Samfélagsmiðlar

Gist á heimili vinar sem þú hefur aldrei hitt

homeexchange mynd

Mikill fjöldi íslenskra meðlima að Home Exchange hefur vakið athygli forsvarsmanna fyrirtækisins sem halda fund hér um helgina fyrir áhugasama um íbúðaskipti. Mikill fjöldi íslenskra meðlima að Home Exchange hefur vakið athygli forsvarsmanna fyrirtækisins sem halda fund hér um helgina fyrir áhugasama um íbúðaskipti.
Í dag eru nærri 900 íslenskir gistikostir á skrá hjá vefsíðunni Home Exchange en þar geta íbúðaeigendur í mismunandi löndum skipt á heimilum sínum í styttri tíma. Skráningum hér á landi hefur fjölgað um nærri fimmtung frá því í haust og þessi mikli áhugi Íslendinga á íbúðaskiptum er kveikjan að heimsókn Alexandra Origet du Cluzeau, upplýsingafulltrúa Home Exchange, hingað til lands. En á sunnudag ætlar hún kynna starfsemi fyrirtækisins í Salnum í Kópavogi og um leið styrkja tengslin við núverandi meðlimi eins og hún orðar það. „Meðlimir okkar eru ekki hefðbundnir ferðamenn því þeir dvelja að jafnaði í tvær vikur á hverjum stað enda þurfa þeir ekkert að borga fyrir gistinguna heldur aðeins fyrir flugið. Þetta er líka hópur sem kýs, oftar en ekki, að ferðast utan háannatíma þegar fargjöldin eru lægri,” segir Alexandra í samtali við Túrista og bætir því að margir fá líka afnot af bílum þegar þeir skipta á heimilum sínum við aðra. „Þetta er því umhverfisvænn ferðamáti því fólk er að nota það sem fyrir er á viðkomandi stað.”

Tvöfalt fleiri vilja til Íslands

Fyrir aðild að Home Exchange eru greiddar 17 þúsund krónur á ári og í staðinn fá íbúðaeigendur aðgang að vefsíðu fyrirtækisins og geta einnig leitað til þjónustufulltrúa ef eitthvað kemur upp. Hins vegar fara engar greiðslur á milli meðlimanna sjálfra. Að sögn Alexandra Origet du Cluzeau aukast möguleikar Íslendinga á að finna heppileg íbúðaskipti hratt því nú setja um 1400 erlendir meðlimir Home Exchange Ísland á lista sinn yfir þá áfangastaði sem þeir vilji heilst heimsækja. Þetta eru tvöfalt fleiri valkostir en fyrir ári síðan og þetta er því enn eitt dæmið um hversu vinsælt ferðamannaland Ísland er orðið.
Lengi vel voru íbúðaskiptin bundin við tvo aðila en með nýju kerfi sem kallast „Passport” þá getur fólk reynt að skipta á íbúðum við þriðja aðilann.

Allt annað en Airbnb

Meðal síauknum umsvifum Airbnb þá hefur heimagistingin orðið vinsæll kostur fyrir ferðafólk en á sama tíma umdeild leið og til að mynda gengu í gildi ný lög um heimagistingu hér á landi um áramótin til að takmarka starfsemina. Aðspurð um skoðun sína á Airbnb segir Alexandra að fyrirtækið hafi verið frumkvöðull í að fá fólk til að sjá kosti þess að deila heimilum sínum. Hins vegar verði ekki horft framhjá því að útbreiðsla Airbnb hafi valdið vanda á leigumarkaði í vinsælum ferðamannaborgum eins og Reykjavík, Berín og Barcelona og heimamenn sjálfir eigi því erfiðara með að finna sér íbúðir en áður. „HomeExchange er allt öðruvísi því þar skiptist fólk á heimilum án endurgjalds. Þetta er eins og að búa heima hjá vini sem þú hefur aldrei hitt,” segir Alexandra að lokum.
Hægt er að tryggja sér frían miða á kynningarfundinn í Salnum á sunnudag hér.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …