Samfélagsmiðlar

Ekki eining í hluthafahópi Eldeyjar með samrunann við Kynnisferðir

Ennþá er beðið eftir úrskurði Samkeppniseftirlitsins vegna samruna fjárfestingasjóðsins Eldeyjar og Kynnisferða. Það mun þó ekki vera eina hindrunin sem stendur í vegi fyrir þessum áætlunum.

Stóran hluta síðasta árs var unnið að samruna Kynnisferða og fjárfestingasjóðsins Eldeyjar. Í desember var svo tilkynnt að málið væri í höfn en þó með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þaðan hefur erindið þó ekki ennþá verið afgreitt.

Lífeyrissjóðir fara samtals með um sjötíu prósent hlut í Eldey og þeir stóðu til að mynda að hálfs milljarða hlutafjáraukningu í Eldey sl. vor.

Í hópi minni hluthafa í Eldey eru fjárfestar sem ekki eru sáttir við samrunann við Kynnisferðir og samkvæmt heimildum Túrista fara þar fremstir stjórnendur og meirihlutaeigendur hópbifreiðafyrirtækisins Gray Line, eins helsta keppinautar Kynnisferða. 

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir í svari til Túrista að hann muni ekki tjá sig um stöðu mála að svo stöddu. Hann vísar einfaldlega til þess að sá hlutur sem hann fer fyrir í Eldey hafi verið til sölu í þrjú ár. 

Eldey hefur einbeitt sér að fjárfestingum í ferðaþjónustufyrirtækjum sem sérhæfa sig í afþreyingu fyrir ferðamenn. Sem fyrr segir hefur sjóðurinn þó verið rekinn með umtalsverðu tapi síðustu ár en hann er í umsjón Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka.

Þær eignir sem Eldey leggur inn í sameinað félag eru hlutir sjóðsins í Arcanum fjallaleiðsögumönnum, Logakór og Sportköfunarskóla Íslands auk minnihlutaeignar í Íslenskum Heilsulindum. Hlutur Eldeyjar í Norðursiglingu verður hins vegar ekki tekinn með.

Eigendur Kynnisferða eignast 65 prósent hlut í sameiginlegu félagi og hluthafar Eldeyjarsjóðsins fá 35 prósent.

Formaður stjórnar Eldeyjar er Hildur Árnadóttir sem jafnframt er formaður stjórnar Íslandsstofu. Aðrir stjórnarmenn eru Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, Arnar Þórisson, stjórnarformaður í Kilroy, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel. Framkvæmdastjóri er Hrönn Greipsdóttir.

Nýtt efni

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …