Samfélagsmiðlar

Tjá sig ekki um vanskil á flugvöllum landsins

Rekstur flugfélaga er víða þungur þessi misserin og nýverið þurfti Isavia að færa niður rúmlega tveggja milljarða kröfu vegna ógreiddra flugvallagjalda WOW air. Isavia veitir engar upplýsingar um hvort notendagjöld flugfélaga eru öll í skilum í dag.

Þota WOW sem var kyrrsett eftir fall félagsins í lok mars.

Á síðustu tveimur árum hafa stjórnendur Isavia þrívegis gripið til þess ráðs að kyrrsetja flugvélar vegna vangreiddra flugvallagjalda. Fyrst var snjóplógum Isavia á Keflavíkurflugvelli styllt upp við þotu Airberlin í lok október 2017 og komst flugvélin ekki í hendur þrotabús félagsins fyrir tæpum tveimur vikum síðar eftir að skuldin hafði verið gerð upp. Í byrjun þessa árs var svo komið af samskonar aðgerð á Reykjavíkurflugvelli vegna nærri hundrað milljón krónar skuldar Ernis sem samið var um.

Nýjasta dæmið er svo Airbus þota sem WOW air var með á leigu en réttur Isavia til að stöðva ferðir þeirrar vélar fór um dómskerfið og endaði með því að eigandinn fékk hana í hendur á ný nú í sumar. Isavia sat hins vegar uppi með ógreidda 2,1 milljarðs króna kröfu. Forsvarsfólk Isavia náði þó ekki taki á einni af þotum Primera Air í fyrrahaust. Daginn sem félagið fór í þrot kom nefnilega engin af vélum félagsins, sem var í eigu Andra Más Ingólfssonar, til Íslands og tugmilljóna skuld þess lenti á hinu opinbera Isavia.

Nýleg dæmi um vanskil á flugvallagjöldum hér á landi eru því nokkur. Isavia vill þó ekki upplýsa hvort öll flugfélög sem nýta sér flugvelli landsins séu í skilum í dag. Í svari fyrirtækisins, við fyrirspurn Túrista, segir aðeins að Isavia tjái sig ekki um einstaka viðskiptavini sína eða hóp viðskiptavina og stöðu þeirra.

Af þeim evrópsku flugfélögum sem hafa orðið gjaldþrota í ár, að WOW undanskildu, þá var það eingöngu Germania sem stundaði reglulegt Íslandsflug. Þotur slóvenska flugfélagsins Adria Airways komu hingað í stakar ferðir en hvorki flugfélög Thomas Cook samsteypunnar né frönsku flugfélögin XL Airways og Aigle Azur voru fastagestir við Keflavíkurflugvöll.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …