Samfélagsmiðlar

Viðtöl

ForsíðaViðtöl

Grindavík leynir á sér. Þetta sjávarpláss við suðurströnd Reykjanesskagans laðar til sín fjölda ferðafólks árið um kring, miklu fleiri en maður áttar sig á í fljótu bragði. Flestir fara í Bláa lónið. Einn rigningardaginn nýverið fylgdist TÚRISTI með stríðum straumi fólks að þessum heimsþekkta baðstað í hrauninu. Það er auðvitað undur hvernig tekist hefur að …

Það var hlýtt og notalegt á veitingastaðnum Hjá Höllu í Grindavík þegar TÚRISTA bar að garði einn rigningardaginn. Ferðamenn sátu við flest borðin og nutu matarins, einhverjir höfðu vafalaust áður gengið að nýja hrauninu við Fagradalsfjall, aðrir baðað sig í Bláa lóninu - eða voru bara nýkomnir til landsins og ákváðu að koma fyrst við …

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er nýtt fyrirbæri og Inga Hlín Pálsdóttir var ráðin fyrsti framkvæmdastjórinn. Að Markaðsstofunni standa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Inga Hlín býr að mikilli reynslu í ferða- og markaðsmálum. Auk þess að hafa um árabil starfað hjá Íslandsstofu og Útflutningsráði hefur hún verið ráðgjafi á sviði ferðamála fyrir fyrirtæki og stofnanir. …

Við mæltum okkur mót á kaffihúsi við Bankastræti. Leiðtogar Evrópuríkja voru horfnir á braut en venjulegir túristar fóru óhindraðir ferða sinna um súldarlega miðborgina. Þegar við settumst niður með kaffibollana byrjar Jóna Fanney Friðriksdóttir á því að segja mér að hún sé algjörlega ósofin eftir að hafa skilað af sér ferðamannahópi suður á Keflavíkurflugvöll í …

Hjá Godo starfa hátt í 100 manns - á Íslandi, í Svíþjóð, Ungverjalandi og Norður-Makedóníu. Þróunarsetur félagsins er í Norður-Makedóníu, þar sem forritunarvinna og hugbúnaðarþróun fer fram. Félagið var stofnað árið 2013 af félögunum Sverri Steini Sverrissyni og Sveini Jakobi Pálssyni. Sverrir Steinn tekur á móti Túrista í aðalstöðvunum við Höfðabakka.  „Bókanir eru grunnstoð í …

Lava Show var opnað í Vík í Mýrdal haustið 2018, einkaframtak hjónanna Ragnhildar Ágústsdóttur og Júlíusar Inga Jónssonar, sem ákváðu að láta drauminn rætast og setja upp sýningu um eldvirkni á Íslandi. Háönnin var liðin þetta árið og byrjunin var óttalegt ströggl. Allt tiltækt fé fór í uppbyggingu. Ekkert var eftir til að setja í …

„Hvers vegna viljið þið vera í ferðaþjónustu? Er það vegna þess að ykkur þykir gaman að taka á móti fólki eða finnst ykkur þið vera skuldbundin á einhvern hátt að taka á móti fólki sem langar að koma hingað? Teljið þið að sveitarfélögin verði sterkari? Þið eruð væntanlega að vonast til að geta haft af …

Það voru mkil fundahöld á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum í gær. Samband sveitarfélaga á Austurlandi hélt aðalfund sinn. Þar var Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, afhent Svæðisskipulag Austurlands og var nýr vefur skipulagsins kynntur. Síðast á dagskránni í Valaskjálf var málþing um fjárfestingar í ferðaþjónustu á Austurlandi. Sigurður Ingi og aðstoðarmaður hans, Sigtryggur Magnason á málþinginu …

Svanbjörn Thoroddsen

Sérfræðingar KPMG á Íslandi hafa á síðustu árum unnið að því að greina rekstur og afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Skýrslur hafa verið gerðar sem Ferðamálastofa og ráðuneyti ferðamála hafa notað í umfjöllun og stefnumótun í greininni. Fljótlega kom í ljós í vinnu ráðgjafa að erfitt væri að ná utan um fjárhagsstöðuna í heild - en …

Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir

Upphaf ferðaþjónustufyrirtækisins Midgard Adventure á Hvolsvelli má rekja til ársins 2010. South Iceland Adventure varð Midgard Adventure. Miðgarður í norrænni goðafræði er nafnið á hinni byggðu jörð, víggirt til að halda jötnum fjarri. Þau sem standa að fyrirtækinu Midgard á Hvolsvelli vilja hinsvegar helst vera uppi á fjöllum - úti í náttúrunni. Öll heiti eru …

Eva María Þórarinsdóttir Lange

Frumkvöðullinn Eva María Þórarinsdóttir Lange tók á móti blaðamanni Túrista á sjálfan Valentínusardaginn í höfuðstöðvum Pink Iceland við Hverfisgötu. Vel valinn dagur auðvitað þegar haft er í huga að þjónustan sem Pink Iceland veitir viðskiptavinum sínum byggist á rómantík.  Það var bjart yfir Reykjavík þennan dag eftir rysjótta tíð. Við setjumst í sófa í kjallara …

Bjarnheiður Hallsdóttir

Það er við hæfi að staldra dálítið við þegar líður að áramótum, meta stöðu ferðaþjónustunnar og spá í hvað framundan er. Túristi mælti sér mót við formann Samtaka ferðaþjónustunnar, Bjarnheiði Hallsdóttur, á skrifstofu fyrirtækis hennar Kötlu DMI. Bjarnheiður á sæti í framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins, sem á dögunum gekk frá skammtímasamningum við stóran hluta þess starfsfólks …

„Við fórum í ítarlega greiningu á innanlandsfluginu árið 2019 og niðurstaðan var sú að, með sterkari tengingu við alþjóðlegt leiðarkerfi Icelandair séu veruleg tækifæri í bæði innanlandsflugi og flugi til nágrannalanda, t.d. Grænlands. Þess vegna sameinuðum við Icelandair og Air Iceland Connect og erum í dag að reka eitt leiðakerfi, vörumerki og dreifikerfi. Þetta er …

Icelandia vörumerkið er samheiti margra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem Kynnisferðir eiga og reka. Þessi samstæða er orðin umsvifamikil í íslenskri ferðaþjónustu eftir sameiningu Kynnisferða og Eldeyjar árið 2020. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að mörg verkefni séu framundan.  „Ferðaþjónustan fór miklu hraðar af stað eftir heimsfaraldurinn heldur en maður reiknaði með. Þetta ár hefur farið …

Það má kalla það kraftaverk að norður á Akureyri starfi tónleikastaður sem laðar til sín flytjendur og gesti árið um kring - ár eftir ár. Þetta er auðvitað Græni hatturinn í kjallara húss við Hafnarstræti 96 sem dregur nafn af verslun sem var í húsinu og hét París. Húsið skartar tveimur turnum og er eitt …

Steingrímur Birgisson

„Þetta var besta sumar hjá okkur til þessa og mjög mikil spurn eftir bílum. Bókanir fóru vel af stað í vor og mikið var að gera í allt sumar. Auðvitað eru annirnar mestar um hásumarið. Núna sitjum við svo uppi með um 1.500 bíla fram á næsta sumar.  Við höfðum notað heimsfaraldurinn til að hagræða hjá …

Fólk sem fer um Keflavíkurflugvöll á vit ævintýranna og fagnar þar heimkomu veltir líklega fæst fyrir sér sveitarfélagamörkum þarna á Miðnesheiðinni. Flugvöllurinn er nefndur eftir Keflavík, sem einu sinni var heiti á sveitarfélagi sem dró nafn sitt af víkinni vestan Grófarinnar við Stakksfjörð. Meginhluti Keflavíkurflugvallar og Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru raunar innan sveitarmarka Suðurnesjabæjar, ekki …

Það er dálítið snúið að afmarka hvað telst ferðaþjónusta og hvað ekki. Ferðamaðurinn þarfnast fjölþættrar þjónustu á ferðum sínum. Er þá ekki allt sem snýr að því að uppfylla þarfir hans og óskir einskonar ferðaþjónusta? Við skulum ekki sökkva okkur djúpt í þessar pælingar að sinni en sameinast um að þar sem gisti- og veitingaþjónusta …