Samfélagsmiðlar

Að hámarki 24 ferðir í viku til N-Ameríku

Svona lítur dagskrá vikunnar út hjá Play næsta sumar.

Play verður með sex Airbus þotur í flota sínum næsta sumar.

Sumaráætlun Play er að taka á sig mynd því í vikunni hófst sala á ferðum til fjögurra evrópskra áfangastaða. Það á þó enn eftir að setja inn ríflega helming af framboðinu miðað við þau afköst sem félagið getur náð með sex þotur í flota sínum.

Gera má ráð fyrir að ferðir til Kaupmannahafnar og Amsterdam fylli upp í töluvert af lausa plássinu því sala á sumarflugi þangað er ekki hafin. Eins liggur ekki fyrir hvaða borgir verða fyrir valinu í Norður-Ameríku en stofnendur Play horfðu upphaflega til bandarísku borganna Baltimore, Boston, New York og Toronto í Kanada.

Ljóst er að flugfélagið mun ekki halda úti daglegum ferðum til svo margra áfangastaða vestanhafs því á mánudögum, þriðjudögum, föstudögum og laugardögum eru nú þegar komnar þrjár brottfarir til Evrópu seinnipart dags.

Það verður því í mesta lagi hægt að bæta þremur ferðum til Bandaríkjanna eða Kanada við þessa daga vikunnar. Hina dagana eru fjórar þotur ennþá lausar fyrir Ameríkuflug seinnipart dags. Það eru því í mesta lagi pláss fyrir 24 ferðir í viku til Norður-Ameríku næsta sumar.

Spurður út í Ameríkuflugið þá segir Birgi Jónsson, forstjóri Play, að stefnt sé að tíðum ferðum til þriggja til fjögurra staða vestanhafs og nokkrir kostir séu í stöðinni. Birgir bætir því við að línur varðandi úthlutum á afgreiðslutímum á flugvöllum fari að skýrast í næstu viku en félagið muni þó ekki tilkynna strax hvaða áfangastaðir verða fyrir valinu.

Þess má geta að þegar Wow Air hóf flug til Bandaríkjanna þá var flogið alla daga vikunnar nema laugardaga til bæði Baltimore og Boston.

Óljóst hvað gerist í Danmörku og Hollandi

Sem fyrr segir er Play ekki farið að selja farmiða til Kaupmannahafnar og Amsterdam næsta sumar. Í vor gerir félagið þó ráð fyrir að fljúga daglega til Kastrup og í öllum tilvikum á morgnana, öfugt við það sem nú er.

Telja má líklegt að Play fjölgi ferðunum til Kaupmannahafnar í sumar því Icelandair nær að halda úti allt að fimm ferðum á dag til dönsku höfuðborgarinnar yfir sumarið. Auk þess fljúga þotur SAS hingað daglega frá Kastrup og markaðurinn er því stór.

Sömu sögu er að segja um Amsterdam en sú borg hefur lengi verið mikilvæg fyrir tengiflug Icelandair til Norður-Ameríku. Play eykur þá líkurnar á góðum árangri í Amsterdam með því að gefa farþegum val um tíðar ferðir.

Nýtt efni

Sjálfbærnifulltrúar fyrirtækja og verkefnisstjórar í umhverfismálum, og aðrir starfsmenn með svipaða starfstitla, sinna sífellt mikilvægari og umfangsmeiri viðfangsefnum, enda eru umhverfismál — með tilheyrandi kolefnisbókhaldi, úrgangstölum og markmiðum um minni sóun —farin að spila stóra rullu í öllum rekstri.  Við stefnum á að taka hús á nokkrum slíkum starfskröftum á íslenskum vinnumarkaði á komandi vikum. …

Það voru í boði áætlunarferðir til um 60 erlendra borga frá Keflavíkurflugvelli í apríl en oftast tóku flugvélarnar stefnuna á London, Kaupmannahöfn eða New York. Voru brottfarirnar um sex á dag til bresku höfuðborgarinnar en um einni færri til hinna tveggja samkvæmt ferðagögnum FF7. Í Kaupmannahöfn búa margfalt færri en í heimsborgunum tveimur en engu …

Næstum allir þeir útlendingar sem hér dvelja stuttan tíma eru í fríi því aðeins 2,4 prósent segjast vera í vinnuferð. Þetta sýna niðurstöður könnunar Ferðamálastofu sem framkvæmd var í fyrra. Árið 2019 sögðust 2,9 prósent ferðamanna hafi komið til landsins til að sitja ráðstefnu, fara á vinnufundi eða gera annað sem flokka mætti sem vinnu …

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að …

Starfsfólk Lufthansa samsteypunnar lagði niður störf með jöfnu millibili í ársbyrjun og kostuðu aðgerðirnar vinnuveitandann 350 milljónir evra eða um 53 milljarða íslenskra króna. Þetta mat kemur fram í nýju uppgjöri þýsku samsteypunnar sem kynnt var í tengslum við uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung. Þar var tapið 110 milljarðar króna sem er ríflega helmingi meira tap …

Ef einhver hefur dreypt á kampavíni og hugsað sem svo: „Ég myndi njóta þess miklu betur að drekka þetta ef ég vissi nákvæmlega hvað það væru margar loftbólur í þessu glasi“ þá er leitinni hér með lokið. Nýlega hafa vísindamenn sýnt fram á að hægt er að segja nokkuð nákvæmlega til um fjölda búbbla í …

Það var í byrjun október árið 2018 sem flugfélagið Primera Air varð gjaldþrota en það var í eigu Primera Travel Group sem Andri Már Ingólfsson átti. Stuttu eftir gjaldþrotið var eignarhald á nokkrum norrænum ferðaskrifstofum, sem tilheyrðu íslensku samsteypunni, fært yfir í danskt félag, Travelco Nordic. Það var einnig í eigu Andri Más. Íslensku ferðaskrifstofurnar …

Nýjar og strangari reglur Evrópusambandsins um hinn stafræna markað tók gildi í fyrra en tilgangur þeirra er að veita tæknirisum og vinsælum samfélagsmiðlum aðhald. Á grundvelli þessara nýju reglna hefur framkvæmdastjórn ESB nú þegar hafið rannsókn á ákveðnum starfsháttum Apple, Meta og Google og fyrr í dag var tilkynnt um viðbót þar á. Nú beinast …