Viðtöl

ForsíðaViðtöl

Íslenska flugbókunarsíðan Dohop hóf starfsemi árið 2004, afsprengi netvæðingar og nýrra viðskiptahátta. Fyrirtækið hefur vaxið töluvert en er eftir rúmlega tveggja áratuga starf enn nefnt sprotafyrirtæki. Ekki hefur enn orðið hagnaður af rekstrinum og það gæti breyst á þessu ári. Blaðamaður FF7 fór í höfuðstöðvar Dohop í Katrínartúni í Reykjavík síðasta dag aprílmánaðar og hitti …

Þegar ríkisstjórnin tók við völdum á vetrarsólstöðum sagði hún að unnið yrði að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi og mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renna ættu að hluta til nærsamfélags. Sérstaklega var tilgreint varðandi ferðaþjónustu að stuðla ætti að öryggi og álagsstýringu um leið og verðmætasköpun í greininni væri aukið. Minnt var …

Auðvitað er dálítið mismunandi hversu opinskáir stjórnmálaleiðtogar eru þegar þeir lýsa viðbrögðum sínum við ákvörðunum og yfirlýsingum nýs forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump. Flestir leiðtogar NATO-ríkjanna tala varlega, enda ekki búnir að átta sig til fulls á nýjum veruleika, stefnu nýrra stjórnvalda í Washington. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands hefur talað gætilega í yfirlýsingum frá því að …

Augu heimsins beinast æ meira að Grænlandi en stundum er athyglin óþægileg. Grænlendingar vilja ráða sinni framtíð sjálfir. En hvað sem líður pólitísku valdatafli þá er ljóst að Grænland vekur áhuga og forvitni fólks um allan heim. Eyjan stóra í norðri er komin á kortið hjá ferðamönnum, sem stöðugt leita nýrra upplifuna og ævintýra. Svo …

„Það eru 60 milljónir virkra meðlima í vildarklúbbi Southwest. Þegar þau sendu út tilkynningu til klúbbsins um samstarfið við Icelandair þá voru viðbrögðin mikil þeirra megin. Við sáum líka greinilega aukningu í heimsóknum á vefinn okkar, margir að kynna sér Icelandair og hvert við fljúgum. Brátt getur þessi stóri hópur nýtt punktana sína til að …

Eigendur fjölskyldubúsins eru foreldrar Margrétar, þau Arnar Bjarni Eiríksson og Berglind Bjarnadóttir sem tóku við búinu árið 1990. Mjólkurframleiðsla hefur hins vegar verið óslitin í sömu fjölskyldunni frá árinu 1789. Foreldrar Arnars bjuggu í Sandlækjarkoti með sinn búskap en þau Berglind byggðu svo nýbýlið Gunnbjarnarholt skammt frá þar sem þau reistu fjós og héldu búskapnum …

„Ég er mjög ánægður með þátttökuna á ferðakaupstefnunni í ár. Það er frábært að sjá leiðakerfið birtast hérna. Hér er saman komið fólk úr ferðaþjónustu sem tengist leiðakerfi okkar, bæði frá Evrópu og Norður-Ameríku - og svo líka frá Asíu. Þetta er fólk sem tengist flugvöllum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Breiddin er mikil. Eftirsótt er …

Það stefnir í að komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur verði 238 á þessu ári, eða 21 færri en í fyrra. Mest fækkar í hópi leiðangursskipa. Áætlað er að heildarfjöldi farþega verði 320.595 en í fyrra voru þeir 321.966.  Yfir helmingur skipafarþega í ár verða skiptifarþegar - MYND: Faxaflóahafnir Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna og formaður Cruise …

„Það er verið að kortleggja hvaða málefni það eru sem við þurfum að vakta, hver séu helstu stefnumál nýs forseta og hvað komi til með að breytast," segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Washingon, höfuðborg Bandaríkjanna, um verkefnin sem efst eru á baugi þegar Donald Trump tekur við sem forseti á nýjan leik. Svanhildur …

Það fljúga að jafnaði um 600 þúsund farþegar á dag með Southwest Airlines en til samanburðar flutti Icelandair 4,7 milljónir farþega allt síðasta ár. Munurinn á umsvifunum er því gríðarlegur en þrátt fyrir það er íslenska félagið „stóri bróðirinn“ í nýju samstarfi félaganna tveggja að sögn Andrew Watterson, framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Southwest. Vísar Watterson þar til …

Í Finkenwerder í Hamborg á bökkum Saxelfar þekja verksmiðjur og flugvöllur Airbus-flugvélasmiðjanna stórt svæði. Í risastórum skemmum eru flugvélaskrokkar settir saman, innréttaðir og útbúnir öllum þeim flókna búnaði sem nútímaflugvél þarf á að halda. Starfsmenn eru um 18 þúsund. Þetta er fæðingarstaður A320-flugvélanna. Hingað sótti Icelandair glænýja A321LR-flugvél í vikunni. Komið er á viðskiptasamband sem …

Þær breytingar sem Play boðar á rekstri sínum gera ekki ráð fyrir að félagið haldi áfram að byggja hann upp í kringum tengiflug því draga á mjög úr þeim umsvifum og takmarka þau við sumarmánuðina. Félagið var þó stofnað í kringum þetta viðskiptalíkan og þá í samkeppni við Icelandair. Það flugfélag hefur áratuga reynslu af …

Það eru fimm ár liðin frá því áform um stofnun Play voru fyrst kynnt við athöfn í Perlunni. Strax í upphafi var lagt upp með að félagið myndi bjóða upp á flug bæði til Norður-Ameríku og Evrópulanda og Keflavíkurflugvöllur yrði nýttur sem tengimiðstöð fyrir þá farþega sem væru á leið alla leið yfir Atlantshafið. Þetta …

Þau hjónin í Friðheimum, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, hafa með frumkvöðlastarfi sínu í ferðaþjónustu skapað eftirtektarverða sögu og hlotið viðurkenningar fyrir það. Ferðafólk er stöðugt að leita að góðum og innblásnum sögum, sem eru upplífgandi og minnisverðar. Hjónin í Friðheimum, Knútur og Helena - MYND: Friðheimar Í Reykholti í Biskupstungum má heyra eina …

Það er ævinlega áhrifaríkt að koma í Skálholt, sem er auðvitað einn merkasti sögustaður Íslands, biskupssetur og valdamiðstöð um aldir. Nú er ró og friður yfir þessum forna stað en krafturinn í loftinu er nánast áþreifanlegur. Sú upplifun sprettur af vitneskju um það hversu stórt hlutverk Skálholt lék í sögu landsins, í trúarlífi og menningu …

Slysið á Breiðamerkurjökli um síðustu helgi hefur vakið athygli víða um heim og hleypt af að umræðu hér heima um öryggi ferðafólks í íshellaferðum og hvaða kröfur eigi að gera til þeirra sem standa að þeim. Bandarískur ferðamaður lést og vanfær unnusta hans slasaðist alvarlega. Umrætt svæði er í Vatnajökulsþjóðgarði og heyrir til Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Sigurjón …

Meðal brýnustu mála samfélagsins er að lækka húsnæðiskostnað fólks, gefa fólki færi á að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegu verði. Um þetta virðast allir sammála. Íbúum landsins fjölgar hratt og gætu þeir orðið 400 þúsund í desember. Ofan á þessa hröðu íbúafjölgun bætist svo fjöldi fólks sem starfar tímabundið í greinum eins og ferðaþjónustu …

Þegar byggð er upp ferðaþjónusta í einu landi er auðvitað mikilvægt að nýta þá sérstöðu sem það býr yfir, draga fram góða eiginleika - og ekki síst það sem tryggt getur gestinum einstaka upplifun. Uppbygging baðstaða á Íslandi byggist á þessu. Hér er aðgangur að heitu vatni, hreinu lofti, fallegri náttúru. Vel heppnaður baðstaður nýtir …