Samfélagsmiðlar

Lissabon er hagstæðust

Í árlegri breskri könnun á ferðakostnaði skaust Lissabon upp fyrir borgir Austur-Evrópu á lista yfir þá áfangastaði í álfunni þar sem ódýrast er fyrir ferðamanninn að dvelja og njóta lífsins. Dýrustu borgirnar að gista í eru Amsterdam og Feneyjar. Könnunin náði ekki til höfuðborgar Íslands.

Kaffi drukkið við glugga Hotel Lisboa Plaza við Avenida da Liberdade í Lissabon

Þessi umrædda könnun er gerð af Post Office í Bretlandi, opinbert fyrirtæki sem tekur á móti pósti í landinu og rekur jafnhliða sölubúðir. Greindur var kostnaður við ferðir til 35 evrópskra borga. Í ljós kom að í Lissabon er ódýrast að dvelja í fríinu og skákar hún austur-evrópskum borgum sem hafa verið hagstæðastar. Í næstu sætum á eftir Lissabon koma nú Vilníus, Kraká og Aþena. Í hópi með þessum fyrrnefndu borgum teljast Ríga, Zagreb og Búdapest í Austur-Evrópu hagstæðir áfangastaðir en Lille í Frakklandi og næst stærsta borg Portúgals, Portó, eru líka í þessum hópi. 

Hagstæðustu ferðaborgirnar:

1LissabonPortúgal
2Vilníus  Litaén
3KrakáPólland
4AþenaGrikkland
5RígaLettland
6Portó Portúgal   
7ZagrebKróatía
8BúdapestUngverjaland
9VarsjáPólland
10LilleFrakkland

Borinn er saman kostnaður ferðamanna við kaup á hinu og þessu sem algengt er að fylgi ferðalögum, þar á meðal eru þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni, drykkir og tvær nætur á þriggja stjörnu hóteli, skoðanaferð og strætókostnaður.

Kvöld í Lissabon – MYND: ÓJ

Verðlag í Lissabon hafði almennt aðeins hækkað um 2 prósent frá í fyrra. Mestu munar um hversu lítið verð á hótelgistingu í portúgölsku höfuðborginni hefur hækkað, eða aðeins 5,2 prósent frá 2022. Í öðrum borgum sem könnunin náði til hefur hótelverð hækkað miklu meira. Í 27 borganna hefur verð á hótelgistingu hækkað vel yfir 50 prósent. 

Lægsti hótelkostnaður:

1.LissabonPortúgal
2.AþenaGrikkland
3.VilníusLitáen
4.KrakáPólland
5.RígaLettland

Hæsti hótelkostnaður:

1.AmsterdamHolland
2.FeneyjarÍtalía
3.DublinÍrland
4.FlórensÍtalía
5.BelfastNorður-Írland

Afgreiðsla hótels í Feneyjum – MYND: ÓJ

Gistikostnaður í Lissabon er aðeins fjórðungur af því sem hann er í Feneyjum, sem eru næstar á eftir Amsterdam á lista borga með hæsta hótelkostnaðinn. Könnunin náði hvorki til Reykjavíkur né Óslóar, sem telja verður meðal dýrustu borga í álfunni. 

Útsýnisstaður í Lissabon – MYND: ÓJ

Lækkun á gengi breska pundsins og almennar verðhækkanir í Evrópu leiða til þess að breskir ferðamenn þurfa frekar nú en oft áður að vega og meta vel fyrirfram áætlaðan ferðakostnað, leita að hagkvæmustu leiðum til að ferðast og njóta lífsins í sumarfríinu. 

Sardínur í Portó – MYND: ÓJ

Ódýrasti maturinn á veitingahúsi:

1.LissabonPortúgal
2.AþenaGrikkland
3.PortóPortúgal
4.VilníusLitáen
5.ZagrebKróatía

Mathöllin Mercado da Ribeira í Lissabon er vinsæl meðal ferðafólks – MYND: ÓJ

Dýrasti maturinn á veitingahúsi:

1.KaupmannahöfnDanmörk
2.HelsinkiFinnland
3.VínAusturríki
4.GenfSviss
5.NiceFrakkland

Það er frekar ódýrt að ferðast um Lissabon – MYNDIR: ÓJ

Breskir ferðamenn eru nú næst stærsti þjóðarhópurinn í ferðamannaflóru Íslands. Eins og Túristi hefur greint frá þá fóru 127 þúsund útlendingar í gegnum vopnaleitin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl. Þar á meðal voru 24 þúsund Bretar. Aðeins Bandaríkjamenn voru fleiri, eða 38 þúsund. Stór hluti breskra ferðamanna kemur hingað í stuttar ferðir. Flogið er til Íslands frá 13 flugvöllum í Bretlandi. Flestir koma hingað með flugvélum frá Manchester-flugvelli, í næstu sætum eru Heathrow og Gatwick við London. Ljóst er að breskir ferðamenn geta valið um fjölda flugferða á hagstæðu verði – en dálítið annað gildir um verð á gistingu, mat, drykkjum og afþreyingu.

Nýtt efni

Margir sem eru að basla í ferðaþjónustu fjarri höfuðborgarsvæðinu horfa öfundaraugum til Suðurlands, sem nýtur nálægðar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavík - og státar af áfangastöðum sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja og hafa verið mjög vel kynntir síðustu áratugi.   Það er stöðugur straumur ferðamanna um Suðurland, meðfram „gullströndinni,“ sem hótelhaldarinn fyrir austan nefndi svo - …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Í nærri fimmtán hafa Icelandair og bandaríska flugfélagið Jetblue átt í samstarfi sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að kaupa tengiflug með hinu félaginu á einum miða og innrita farangur alla leið. Þannig getur farþegi sem ætlar héðan til Orlando í sumar keypt farið alla leið hjá Icelandair þó flogið sé með Jetblue seinni legginn, frá …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …