Samfélagsmiðlar

Viltu vinna 270 þúsund gjafakort upp í ferð til Tenerife?

Það er ekkert lát á vinsældum Spánar og þangað streyma íslenskir ferðamenn allt árið um kring. Taktu þátt í einföldum ferðaleik og þú gætir unnið gjafakortið.

LEIKNUM ER LOKIÐ. Nafn vinningshafans verður birt bráðlega.

Spánn hefur lengi verið einn þeirra áfangastaða sem laðar til sín flesta ferðamenn enda hefur landið upp á ótrúlega margt að bjóða. Aftur og aftur heldur fólk því í frí til Spánar þó tilgangur ferðanna geti verið mismunandi í hvert og eitt skipti. Og nú í vetur er hægt að fljúga beint frá Íslandi til Alicante, Barcelona, Madrídar, Las Palmas og Tenerife og má reikna með að þúsundir Íslendinga nýti sér þessar góðu samgöngur. Í þeim stóra hópi verða vinningshafinn í þessum ferðaleik Ferðamálaráðs Spánar.
Í vinning er gjafakort að verðmæti 270 þúsund upp í Tenerife ferð með VITA og til að eiga möguleika á vinningi þá þarf að svara eftirfarandi spurningu rétt og fylla út reitina hér að neðan ásamt því að haka í boxin tvö. Senda þarf inn svör fyrir 21. nóvember.

Fyrirvari: TURESPAÑA, sem ber ábyrgð á þínum persónuupplýsingum, upplýsir að farið verður með þessar upplýsingar í fullu samærmi við gildandi lög um persónuupplýsingar (Reglur: (EU) 2016/679 (GDPR), Lög (ES) 15/1999 (LOPD) og Hin konunglega forskrift (ES) 1720/2007 (RDLOPD), þar sem ætlunin er að senda fréttir og upplýsingar sem tengjast ferðalögum um Spán ásamt markaðssetningu á ferðaþjónustu frá TURESPAÑA. Þú hefur ávallt rétt á aðgangi, breytingum eða eyðingu upplýsinganna. Sá sem ber ábyrgð á utanumhaldi á þínum persónuupplýsingum er Spænska ferðamálaráðið –TURESPAÑA-. Það eru opinber, spænsk samtök sem hafa það að aðalmarkmiði að markaðssetja ferðaþjóustu Spánar. Hin lögfræðilegi grundvöllur fyrir meðhöndlun upplýsinganna auk dreifingar á upplýsingum byggir á þínu samþykki. Þær persónuupplýsingar sem gefar voru má geyma eins lengi og þú afskráir þig ekki. Persónuupplýsingar þínar verði ekki færðar þriðja aðila. Á þeim upplýsingum sem gefnar voru útbúum við greiningu sem stuðst er við svo upplýsingarnar sem sendar eru út séu viðeigandi. Það eru ekki gerðar sjálfvirkar ákvarðanir sem byggja á þessari greiningu. Þú hefur rétt á aðgangi, breytingu, eyðingu gagnanna eða takmarka aðgang hvenær sem er og getur líka andmælt persónuupplýsingunum með því að senda erindi á eftirfarandi netfang: [email protected], þar sem þú setur í fyrirsögn þann rétt sem þú vilt nýta þér. Einnig er hægt að senda skriflegt erindi til Poeta Joan Maragall 41, Madrid 28020.

Nýtt efni

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …