Samfélagsmiðlar

10 áhugaverðustu ferðamannaborgir næsta árs

Ferðaskríbentar Lonely Planet hafa birt lista sinn yfir þær borgir sem þeim þykja mest spennandi fyrir árið sem er næstum því handan við hornið.

Hin ljúfa stemning í Kaupmannahöfn heillar marga.

Þrátt fyrir að ferðabækur Lonely Planet seljist í minni upplögum en áður þá þykir það ennþá flott í ferðageiranum að komast á árlega topplista útgáfunnar. Og til marks um það þá hafa danskir fjölmiðlar síðustu daga sagt frá því að Kaupmannahöfn er að þessu sinni í efsta sæti á lista Lonely Planet yfir áhugaverðustu ferðamannaborgirnar árið 2019.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að hin svala danska höfuðborg sé óstöðvandi. Þar fái sælkerar gott að borða í öllum verðflokkum, heimsókn í Tívólí í febrúar sé heillandi og spennandi að skíða niður brekkuna sem liggur frá þaki nýju endurvinnslustöðvarinnar á Amager. Danska arkitektasafnið á líka skilið að fá meiri athygli og svo munar nú um það að um mitt næsta ár er ætlunin að leggja lokahönd á metrólínuna sem tengir saman borgina. Framkvæmdir við hana hafa nefnilega svo sannarlega reynt á þolrif borgarbúa síðustu ár.

Frá Keflavíkurflugvelli fljúga Icelandair, SAS og WOW air allt árið um kring til flugvallarins sem kenndur er við Kastrup. Og beint úr flugstöðvarbyggingunni er einmitt hægt að taka metró beint niður í bæ fyrir lítið og ferðalagið er örstutt. Aðeins ein önnur borg á topplista Lonely Planet tengist leiðakerfi Keflavíkurflugvallar og það er Seattle í Bandaríkjunum. Þangað fljúga þotur Icelandair eina til tvær ferðir á dag.

Toppborgir ársins 2019 að mati Lonely Planet.
  1. Kaupmannahöfn, Danmörk
  2. Shenzen, Kína
  3. Novi Sad, Serbía
  4. Miami, Bandaríkin
  5. Kathmandu, Nepal
  6. Mexíkó borg, Mexíkó
  7. Dakar, Senegal
  8. Seattle, Bandaríkin
  9. Zadar, Króatía
  10. Meknés, Marókkó

ÞESSU TENGT: 10 bestu ódýru hótelin í Kaupmannahöfn

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …