Samfélagsmiðlar

Lissabon er hagstæðust

Í árlegri breskri könnun á ferðakostnaði skaust Lissabon upp fyrir borgir Austur-Evrópu á lista yfir þá áfangastaði í álfunni þar sem ódýrast er fyrir ferðamanninn að dvelja og njóta lífsins. Dýrustu borgirnar að gista í eru Amsterdam og Feneyjar. Könnunin náði ekki til höfuðborgar Íslands.

Kaffi drukkið við glugga Hotel Lisboa Plaza við Avenida da Liberdade í Lissabon

Þessi umrædda könnun er gerð af Post Office í Bretlandi, opinbert fyrirtæki sem tekur á móti pósti í landinu og rekur jafnhliða sölubúðir. Greindur var kostnaður við ferðir til 35 evrópskra borga. Í ljós kom að í Lissabon er ódýrast að dvelja í fríinu og skákar hún austur-evrópskum borgum sem hafa verið hagstæðastar. Í næstu sætum á eftir Lissabon koma nú Vilníus, Kraká og Aþena. Í hópi með þessum fyrrnefndu borgum teljast Ríga, Zagreb og Búdapest í Austur-Evrópu hagstæðir áfangastaðir en Lille í Frakklandi og næst stærsta borg Portúgals, Portó, eru líka í þessum hópi. 

Hagstæðustu ferðaborgirnar:

1LissabonPortúgal
2Vilníus  Litaén
3KrakáPólland
4AþenaGrikkland
5RígaLettland
6Portó Portúgal   
7ZagrebKróatía
8BúdapestUngverjaland
9VarsjáPólland
10LilleFrakkland

Borinn er saman kostnaður ferðamanna við kaup á hinu og þessu sem algengt er að fylgi ferðalögum, þar á meðal eru þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni, drykkir og tvær nætur á þriggja stjörnu hóteli, skoðanaferð og strætókostnaður.

Kvöld í Lissabon – MYND: ÓJ

Verðlag í Lissabon hafði almennt aðeins hækkað um 2 prósent frá í fyrra. Mestu munar um hversu lítið verð á hótelgistingu í portúgölsku höfuðborginni hefur hækkað, eða aðeins 5,2 prósent frá 2022. Í öðrum borgum sem könnunin náði til hefur hótelverð hækkað miklu meira. Í 27 borganna hefur verð á hótelgistingu hækkað vel yfir 50 prósent. 

Lægsti hótelkostnaður:

1.LissabonPortúgal
2.AþenaGrikkland
3.VilníusLitáen
4.KrakáPólland
5.RígaLettland

Hæsti hótelkostnaður:

1.AmsterdamHolland
2.FeneyjarÍtalía
3.DublinÍrland
4.FlórensÍtalía
5.BelfastNorður-Írland

Afgreiðsla hótels í Feneyjum – MYND: ÓJ

Gistikostnaður í Lissabon er aðeins fjórðungur af því sem hann er í Feneyjum, sem eru næstar á eftir Amsterdam á lista borga með hæsta hótelkostnaðinn. Könnunin náði hvorki til Reykjavíkur né Óslóar, sem telja verður meðal dýrustu borga í álfunni. 

Útsýnisstaður í Lissabon – MYND: ÓJ

Lækkun á gengi breska pundsins og almennar verðhækkanir í Evrópu leiða til þess að breskir ferðamenn þurfa frekar nú en oft áður að vega og meta vel fyrirfram áætlaðan ferðakostnað, leita að hagkvæmustu leiðum til að ferðast og njóta lífsins í sumarfríinu. 

Sardínur í Portó – MYND: ÓJ

Ódýrasti maturinn á veitingahúsi:

1.LissabonPortúgal
2.AþenaGrikkland
3.PortóPortúgal
4.VilníusLitáen
5.ZagrebKróatía

Mathöllin Mercado da Ribeira í Lissabon er vinsæl meðal ferðafólks – MYND: ÓJ

Dýrasti maturinn á veitingahúsi:

1.KaupmannahöfnDanmörk
2.HelsinkiFinnland
3.VínAusturríki
4.GenfSviss
5.NiceFrakkland

Það er frekar ódýrt að ferðast um Lissabon – MYNDIR: ÓJ

Breskir ferðamenn eru nú næst stærsti þjóðarhópurinn í ferðamannaflóru Íslands. Eins og Túristi hefur greint frá þá fóru 127 þúsund útlendingar í gegnum vopnaleitin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl. Þar á meðal voru 24 þúsund Bretar. Aðeins Bandaríkjamenn voru fleiri, eða 38 þúsund. Stór hluti breskra ferðamanna kemur hingað í stuttar ferðir. Flogið er til Íslands frá 13 flugvöllum í Bretlandi. Flestir koma hingað með flugvélum frá Manchester-flugvelli, í næstu sætum eru Heathrow og Gatwick við London. Ljóst er að breskir ferðamenn geta valið um fjölda flugferða á hagstæðu verði – en dálítið annað gildir um verð á gistingu, mat, drykkjum og afþreyingu.

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …