Samfélagsmiðlar

Gist á heimili vinar sem þú hefur aldrei hitt

homeexchange mynd

Mikill fjöldi íslenskra meðlima að Home Exchange hefur vakið athygli forsvarsmanna fyrirtækisins sem halda fund hér um helgina fyrir áhugasama um íbúðaskipti. Mikill fjöldi íslenskra meðlima að Home Exchange hefur vakið athygli forsvarsmanna fyrirtækisins sem halda fund hér um helgina fyrir áhugasama um íbúðaskipti.
Í dag eru nærri 900 íslenskir gistikostir á skrá hjá vefsíðunni Home Exchange en þar geta íbúðaeigendur í mismunandi löndum skipt á heimilum sínum í styttri tíma. Skráningum hér á landi hefur fjölgað um nærri fimmtung frá því í haust og þessi mikli áhugi Íslendinga á íbúðaskiptum er kveikjan að heimsókn Alexandra Origet du Cluzeau, upplýsingafulltrúa Home Exchange, hingað til lands. En á sunnudag ætlar hún kynna starfsemi fyrirtækisins í Salnum í Kópavogi og um leið styrkja tengslin við núverandi meðlimi eins og hún orðar það. „Meðlimir okkar eru ekki hefðbundnir ferðamenn því þeir dvelja að jafnaði í tvær vikur á hverjum stað enda þurfa þeir ekkert að borga fyrir gistinguna heldur aðeins fyrir flugið. Þetta er líka hópur sem kýs, oftar en ekki, að ferðast utan háannatíma þegar fargjöldin eru lægri,” segir Alexandra í samtali við Túrista og bætir því að margir fá líka afnot af bílum þegar þeir skipta á heimilum sínum við aðra. „Þetta er því umhverfisvænn ferðamáti því fólk er að nota það sem fyrir er á viðkomandi stað.”

Tvöfalt fleiri vilja til Íslands

Fyrir aðild að Home Exchange eru greiddar 17 þúsund krónur á ári og í staðinn fá íbúðaeigendur aðgang að vefsíðu fyrirtækisins og geta einnig leitað til þjónustufulltrúa ef eitthvað kemur upp. Hins vegar fara engar greiðslur á milli meðlimanna sjálfra. Að sögn Alexandra Origet du Cluzeau aukast möguleikar Íslendinga á að finna heppileg íbúðaskipti hratt því nú setja um 1400 erlendir meðlimir Home Exchange Ísland á lista sinn yfir þá áfangastaði sem þeir vilji heilst heimsækja. Þetta eru tvöfalt fleiri valkostir en fyrir ári síðan og þetta er því enn eitt dæmið um hversu vinsælt ferðamannaland Ísland er orðið.
Lengi vel voru íbúðaskiptin bundin við tvo aðila en með nýju kerfi sem kallast „Passport” þá getur fólk reynt að skipta á íbúðum við þriðja aðilann.

Allt annað en Airbnb

Meðal síauknum umsvifum Airbnb þá hefur heimagistingin orðið vinsæll kostur fyrir ferðafólk en á sama tíma umdeild leið og til að mynda gengu í gildi ný lög um heimagistingu hér á landi um áramótin til að takmarka starfsemina. Aðspurð um skoðun sína á Airbnb segir Alexandra að fyrirtækið hafi verið frumkvöðull í að fá fólk til að sjá kosti þess að deila heimilum sínum. Hins vegar verði ekki horft framhjá því að útbreiðsla Airbnb hafi valdið vanda á leigumarkaði í vinsælum ferðamannaborgum eins og Reykjavík, Berín og Barcelona og heimamenn sjálfir eigi því erfiðara með að finna sér íbúðir en áður. „HomeExchange er allt öðruvísi því þar skiptist fólk á heimilum án endurgjalds. Þetta er eins og að búa heima hjá vini sem þú hefur aldrei hitt,” segir Alexandra að lokum.
Hægt er að tryggja sér frían miða á kynningarfundinn í Salnum á sunnudag hér.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …