Samfélagsmiðlar

Norwegian þarf meira fé

Miklar afskriftir á skuldum, nýtt hlutafé og ríkislán duga Norwegian flugfélaginu ekki til að komast í gegnum veturinn.

Farþegatekjur Norwegian féllu um 99 prósent á öðrum ársfjórðungi og rektsrartap félagasins, fyrir skatt, nam einum og hálfum milljarði norskra króna. Það jafngildir 23,5 milljörðum íslenskra króna.

Til viðbótar eru horfurnar í rekstri flugfélagsins óljósar líkt og fram kom í máli forstjórans, Jakob Schram, á fundi með fjárfestum í morgun. Hann sagði eftirspurn eftir flugi til og frá Noregi vera litla en rekstur Norwegian í öðrum löndum liggur að mestu í dvala nú um stundir.

Til marks um það þá fljúga þotur félagsins aðeins til Keflavíkurflugvallar frá Ósló þessa dagana en ekki frá Alicante og Barcelona eins og upphaflega hafði verið lagt upp með.

Norwegian fór í gegnum umfangsmikla fjárhagslega endurskipulagninu í vor. Þá eignuðust í raun lánadrottnar, aðallega flugvélaleigur, félagið gegn því að afskrifa kröfur. Á sama tíma fór félagið í hlutafjárútboð sem skilaði því um sex milljörðum íslenskra króna.

Þar með uppfyllti Norwegian loks skilyrði norskra stjórnvalda fyrir ríkisláni upp á þrjá milljarða norskra króna eða 47 milljarða íslenskra króna.

Þrátt fyrir þessa innspýtingu er útlit fyrir að Norwegian þurfi á meira fé að halda til að koma sér í gegnum veturinn. Þetta staðfesti Schram forstjóri í morgun. Hann sagði fyrirtækið eiga í viðræðum við stjórnvöld í Danmörku og Svíþjóð um fjárhags stuðning. En hingað til hafa ráðamenn í þessum löndum ekki gefið nein vilyrði fyrir láni til Norwegian. Aftur á móti ætla ríkin tvö að halda áfram að styðja við rekstur SAS.

Þrátt fyrir þrönga stöðu þá er Norwegian að fjölga ferðum því í september er áformað að tuttugu og fimm þotur félagsins verði á flugi. Það er aukning um fimm flugvélar frá því sem nú er.

Norwegian hefur lengi veitt Icelandair harða samkeppni í flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku líkt og Túristi rakti fyrr í vor. Framtíðarspá Icelandair gerir aftur á móti ráð fyrir minni samkeppni á helstu flugleiðum frá Bandaríkjunum næstu ár. Hvort það gangi eftir ræðst að einhverju leyti af því hvort Norwegian fær aukið fé í vetur eða ekki.

Nýtt efni

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …