Samfélagsmiðlar

Segja mjög litlar líkur á því að Vita þurfi fjárhagslegan stuðning

Ef Icelandair Group þarf að ganga á lánalínu ríkisins þá má lánsféð aðeins nýta í flugrekstur samsteypunnar. Stjórnendur Icelandair flokka Vita sem flugrekstur og segja ferðaskrifstofuna standa fjárhagslega vel.

Hjá Vita er hægt að kaupa pakkaferðir en líka flugsæti og í langflestum tilvikum er þá flogið með Icelandair.

Nú er unnið að sölu Iceland Travel út úr Icelandair Group en ferðaskrifstofan hefur lengi verið ein sú umsvifamesta í skipulagningu á Íslandsferðum. Hins vegar verður Vita, sem selur Íslendingum utanlandsferðir, ekki seld þar sem hún er flokkuð sem hluti af flugrekstri samsteypunnar.

Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Bændaferða og Hey Iceland, sagði samtali við Túrista í síðustu viku að það væri af hinu góða að Icelandair seldi Iceland Travel. Vísaði hann þar til þess að tengsl ferðaskrifstofunnar við flugfélagið hafi líklega skekkt samkeppnisstöðuna. Sævar bætti því við að hann hefði viljað að Icelandair losaði sig einnig við Vita.

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, segist ekki skilja hvernig starfsemi Vita geti verið flokkuð sem flugrekstur af hálfu forráðamanna Icelandair. „Vita er ferðaskrifstofa en ekki flugfélag samkvæmt opinberri skráningu,” ítrekaði Þórunn.

Óheimilt að ráðstafa fé til dótturfélaga

Alþingi setti það skilyrði fyrir nærri 16 milljarða króna lánalínu til Icelandair Group, síðastliðið haust, að þá upphæð megi aðeins nota til að styðja flugrekstur fyrirtækisins.

Spurður hvort eðlilegt væri að lánsféð yrði nýtt til að styðja við rekstur Vita þá segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, að fyrir honum sé málið býsna skýrt. En þess má geta að Willum er fyrrum kennari í ferðamálaskólanum og vann lengi hjá Samvinnuferðum-Landsýn.

Willum vísar í svari sínu til nefndarálits meirihluta fjárláganefndar en þar segir að fjármunum úr lánalínunum hins opinbera verði eingöngu varið til þess að standa skil á almennum rekstrarkostnaði sem tengist flugrekstri Icelandair Group. Að auki verði óheimilt að nýta lánið til fjármögnunar á rekstri eða ráðstafa því með öðrum hætti til dótturfélaga í samstæðu lántaka sem ekki eru í flugrekstri á Íslandi.

Veltan jókst um þriðjung en hagnaðurinn helmingaðist

„Rekstur Vita er sjálfbær. Fyrirtækið fjárhagslega vel statt og mjög litlar líkur á því að það þurfi fjárhagslega aðstoð,“ segir í svari frá Icelandair við fyrirspurn Túrista um hvort stjórnendur Icelandair telji að nota megi ríkislánið til að styðja við rekstur Vita ef til þess kemur.

Samkvæmt síðasta ársreikningi Vita þá nam velta fyrirtækisins um fjórum milljörðum króna árið 2019 og jókst um nærri þriðjung frá árinu 2018. Hagnaðurinn lækkaði hins vegar um helming milli ára og nam 78 milljónum króna í hittifyrra.

Nýta flugflotann betur með Vita um borð

Rök stjórnenda Icelandair, fyrir því að skilgreina Vita sem hluta af flugrekstri samsteypunnar, eru þau að starfsemin sé nátengt flugrekstrarstarfseminni þar sem Vita selur flugsæti og í langflestum tilvikum er flogið með Icelandair.

„Eins og í ýmissi annarri starfsemi okkar, til að mynda hjá Loftleiðum, þá er mikil áhersla hjá VITA á ferðir yfir vetrarmánuðina þegar hægir um í millilandaflugi Icelandair og þar með náum við að nýta flota félagsins betur allan ársins hring. Þetta fer því mjög vel saman. Mjög mörg flugfélög út um allan heim eru með einingar sem leggja áherslu á pakkaferðir,“ segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í svari til Túrista.

„Þetta höfum við séð bæði hérlendis og alþjóðlega í áratugi. Sum flugfélög hafa verið að leggja enn meiri áherslu á þennan hluta af starfsemi sinnar á undanförnum misserum,“ bætir Ásdís við.

Í því samhengi er rétt að minna á að Icelandair er með eigin ferðaskrifstofu innan flugfélagsins. Vita og Iceland Travel eru viðbót við þann rekstur.

Æðstu stjórnendur Icelandair í stjórn Vita

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, er stjórnarformaður Vita og tveir af framkvæmdastjórum samsteypunnar sitja með honum í stjórninni. Þetta fyrirkomulag gagnrýndi forstjóri Úrval-Útsýn í fyrrnefndu viðtali við Túrista.

„Við erum líklega einn stærsti viðskiptavinur Icelandair en viðskiptasambandið er mjög sérstakt að því leyti að forstjóri Icelandair og tveir af framkvæmdastjórum flugfélagsins skipa stjórn Vita, okkar helsta samkeppnisaðila. Hagsmunatengslin gætu ekki verið meiri,” sagði Þórunn.

Aðspurð þessi tengsl milli efstu laga fyrirtækjanna þá bendir Ásdís, upplýsingafulltrúi Icelandair, á að Icelandair og Vita séu bæði í 100 prósent eigu Icelandair Group.

„Félögin eru því hluti af sömu samstæðu og um eina efnahagslega einingu er að ræða. Rekstur Icelandair Group skiptist niður í nokkrar mismunandi einingar þar sem í sumum tilfellum eru einingar í sérstöku félagi.“

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …