Samfélagsmiðlar

Lissabon er hagstæðust

Í árlegri breskri könnun á ferðakostnaði skaust Lissabon upp fyrir borgir Austur-Evrópu á lista yfir þá áfangastaði í álfunni þar sem ódýrast er fyrir ferðamanninn að dvelja og njóta lífsins. Dýrustu borgirnar að gista í eru Amsterdam og Feneyjar. Könnunin náði ekki til höfuðborgar Íslands.

Kaffi drukkið við glugga Hotel Lisboa Plaza við Avenida da Liberdade í Lissabon

Þessi umrædda könnun er gerð af Post Office í Bretlandi, opinbert fyrirtæki sem tekur á móti pósti í landinu og rekur jafnhliða sölubúðir. Greindur var kostnaður við ferðir til 35 evrópskra borga. Í ljós kom að í Lissabon er ódýrast að dvelja í fríinu og skákar hún austur-evrópskum borgum sem hafa verið hagstæðastar. Í næstu sætum á eftir Lissabon koma nú Vilníus, Kraká og Aþena. Í hópi með þessum fyrrnefndu borgum teljast Ríga, Zagreb og Búdapest í Austur-Evrópu hagstæðir áfangastaðir en Lille í Frakklandi og næst stærsta borg Portúgals, Portó, eru líka í þessum hópi. 

Hagstæðustu ferðaborgirnar:

1LissabonPortúgal
2Vilníus  Litaén
3KrakáPólland
4AþenaGrikkland
5RígaLettland
6Portó Portúgal   
7ZagrebKróatía
8BúdapestUngverjaland
9VarsjáPólland
10LilleFrakkland

Borinn er saman kostnaður ferðamanna við kaup á hinu og þessu sem algengt er að fylgi ferðalögum, þar á meðal eru þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni, drykkir og tvær nætur á þriggja stjörnu hóteli, skoðanaferð og strætókostnaður.

Kvöld í Lissabon – MYND: ÓJ

Verðlag í Lissabon hafði almennt aðeins hækkað um 2 prósent frá í fyrra. Mestu munar um hversu lítið verð á hótelgistingu í portúgölsku höfuðborginni hefur hækkað, eða aðeins 5,2 prósent frá 2022. Í öðrum borgum sem könnunin náði til hefur hótelverð hækkað miklu meira. Í 27 borganna hefur verð á hótelgistingu hækkað vel yfir 50 prósent. 

Lægsti hótelkostnaður:

1.LissabonPortúgal
2.AþenaGrikkland
3.VilníusLitáen
4.KrakáPólland
5.RígaLettland

Hæsti hótelkostnaður:

1.AmsterdamHolland
2.FeneyjarÍtalía
3.DublinÍrland
4.FlórensÍtalía
5.BelfastNorður-Írland

Afgreiðsla hótels í Feneyjum – MYND: ÓJ

Gistikostnaður í Lissabon er aðeins fjórðungur af því sem hann er í Feneyjum, sem eru næstar á eftir Amsterdam á lista borga með hæsta hótelkostnaðinn. Könnunin náði hvorki til Reykjavíkur né Óslóar, sem telja verður meðal dýrustu borga í álfunni. 

Útsýnisstaður í Lissabon – MYND: ÓJ

Lækkun á gengi breska pundsins og almennar verðhækkanir í Evrópu leiða til þess að breskir ferðamenn þurfa frekar nú en oft áður að vega og meta vel fyrirfram áætlaðan ferðakostnað, leita að hagkvæmustu leiðum til að ferðast og njóta lífsins í sumarfríinu. 

Sardínur í Portó – MYND: ÓJ

Ódýrasti maturinn á veitingahúsi:

1.LissabonPortúgal
2.AþenaGrikkland
3.PortóPortúgal
4.VilníusLitáen
5.ZagrebKróatía

Mathöllin Mercado da Ribeira í Lissabon er vinsæl meðal ferðafólks – MYND: ÓJ

Dýrasti maturinn á veitingahúsi:

1.KaupmannahöfnDanmörk
2.HelsinkiFinnland
3.VínAusturríki
4.GenfSviss
5.NiceFrakkland

Það er frekar ódýrt að ferðast um Lissabon – MYNDIR: ÓJ

Breskir ferðamenn eru nú næst stærsti þjóðarhópurinn í ferðamannaflóru Íslands. Eins og Túristi hefur greint frá þá fóru 127 þúsund útlendingar í gegnum vopnaleitin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl. Þar á meðal voru 24 þúsund Bretar. Aðeins Bandaríkjamenn voru fleiri, eða 38 þúsund. Stór hluti breskra ferðamanna kemur hingað í stuttar ferðir. Flogið er til Íslands frá 13 flugvöllum í Bretlandi. Flestir koma hingað með flugvélum frá Manchester-flugvelli, í næstu sætum eru Heathrow og Gatwick við London. Ljóst er að breskir ferðamenn geta valið um fjölda flugferða á hagstæðu verði – en dálítið annað gildir um verð á gistingu, mat, drykkjum og afþreyingu.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …