Skandinavískt sumarfrí

Það er flogið beint til átta borga og bæja í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Það er því engin ástæða til að byrja og enda ferðalagið á sama flugvelli.

Er kominn tími til að gera frændþjóðunum góð skil? Í sumar geturðu byrjað reisuna um Skandinavíu í Stavanger og flogið heim frá Stokkhólmi eða tekið ferju frá Kaupmannahöfn til Oslóar. Hér eru nokkrir útgangspunktar fyrir þá túrista sem vilja ekki vera bundna af því enda ferðalagið á sama flugvelli og það hófst.

Bjartviðri hjá bóhemum

Kragerø við Oslóarfjörð og Skagen, nyrsti bær Jótlands, eiga það sammerkt að hafa verið heimkynni nokkurra af þekktustu listmálurum Norðurlanda og og vera mjög sólríkir bæir. Það er hægt að gera þessum björtu listamannanýlendum skil í einni utanlandsferð með því að nýta sér ferjusiglingar Stena Line milli Oslóar og Frederikshavn á Jótlandi. Þar má svo leigja bíl og kynna sér nyrsta hluta Jótlands áður en haldið er heim frá Billund.

Á slóðir Astridar

Er kominn tími á að fara með börnin í heimsókn til Línu, Emils og Kalla á þakinu? Skemmtigarður Astridar Lindgren er miðja vegu á milli Stokkhólms og Gautaborgar en flogið er héðan til beggja þessara borga. Ef ferðalagið hefst í Stokkhólmi liggur beint við að heimsækja Junibacken safnið þar sem persónur úr bókum Astridar eru í aðalhlutverki. Síðan er tilvalið að borða á Wasahof bístróinu við Dalagatan 46 en skáldkonan bjó fyrir ofan veitingastaðinn í 61 ár. Síðan er lestin tekin til Vimmberby og þar má leigja kofa í tvær nætur á meðan á meðan skemmtigarðinum Astrid Lindgrens värld eru gerð góð skil. Við komuna til Gautaborgar er stutt í Liseberg, stærsta skemmtigarð Norðurlanda.

Siglt milli flugvalla

Það tekur um tíu tíma að keyra frá Bergen norður til Þrándheims en það er örugglega miklu skemmtilegra að gefa sér 37 tíma í túrinn um borð í ferju Hurtigruten. Tveggja nátta sigling kostar um fimmtíu þúsund krónur með norska skipafélaginu en einnig er hægt að fara mun lengri norður með Hurtigruten.

Nýjar danskar kartöflur

Uppáhalds kartöflur Dana eru upprunar á eyjunni Samsø úti fyrir austurstönd Jótlands. Til þessarar litlu eyju má sigla frá Kalundborg á Sjálandi eftir að hafa endurnýjað kynni sín af Kaupmannahöfn. Við komuna til Samsø er rakleiðis haldið á næstu krá og pantaður kartoffelmad; rúgbrauð með þunnt sneiddum, köldum kartöflum, majónesi og graslauk. Ferðinni er svo haldið áfram yfir á eina fastaland Dana og flogið heim frá Billund, heimabæ Legósins.

Tvær höfuðborgir í einu

Oslóarbáturinn siglir frá Nordhavn í Kaupmannahöfn seinnipart dags og kemur til Oslóar morguninn eftir. Þar sem flugsamgöngur milli Keflavíkur og þessara tveggja borga eru mjög góðar má reglulega finna ódýra flugmiða á þessum leiðum.

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl


Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …