Samfélagsmiðlar

Viðtöl

ForsíðaViðtöl

„Við höfum okkar sýn að mestu frá viðskiptavinunum og okkur heyrist árið hafa verið ágætt í hótelrekstri, mjög fínt í sölu á skipulögðum ferðum og hjá bílaleigunum hafa síðustu tvö ár verið miklu betri en hægt var að ímynda sér eftir Covid. Bílaflotinn var minnkaður í faraldrinum og starfsfólki fækkaði en svo þegar ferðamannastraumurinn kom …

Ólöf Ýrr Atladóttir

„Árið 2015 hafði ég verið á Ferðamálastofu í átta ár, sá fyrir endann á mínu öðru skipunartímabili. Gengið hafði á ýmsu, þetta höfðu verið umbrotatímar fyrir ferðaþjónustuna, lærdómsríkir, skemmtilegir og spennandi - en um leið krefjandi. Ég hef aldrei litið svo á að embættismenn séu endilega komnir á endastöð í því starfi sem þeir gegna, …

Hálfdán Sveinsson

Þegar komið er fram í nóvember hægist taktur athafnalífsins í ferðabænum Siglufirði. Varla nokkur er á ferli þennan sunnudag þegar Túristi rennir inn í bæinn. Veðrið er stillt og fallegt og margir hafa augljóslega dustað rykið af jólaseríum um helgina og hengt út í glugga. Hótel Siglunes stendur við Lækjargötu og óhætt er að segja …

Túristi sest niður með Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, til að ræða viðhorf í greininni á 25 ára afmælisári samtakanna. Það fór allt á fullan snúning í sumar og doði heimsfaraldursins verður stöðugt fjarlægari í minningunni. Við ræðum fyrst heilsufar þessarar atvinnugreinar sem þurfti hér eins og víða annars staðar að fá ríkisstuðning þegar …

Það var mikið talað um hvali í sumar, líka skemmtiferðaskip og hversu margt ferðafólk heimsækir landið - um troðningstúrisma. Þetta ræðir Túristi allt saman við Rannveigu Grétarsdóttur í húsakynnum hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Auk þess að vera eigandi og stjórnandi Eldingar og Akureyri Whale Watching, á Rannveig sæti í stjórn SAF, Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins …

Grindavík leynir á sér. Þetta sjávarpláss við suðurströnd Reykjanesskagans laðar til sín fjölda ferðafólks árið um kring, miklu fleiri en maður áttar sig á í fljótu bragði. Flestir fara í Bláa lónið. Einn rigningardaginn nýverið fylgdist TÚRISTI með stríðum straumi fólks að þessum heimsþekkta baðstað í hrauninu. Það er auðvitað undur hvernig tekist hefur að …

Það var hlýtt og notalegt á veitingastaðnum Hjá Höllu í Grindavík þegar TÚRISTA bar að garði einn rigningardaginn. Ferðamenn sátu við flest borðin og nutu matarins, einhverjir höfðu vafalaust áður gengið að nýja hrauninu við Fagradalsfjall, aðrir baðað sig í Bláa lóninu - eða voru bara nýkomnir til landsins og ákváðu að koma fyrst við …

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er nýtt fyrirbæri og Inga Hlín Pálsdóttir var ráðin fyrsti framkvæmdastjórinn. Að Markaðsstofunni standa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Inga Hlín býr að mikilli reynslu í ferða- og markaðsmálum. Auk þess að hafa um árabil starfað hjá Íslandsstofu og Útflutningsráði hefur hún verið ráðgjafi á sviði ferðamála fyrir fyrirtæki og stofnanir. …

Við mæltum okkur mót á kaffihúsi við Bankastræti. Leiðtogar Evrópuríkja voru horfnir á braut en venjulegir túristar fóru óhindraðir ferða sinna um súldarlega miðborgina. Þegar við settumst niður með kaffibollana byrjar Jóna Fanney Friðriksdóttir á því að segja mér að hún sé algjörlega ósofin eftir að hafa skilað af sér ferðamannahópi suður á Keflavíkurflugvöll í …

Hjá Godo starfa hátt í 100 manns - á Íslandi, í Svíþjóð, Ungverjalandi og Norður-Makedóníu. Þróunarsetur félagsins er í Norður-Makedóníu, þar sem forritunarvinna og hugbúnaðarþróun fer fram. Félagið var stofnað árið 2013 af félögunum Sverri Steini Sverrissyni og Sveini Jakobi Pálssyni. Sverrir Steinn tekur á móti Túrista í aðalstöðvunum við Höfðabakka.  „Bókanir eru grunnstoð í …

Lava Show var opnað í Vík í Mýrdal haustið 2018, einkaframtak hjónanna Ragnhildar Ágústsdóttur og Júlíusar Inga Jónssonar, sem ákváðu að láta drauminn rætast og setja upp sýningu um eldvirkni á Íslandi. Háönnin var liðin þetta árið og byrjunin var óttalegt ströggl. Allt tiltækt fé fór í uppbyggingu. Ekkert var eftir til að setja í …

„Hvers vegna viljið þið vera í ferðaþjónustu? Er það vegna þess að ykkur þykir gaman að taka á móti fólki eða finnst ykkur þið vera skuldbundin á einhvern hátt að taka á móti fólki sem langar að koma hingað? Teljið þið að sveitarfélögin verði sterkari? Þið eruð væntanlega að vonast til að geta haft af …

Það voru mkil fundahöld á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum í gær. Samband sveitarfélaga á Austurlandi hélt aðalfund sinn. Þar var Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, afhent Svæðisskipulag Austurlands og var nýr vefur skipulagsins kynntur. Síðast á dagskránni í Valaskjálf var málþing um fjárfestingar í ferðaþjónustu á Austurlandi. Sigurður Ingi og aðstoðarmaður hans, Sigtryggur Magnason á málþinginu …

Svanbjörn Thoroddsen

Sérfræðingar KPMG á Íslandi hafa á síðustu árum unnið að því að greina rekstur og afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Skýrslur hafa verið gerðar sem Ferðamálastofa og ráðuneyti ferðamála hafa notað í umfjöllun og stefnumótun í greininni. Fljótlega kom í ljós í vinnu ráðgjafa að erfitt væri að ná utan um fjárhagsstöðuna í heild - en …

Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir

Upphaf ferðaþjónustufyrirtækisins Midgard Adventure á Hvolsvelli má rekja til ársins 2010. South Iceland Adventure varð Midgard Adventure. Miðgarður í norrænni goðafræði er nafnið á hinni byggðu jörð, víggirt til að halda jötnum fjarri. Þau sem standa að fyrirtækinu Midgard á Hvolsvelli vilja hinsvegar helst vera uppi á fjöllum - úti í náttúrunni. Öll heiti eru …

Eva María Þórarinsdóttir Lange

Frumkvöðullinn Eva María Þórarinsdóttir Lange tók á móti blaðamanni Túrista á sjálfan Valentínusardaginn í höfuðstöðvum Pink Iceland við Hverfisgötu. Vel valinn dagur auðvitað þegar haft er í huga að þjónustan sem Pink Iceland veitir viðskiptavinum sínum byggist á rómantík.  Það var bjart yfir Reykjavík þennan dag eftir rysjótta tíð. Við setjumst í sófa í kjallara …

Bjarnheiður Hallsdóttir

Það er við hæfi að staldra dálítið við þegar líður að áramótum, meta stöðu ferðaþjónustunnar og spá í hvað framundan er. Túristi mælti sér mót við formann Samtaka ferðaþjónustunnar, Bjarnheiði Hallsdóttur, á skrifstofu fyrirtækis hennar Kötlu DMI. Bjarnheiður á sæti í framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins, sem á dögunum gekk frá skammtímasamningum við stóran hluta þess starfsfólks …

„Við fórum í ítarlega greiningu á innanlandsfluginu árið 2019 og niðurstaðan var sú að, með sterkari tengingu við alþjóðlegt leiðarkerfi Icelandair séu veruleg tækifæri í bæði innanlandsflugi og flugi til nágrannalanda, t.d. Grænlands. Þess vegna sameinuðum við Icelandair og Air Iceland Connect og erum í dag að reka eitt leiðakerfi, vörumerki og dreifikerfi. Þetta er …