Samfélagsmiðlar

Segir kæfandi að eiga í samkeppni við ferðaskrifstofu sem er í eigu stærsta flugfélagsins

Icelandair Group hefur sett ferðaskrifstofuna Iceland Travel á sölu. Áfram ætlar flugfélagið þó halda eftir ferðaskrifstofunni Vita.

„Við erum líklega einn stærsti viðskiptavinur Icelandair en viðskiptasambandið er mjög sérstakt að því leyti að forstjóri Icelandair og tveir af framkvæmdastjórum flugfélagsins skipa stjórn Vita, okkar helsta samkeppnisaðila. Hagsmunatengslin gætu ekki verið meiri,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn.

Henni þykir það merkilegt að stjórnendur Icelandair Group skilgreini ferðaskrifstofuna Vita sem hluta af flugstarfsemi fyrirtækisins eins og fram kom hér á Túrista í gær. Vita verður þar með ekki seld út úr Icelandair samstæðunni en söluferli á ferðaskrifstofunni Iceland Travel er að hefjast.

„Vita er ferðaskrifstofa en ekki flugfélag samkvæmt opinberri skráningu,“ bendir Þórunn á.

Hún segist jafnframt viss um að Icelandair myndi aldrei komast upp með það erlendis í dag að reka eigin ferðaskrifstofur í samkeppni við þarlenda aðila.

„Ég er sannfærð um að ef stjórnendur Icelandair myndu fylgja sömu línu hér á landi og þeir gera út í heimi þá hefði íslenski ferðaskrifstofumarkaðurinn fært þeim mun meiri viðskipti en raunin hefur verið. Það er nefnilega kæfandi að þurfa að eiga í samkeppni við ferðaskrifstofu sem eru í eigu þess flugfélags sem er með stóran hluta af öllum samgöngum til og frá landinu,“ bætir Þórunn við.

Og það eru fleiri sem hefðu viljað sjá draga úr umsvifum Icelandair á ferðaskrifstofumarkaði. Í viðtali við Túrista í gær sagði Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Bændaferða og Hey Iceland, að hann hefði viljað að Icelandair seldi einnig Vita. Vísaði hann meðal annars til þess að tengsl Iceland Travel við Icelandair hefðu líklega skekkt samkeppnisstöðuna á markaðnum.

Þórunn ítrekar að umsvif Icelandair í ferðaskrifstofurekstri takmarkast ekki bara við Vita og Iceland Travel því flugfélagið er einnig með eigin ferðaskrifstofu innanhús sem setur saman pakkaferðir.

„Þessi innanhúsferðaskrifstofa er svo sennilega ein sú stærsta á landinu þó það fáist ekki uppgefið hversu mikil veltan í þessari hliðardeild er,“ segir forstjóri Úrval-Útsýn að lokum.

Nýtt efni

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …

Þessar breytingar á álögum á skemmtiferðaskipin sem koma til Grænlands taka gildi 1. janúar 2024. Við gerð fjárlaga síðasta árs náðist samkomulag milli flokkanna á grænlenska þinginu um að hefja að nýju innheimtu farþegagjalda. Hafnargjald var látið leysa farþegagjald af hólmi árið 2015. Vegna fjölgunar skemmtiferðaskipa og álagsins sem fylgir komum þeirra fyrir lítil samfélög …

norwegian vetur

„Umferðin í nóvember er alla jafna minni og líka í janúar og febrúar. Þú hefur þá um tvennt að velja. Fljúga með óbreyttum hætti, lækka verðið og fljúga hálftómum þotum. Hinn kosturinn er að minnka framboðið og spara pening. Áður fyrr valdi Norwegian fyrri leiðina en nýir stjórnendur hafa kosið seinni kostinn," sagði Svein Harald …