Samfélagsmiðlar

Matarmarkaðurinn í Dublin endurvakinn

Húskynni Victorian Fruit and Vegetable markaðarins í Dublin. Mynd: Radharc Images / Alamy Stock Photo

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum og mathöllum um heim allan.

Enski markaðurinn í Cork er löngu orðinn víðfrægur jafnt innan Írlands sem utan. Markaðurinn hefur starfað og átt mikilli velgengni að fagna allt frá árinu 1788 og lifað af ýmis áföll á borð við stórbrunann í Cork árið 1920, hungursneyð, stríð og flóð. Það þykja því ansi djarfar fullyrðingar sem forsvarsmenn endurbyggingar markaðarins í Dublin láta hafa eftir sér um að sá muni skjóta þeim í Cork ref fyrir rass.

Nýr markaður kemur til með að hýsa fjöldan allan af ólíkum framleiðendum þar sem framleiðendur og söluaðilar úr nærumhverfi verða í aðalhlutverki. Byggingin sem hýsir markaðinn var upphaflega opnuð árið 1892 sem það fyrir augum að bæta hreinleiti matarframboðs borgarinnar sem fram að því var boðið á oftar en ekki mishreinum götuhornum borgarinnar.

Byggingin, sem stendur á Mary‘s Lane í nágrenni við Smithfield hverfið, hefur staðið auð frá árinu 2019. Upphaflega stóð til að framkvæmdum yrði lokið árið 2021 en heimsfaraldur og efnahagsárferði setti þær áætlanir úr skorðum eins og víða annarsstaðar.

Á írsku nefnist Smithfield „Margadh na Feirme“ sem einfaldlega útleggst sem „Markaður bænda“ en hverfið hefur þróast ört á undanförnum árum eftir að borgaryfirvöld hófu skipulagða uppbyggingu í þeim hluta Dublin. Ekki alls fyrir löngu var Smithfield í öðru sæti á lista tímaritsins Time Out yfir þau hverfi sem þættu „the coolest on earth“.

Sem stendur er ráðgert að markaðurinn verði opinn frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin og komi til með að tendra kærkomið og kúltiverað líf í þessum hluta borgarinnar.

Nýtt efni
Ryanair á flugvellinum í Barselóna

Lággjaldaflugfélög eru ráðandi í sölu ferða til og frá Spáni. Þau ráða yfir 68,5 prósentum sætaframboðs og eru neytendur því mjög háðir þeim. Athugun ferðaupplýsingafyrirtækisins Mabrian leiðir í ljós að lágjaldafélögin hyggist hækka verð á ferðum í sumar á milli Spánar og fimm helstu markaðssvæða um 26-27 prósent að jafnaði. Mest er hækkunin á flugi …

Nú um mánaðamótin voru 20 ár liðin frá umfangsmestu stækkun á Evrópusambandinu til þessa, þegar aðildarríkjunum fjölgaði úr 15 í 25. Það var 1. maí 2004 að Eistland, Lettland, Litáen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Kýpur, Malta, urðu fullgildir aðilar að Evrópusambandinu. Að frátaldri Kýpur tilheyra öll þessi ríki Schengen-svæðinu, sem gerir fólki fært að …

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja fjárfesti fyrst í Play í desember í fyrra og jók svo hlutinn í febrúar sl. og komst þá á lista yfir 20 stærstu hluthafana. Í lok febrúar nam hlutur sjóðsins 1,8 prósentum og markaðsvirði hans var þá rétt um 70 milljónir króna. Gengi Play hafði reyndar lækkað umtalsvert í febrúar því eftir að …

Það hafa almennt verið taldar góðar horfur í útgerð skemmtiferðaskipa í heiminum en afkomutölur móðurfélags Norwegian Cruise Line (NCLH) eftir fyrsta ársfjórðung varpa nokkrum skugga þar á. Tekjur voru minni en vænst hafði verið og leiddi birting talnanna til 12 prósenta lækkunar á verði hlutabréfa. Enn skilar reksturinn þó hagnaði. Bjartsýni útgerða skemmtiferðaskipanna hefur byggst …

Lágt gengi japanska jensins og brottnám ferðahindrana eftir heimsfaraldurinn eru meginskýringar á því að 60 prósentum fleiri norrænir ferðamenn héldu til Japans á fyrsta fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Margir eru auðvitað áhugasamir um að kynnast menningu, lífsháttum og náttúru í þessum fjarlæga landi og nýta sér þess vegna þau hagstæðu kjör …

Að meðaltali losar hver Íslendingur um það bil 12 tonn af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á ári. Víða á netinu er hægt að kaupa kolefnisjöfnun á 12 tonnum fyrir 20 þúsund krónur eða svo. Þá er eðlilegt að margur spyrji: Ef fólk gerir þetta árlega, er fólk þá ekki bara í góðum málum? Gagnvart svona …

Það söfnuðust 4,6 milljarðar í hlutafjárútboði Play sem efnt var til í kjölfar birtingu ársuppgjörs félagsins í byrjun febrúar. Nú liggur nýr hluthafalisti fyrir og samkvæmt honum þá er lífeyrissjóðurinn Birta orðinn stærsti hluthafinn með 8,78 prósent hlut. Þar á eftir kemur fjárfestingafélagið Stoðir með 5,82 prósent og svo eignhaldsfélagið Fea sem er í eigu …

Sjálfbærnifulltrúar fyrirtækja og verkefnisstjórar í umhverfismálum, og aðrir starfsmenn með svipaða starfstitla, sinna sífellt mikilvægari og umfangsmeiri viðfangsefnum, enda eru umhverfismál — með tilheyrandi kolefnisbókhaldi, úrgangstölum og markmiðum um minni sóun —farin að spila stóra rullu í öllum rekstri.  Við stefnum á að taka hús á nokkrum slíkum starfskröftum á íslenskum vinnumarkaði á komandi vikum. …