Samfélagsmiðlar

Annar fjármálastjórinn sem segir upp

Ólafur Þór Jóhannesson tók við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play í október 2022 en ætlar nú að snúa sér að öðrum viðfangsefnum. MYND: PLAY

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu.

Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið“ í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá því að félagið var skráð á hlutabréfamarkað.

„Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vera hluti af stórskemmtilegri Play vegferð.  Eftir farsæla fjármögnunarlotu tel ég réttan tímapunkt fyrir mig persónulega að stíga til hliðar og snúa mér að öðrum viðfangsefnum,“ segir Ólafur Þór og vísar til þess að nýverið safnaði Play 4,6 milljörðum króna í nýtt hlutafé.

„Ólafur hefur reynst góður liðsmaður á þeim tíma sem hann hefur verið hjá félaginu. Hann var lykilmaður í gegnum mikilvæga fjármögnunarlotu félagsins á fyrsta ársfjórðungi og kveður nú félagið í góðri stöðu til framtíðar,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.

Fráfarandi fjármálastjóri tók ekki þátt í kynningu á uppgjöri Play, fyrir fyrsta ársfjórðung, á miðvikudaginn því Einar Örn, nýr forstjóri og fyrrum stjórnarformaður, sá alfarið um það.

Nýtt efni

Star Pubs & Bars, sem er í eigu bresks dótturfyrirtækis hollenska bjórframleiðslurisans Heineken, ætlar að verja jafnvirði um 6,6 milljarða íslenskra króna í að opna að nýju 62 ölkrár í Bretlandi og endurnýja tæplega hundrað til viðbótar í viðleitni til að glæða viðskiptin - sérstaklega lokka þá til sín sem hafa frá heimsfaraldrinum vanist því …

Flugfélagið Play safnaði hlutafé fyrir 10 milljarða króna áður en félagið hóf áætlunarflug sumarið 2021. Í kjölfarið var félagið skráð á First North markaðinn í Kauphöllinni en fyrirtækin sem þar eru þurfa ekki að uppfylla sömu skyldur um upplýsingagjöf og þau sem eru á aðalmarkaði Nasdaq. Forstjóri og fjármálastjóri Play hafa samt haldið ítarlegar kynningar …

Kaffihúsakeðjan Starbucks greindi frá því í síðustu viku að sala og hagnaður á fyrsta ársfjórðungi hefði verið undir væntingum. Gestum kaffihúsa Starbucks fækkaði á fyrstu þremur mánuðum ársins og tekjur drógust saman um 2 prósent. Þetta hefur ekki gerst frá árinu 2020. Búist er við að samdráttur haldist áfram það sem eftir lifir árs.  Howard …

Það voru 122 þúsund farþegar sem nýttu sér ferðir Play í apríl sem er viðbót um 20 þúsund farþega frá sama tíma í fyrra. Hlutfallslega jókst sætaframboðið félagsins minna og þar með fækkaði óseldu sætunum þónokkuð. Sætanýtingin í nýliðnum apríl var 85 prósent sem er hækkun um fjögur prósentustig á milli ára. Í fyrra voru …

Íslenskar ferðaskrifstofur sjá merki þess að ferðafólk taki í auknum mæli Noreg fram yfir Ísland og þá helst vegna hækkandi verðlags hér á landi. Sú þjóð sem ætti að vera einna viðkvæmust fyrir þess háttar breytingum þessi misserin eru Japanir enda hefur gjaldmiðillinn þeirra, jenið, misst tíu prósent af virði sínu síðastliðið ár. Og gengið …

Búist er við verulega hægi á vexti í bensínsölu í heiminum á þessu ári vegna mikillar fjölgunar rafbíla í Kína en líka í Bandaríkjunum - og vegna þess að vænst er að það dragi úr þeirri miklu bílaumferð sem fylgdi lokum heimsfaraldursins. Eftir innilokun fólks lauk jókst umferð mjög mikið en nú hægir á. Sérfræðingar …

„Í apríl fluttum við þrjú hundruð þúsund farþega og það sem af er ári hafa farþegar verið yfir ein milljón talsins. Þetta er heilbrigður vöxtur farþega en fækkun farþega til og frá landinu í mánuðinum skýrist af því að páskarnir voru í mars á þessu ári en í apríl í fyrra," segir Bogi Nils Bogason, …

Isavia fær engar bætur frá eiganda þotunnar sem kyrrsett var í kjölfar gjaldþrots Wow Air í mars 2019. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem birtur var fyrr í dag en Isavia hafði krafist ríflega tveggja milljarða króna í skaðabætur. Íslenska ríkið var jafnframt sýknað í Hæstarétti af kröfum Isavia um bætur vegna úrskurðar dómara …