Samfélagsmiðlar

Viðtöl

ForsíðaViðtöl

Icelandia vörumerkið er samheiti margra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem Kynnisferðir eiga og reka. Þessi samstæða er orðin umsvifamikil í íslenskri ferðaþjónustu eftir sameiningu Kynnisferða og Eldeyjar árið 2020. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að mörg verkefni séu framundan.  „Ferðaþjónustan fór miklu hraðar af stað eftir heimsfaraldurinn heldur en maður reiknaði með. Þetta ár hefur farið …

Það má kalla það kraftaverk að norður á Akureyri starfi tónleikastaður sem laðar til sín flytjendur og gesti árið um kring - ár eftir ár. Þetta er auðvitað Græni hatturinn í kjallara húss við Hafnarstræti 96 sem dregur nafn af verslun sem var í húsinu og hét París. Húsið skartar tveimur turnum og er eitt …

Steingrímur Birgisson

„Þetta var besta sumar hjá okkur til þessa og mjög mikil spurn eftir bílum. Bókanir fóru vel af stað í vor og mikið var að gera í allt sumar. Auðvitað eru annirnar mestar um hásumarið. Núna sitjum við svo uppi með um 1.500 bíla fram á næsta sumar.  Við höfðum notað heimsfaraldurinn til að hagræða hjá …

Fólk sem fer um Keflavíkurflugvöll á vit ævintýranna og fagnar þar heimkomu veltir líklega fæst fyrir sér sveitarfélagamörkum þarna á Miðnesheiðinni. Flugvöllurinn er nefndur eftir Keflavík, sem einu sinni var heiti á sveitarfélagi sem dró nafn sitt af víkinni vestan Grófarinnar við Stakksfjörð. Meginhluti Keflavíkurflugvallar og Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru raunar innan sveitarmarka Suðurnesjabæjar, ekki …

Það er dálítið snúið að afmarka hvað telst ferðaþjónusta og hvað ekki. Ferðamaðurinn þarfnast fjölþættrar þjónustu á ferðum sínum. Er þá ekki allt sem snýr að því að uppfylla þarfir hans og óskir einskonar ferðaþjónusta? Við skulum ekki sökkva okkur djúpt í þessar pælingar að sinni en sameinast um að þar sem gisti- og veitingaþjónusta …

Það er auðvitað magnað að Skógarböðin séu aukaafurð Vaðlaheiðarganganna. Þegar verið var að bora fyrir göngunum var opnað fyrir heitavatnsæð og fossaði vatnið þaðan engum til gagns til sjávar þar til að komið var fyrir röri sem leiddi það í Skógarböðin - á baðstaðinn glæsilega sem opnaður var í vor og fengið hefur frábærar viðtökur …

Það má segja að vísindastarf, þekkingarleit og kennsla við Háskólann á Hólum snúi að nýtingu á landi og auðlindum. Þetta á við um fiskeldi og fiskilíffræði, ferðamálafræði og hestafræði, öll þrjú meginsvið kennslunnar á Hólum, þessu forna fræðasetri. Túristi kom þangað í tæru og björtu logni í vetrarbyrjun til að fræðast dálítið um sérstöðu þeirrar …

Jóna Árný Þórðardóttir

Austfirðingar og Norðlendingar í ferðaþjónustu búa sig nú undir komu þýska Condor-flugfélagsins, sem hefur áætlunarflug milli Frankfurt og tveggja meginflugvalla landsbyggðarinnar, á Egilsstöðum og Akureyri, á komandi vori. Flogið verður á þriðjudögum til Egilsstaða og á laugardögum til Akureyrar frá maí til októberloka. Að baki liggur mikil vinna Austurbrúar og Markaðsskrifstofu Norðurlands, Isavia og Íslandsstofu, …

Árið 1972 var síldarævintýrinu lokið og skuttogaraöld hafin á Íslandi. Þetta var einsleitt samfélag 207 þúsund íbúa, atvinnulífið fábreytt - fáir útlendingar á ferli. Aðeins 68 þúsund ferðamenn komu til landsins þetta ár en þeim hafði fjölgað á hverju ári frá 1958. Þeir heimamenn sem tóku að sér að liðsinna erlendum ferðahópum voru gjarnan kallaðir …

Margir hafa áttað sig á því að ferðaþjónustan er ein meginstoða íslensks atvinnulífs. Aðrir eru enn að velta því fyrir sér hvort þetta sé eitthvað meira en tímabundin uppgrip. Þau sem hafa trú á framtíð greinarinnar ættu þá að hafa skilning á því að ein meginforsenda þess að starfa áfram er að tileinka sér nútímaleg …

„Það var mikil áskorun að auka umsvifin upp úr nánast engu en með okkar frábæra starfsfólki þá gekk það ótrúlega vel,” segir Gréta María, sem ráðin var forstjóri Arctic Adventures í desember á síðasta ári en hafði áður átt sæti í stjórn fyrirtækisins og aflað sér mikillar reynslu í viðskiptalífinu, m.a. sem framkvæmdastjóri Krónunnar. Það …

Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, vinnur sannarlega að stóru verkefni - að finna leiðir til að nýta sem best flugvallarsvæðið, skapa þar aðstöðu fyrir atvinnustarfsemi og þróa byggð. Keflavíkurflugvöllur er auðvitað einn mikilvægasti innviður landsins, tengir Ísland við umheiminn og leikur stórt hlutverk í atvinnulífi og viðskiptum landsmanna. Flugvöllurinn varð til á stríðstímum, gerður af Bandaríkjamönnum, og …

Það var ljóst frá upphafi þegar ríkið og Reykjavíkurborg ákváðu að ljúka byggingu og starfrækja Hörpu að þar yrði ekki aðeins vettvangur tónlistarflutnings og heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur ætti Reykjavík að komast á kortið sem ráðstefnuborg. Harpa átti að rísa og verða tákn borgarinnar þrátt fyrir bankahrun og niðurlæginguna sem því fylgdi. 

Vesturferðir (West Tours) hafa aðsetur í Edinborgarhúsinu, Aðalstræti 7, á Ísafirði. Þessi vestfirska ferðaskrifstofa verður 30 ára á næsta ári. Starfsfólk Vesturferða tekur á móti stórum hluta þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til Ísafjarðar, selur ferðafólki báts- og gönguferðir um Hornstrandir, í Jökulfirði og víðar - og klæðskerasniðnar sérferðir og afþreyingu fyrir þá sem til þeirra …

Fjölskyldufyrirtæki eru algeng í ferðaþjónustu á Íslandi og eitt þeirra er Ögur ehf., sem stofnað var 2011 af sjö systkinum frá Ögri við Ísafjarðardjúp og móður þeirra. Áður höfðu systkinin unnið stefnumótunarvinnu með það að markmiði að byggja upp ferðaþjónustu í Ögri. Nú rúmum áratug síðar bjóða Ögurferðir (Ögur Travel) ferðafólki margskonar afþreyingarmöguleika: kajakferðir um …

Á Hornströndum

„Ferðaþjónustan skiptir mjög miklu fyrir Vestfirði en við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti, miða starfið við framlögin frá hinu opinbera,” segir Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnumála hjá Vestfjarðastofu. Hún leiðir þar Markaðsstofu Vestfjarða. Díana hefur verið með ferðamálin fyrir vestan á sinni könnu í áratug og séð miklar breytingar - upsveiflu og hrun vegna …

Hótel Ísafjörður hf býður gistingu á fimm stöðum - á aðalhótelinu við Silfurtorg 2 sem nefnist Torg. Þar eru 36 herbergi, á Horni við Austurveg, í nýuppgerðu húsnæði í gamla kaupfélagshúsinu, eru 24 herbergi, á Gamla gistihúsinu við Mánagötu 5 eru níu herbergi og á Mánagötu 1 svefnpokagisting fyrir 20 manns. Á sumrin bætist heimavist …

Þegar staðið er og horft niður Ægisgarð við Reykjavíkurhöfn á góðviðrisdegi sést gjarnan ferðafólk hópast fyrir framan nýju söluskálana að kanna þá kosti sem eru í boði eða að það er á leið í ferðabátana sem liggja við landfestar. Hvalaskoðun á Faxaflóa og bátsferðir um Sundin blá virðist líflegur bissniss. Elding - Hvalaskoðun er leiðandi …