Samfélagsmiðlar

Undirbúningi að ljúka fyrir móttöku metfjölda farþega

Búist er við 269 skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í sumar með 280 þúsund farþega. Nokkrum sinnum verða þrjú skip í einu í Sundahöfn og tvö í gömlu höfninni. Aðstaða til að taka á móti farþegum hefur verið bætt og stýring umferðar til og frá höfninni.

Nýjar merkingar á Skarfabakka eiga að bæta flutning á farþegum sem koma með skemmtiferðaskipum.

Unnið hefur verið að því að undanförnu að bæta aðstöðu til móttöku farþega sem koma með skemmtiferðaskipum í Sundahöfn í Reykjavík. Faxaflóahafnir fengu verkfræðifyrirtækið Mannvit til að hanna umferðarleiðir til og frá farþegamiðstöðvum. Akstursleiðir hafa verið merktar og komið fyrir upplýsingaskiltum á Skarfabakka þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir að merkingar eigi að auðvelda umferðarflæði til og frá höfninni og auka öryggi. 

Sigurður Jökull á bílaplaninu á Skarfabakka – MYND: ÓJ

„Í sumar munu skutlur (cruise shuttle) ganga frá miðstöðvum hér á Skarfabakka að Hörpu. Þetta er gert til að tengja farþegana við miðborgina. Við viljum að atvinnulífið þar njóti góðs af komu þessara gesta. Þessi akstursþjónusta var boðin út. Samið var við Kynnisferðir, sem keyptu bíla frá Þýskalandi fyrir þetta verkefni.”

Þarna verða raðir bíla á komudögum skipanna – MYND: ÓJ

Móttökuhúsið á Skarfabakka hefur verið endurnýjað og bætt og færanlegu einingahúsin sitt hvorum megin við hafa verið stækkuð og tryggar gengið frá festingum. Þarna á að rísa varanleg bygging árið 2025 sem verður fjölnota farþegamiðstöð. Þrjú teymi vinna nú að tillögum í hugmyndasamkeppni um hvernig þessi tveggja hæða 5.000 fermetra bygging þarna á bakkanum verður. 

Bráðabirgðahúsin beggja vegna núverandi þjónustubyggingar – MYND: ÓJ

„Þessi bygging mun skipta miklu máli til að tryggja öryggi og þjónustu við farþega. Það má líkja þessu við að hér rísi lítil Leifsstöð. Þarna verða brottfarar- og komusalir, landamæraeftirlit, innritun og öryggisleit, aðstaða fyrir fólk og farangur.”

Verða engar verslanir í væntanlegri farþegamiðstöð?

„Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. Yfirleitt eru ekki verslanir í svona stöðvum. Það sem er ólíkt hér og í flugstöðinni er að með hverri flugvél koma 180 til 200 farþegar en hingað koma með skipi 1.000 til 3.000 manns í einu. Þetta eru miklu stærri bylgjur af fólki. Öllu skiptir að þetta gangi snurðulaust fyrir sig.“

Horft út í Viðey – MYND: ÓJ

Þið viljið að fólk fari héðan eins fljótt og mögulegt er?

„Já, það skiptir miklu máli. Ekki má gleyma því að við erum hér í stærstu gámahöfn landsins. Þetta er vinnusvæði og það er öryggismál að fólk fari hér hratt og örugglega í gegn á næstu áfangastaði – niður í bæ, á veitingastaði eða annað.”

Íslenskar áletranir eru á öllum skiltum og veggspjöldum – MYND: ÓJ

Þrátt fyrir sambýlið við gámaskipin og flutningastarfsemina hér í Sundahöfn þá er hér góð aðstaða og svigrúm til úrbóta?

„ Alveg klárlega. Við erum heppin að því leyti að hér er gott pláss. Bryggjan hér er 650 metra löng og nægt rými fyrir rútur og bíla.”

Horft út úr farþegamiðstöðinni – MYND: ÓJ

Fáein skip hafa þegar lagst hér að það sem af er ári. Framundan er mikil traffík.

„Því er ekki að neita að mikill fjöldi skipa er á leiðinni. Það stefnir í að hingað til Reykjavíkur komi 269 skip með 280 þúsund farþega. Af þeim eru 90 þúsund skiptifarþegar. Þetta er heilmikil fjölgun. Það koma dagar í sumar þegar þrjú skip leggjast að á Skarfabakka, tvö stór og eitt lítið, og tvö niðri við gömlu höfnina.”

Þið teljið að þessar úrbætur sem gerðar hafa verið eigi eftir að bæta þjónustuna við farþegana og koma í veg fyrir ástand eins og skapaðist hér í fyrra, þegar talað var um ráðvillta farþega hér á hafnarbakkanum?

„Já, við höfum séð það nú þegar. Þetta skiptir miklu máli fyrir farþegana, skipafélögin, umboðsmenn og þjónustuaðila. Það eru allir samdóma um að þetta sé allt annað og betra. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að menn voru ekki tilbúnir eftir Covid-19 að taka á móti þessum fjölda sem kom. En nú hefur nýtt umferðarskipulag verið njörvað niður.”

Aksturleið farþegaskutlunnar milli Skarfabakka og Hörpu – MYND: ÓJ

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …