Samfélagsmiðlar

Að hámarki 24 ferðir í viku til N-Ameríku

Svona lítur dagskrá vikunnar út hjá Play næsta sumar.

Play verður með sex Airbus þotur í flota sínum næsta sumar.

Sumaráætlun Play er að taka á sig mynd því í vikunni hófst sala á ferðum til fjögurra evrópskra áfangastaða. Það á þó enn eftir að setja inn ríflega helming af framboðinu miðað við þau afköst sem félagið getur náð með sex þotur í flota sínum.

Gera má ráð fyrir að ferðir til Kaupmannahafnar og Amsterdam fylli upp í töluvert af lausa plássinu því sala á sumarflugi þangað er ekki hafin. Eins liggur ekki fyrir hvaða borgir verða fyrir valinu í Norður-Ameríku en stofnendur Play horfðu upphaflega til bandarísku borganna Baltimore, Boston, New York og Toronto í Kanada.

Ljóst er að flugfélagið mun ekki halda úti daglegum ferðum til svo margra áfangastaða vestanhafs því á mánudögum, þriðjudögum, föstudögum og laugardögum eru nú þegar komnar þrjár brottfarir til Evrópu seinnipart dags.

Það verður því í mesta lagi hægt að bæta þremur ferðum til Bandaríkjanna eða Kanada við þessa daga vikunnar. Hina dagana eru fjórar þotur ennþá lausar fyrir Ameríkuflug seinnipart dags. Það eru því í mesta lagi pláss fyrir 24 ferðir í viku til Norður-Ameríku næsta sumar.

Spurður út í Ameríkuflugið þá segir Birgi Jónsson, forstjóri Play, að stefnt sé að tíðum ferðum til þriggja til fjögurra staða vestanhafs og nokkrir kostir séu í stöðinni. Birgir bætir því við að línur varðandi úthlutum á afgreiðslutímum á flugvöllum fari að skýrast í næstu viku en félagið muni þó ekki tilkynna strax hvaða áfangastaðir verða fyrir valinu.

Þess má geta að þegar Wow Air hóf flug til Bandaríkjanna þá var flogið alla daga vikunnar nema laugardaga til bæði Baltimore og Boston.

Óljóst hvað gerist í Danmörku og Hollandi

Sem fyrr segir er Play ekki farið að selja farmiða til Kaupmannahafnar og Amsterdam næsta sumar. Í vor gerir félagið þó ráð fyrir að fljúga daglega til Kastrup og í öllum tilvikum á morgnana, öfugt við það sem nú er.

Telja má líklegt að Play fjölgi ferðunum til Kaupmannahafnar í sumar því Icelandair nær að halda úti allt að fimm ferðum á dag til dönsku höfuðborgarinnar yfir sumarið. Auk þess fljúga þotur SAS hingað daglega frá Kastrup og markaðurinn er því stór.

Sömu sögu er að segja um Amsterdam en sú borg hefur lengi verið mikilvæg fyrir tengiflug Icelandair til Norður-Ameríku. Play eykur þá líkurnar á góðum árangri í Amsterdam með því að gefa farþegum val um tíðar ferðir.

Nýtt efni

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …