Samfélagsmiðlar

Segir Andra Má ekki hafa komið með fullan peningapoka frá Íslandi

Hlutafé í dönsku móðurfélagi ferðaskrifstofanna sem Andri Már Ingólfsson á var nýverið aukið um nærri 900 milljónir króna. Fjármagnið kemur frá nokkrum íslenskum fyrirtækjum að sögn danska framkvæmdastjórans.

Fall Primera air kallar á nýtt hlutafé í ferðaskrifstofur Andra Más Ingólfssonar.

Það finnast nánast engar eignir í þrotabúi Primera Travel í Danmörku en kröfurnar nema þó rúmum 16 milljörðum króna. Flugfélagið, sem varð gjaldþrota  þann 1. október, var hluti af Primera Travel Group sem er í eigu Andra Más Ingólfssonar. Innan fyrirtækjasamstæðunnar eru líka allar ferðaskrifstofur Andra á Norðurlöndunum, þar á meðal Heimsferðir og Terra Nova.

Tæpum tveimur vikum eftir fall Primera Air flutti Andri hins vegar eignarhaldið á ferðaskrifstofunum úr hinu íslenska Primera Travel Group yfir í danskt dótturfélag sem var endurnefnt Travelco Nordic. Í dag hefur heiti Primera Travel Group verið breytt í PTG hf. en Andri hefur ekki viljað svara spurningu Túrista um hvað verði um þetta fyrrum móðurfélag ferðaskrifstofanna.

Kom ekki með stóran peningapoka frá Íslandi

Andri hefur hins vegar aukið hlutafé í hinu nýnefnda móðurfélagi, Travelco Nordic, um 880 milljónir króna (47,6 milljónir danskra kr.). Í frétt vefritsins Finans.dk er haft eftir framkvæmdastjóra Travelco Nordic, Peder Hornshøj, að tilgangurinn með auknu hlutafé sé að styrkja reksturinn eftir fall Primera air enda hafi ferðaskrifstofurnar tapað umtalsverðu fé á gjaldþroti flugfélagsins. Hornshøj er jafnframt spurður hvort hann hafi skilning á því að það kunni að hljóma skringilega að ekki séu til peningar til að greiða kröfuhöfum í einu fyrirtæki en á sama tíma komi nýtt hlutafé í annað fyrirtæki í eigu sama aðila. Í svari sínu segir Hornshøj að málið sé ekki svona einfalt. „Það er ekki þannig að hinn íslenski eigandi hafi komið með stóran peningapoka og sett í móðurfélagið Travelco Nordic. Þetta er hlutafé sem kemur frá mismunandi fyrirtækjum á Íslandi,“ segir Peder.

Í frétt Finans.dk kemur jafnframt fram að þremur dögum fyrir gjaldþrot Primera air hafi nafni þess vera breytt í dönsku fyrirtækjaskránni og líka nafni Primera Travel í Danmörku. Líkt og Túristi hefur áður rakið þá flýtti Andri sér að senda út fréttatilkynningu um breytingarnar í kjölfar fyrirspurna Túrista um nafnabreytingarnar. Þess má svo geta að í upphafi var Andra ekki getið á nýrri heimasíðu Travelco Nordic en eftir ábendingar Túrista var honum bætt við lista yfir forsvarsmenn fyrirtækisins. Heiti Heimsferða er þó ennþá rangt stafsett á heimasíðunni.

Upplýsingar um flugferðir liggja fyrir á næstunni

Heimsferðir er ein umsvifamsta ferðaskrifstofan hér á landi og sá Primera air um að flytja viðskiptavini Heimsferða út í heim. Tékkneskt flugfélag tók svo við eftir fall Primera air og núna auglýsa Heimsferðir einnig flugferðir með Icelandair. Hins vegar birtast engar upplýsingar um hvaða flugfélag sér um stærsta hluta af sólarlandaferðum Heimsferða næsta sumar. Flugnúmerin sem birtast í bókunarvél á heimasíðu ferðaskrifstofunnar byrja flesta á „XX“ en Tómas J. Gestsson, forstjóri Heimsferða, hefur ekki svarað fyrirspurnum Túrista um hver ástæðan er fyrir þessu og hvort viðskiptavinir geti átt von á breyttri ferðaáætlun vegna óvissunnar. Fyrrnefndur Peder Hornshøj, framkvæmdastjóri móðurfélags Heimsferða, segir hins vegar, í svari til Túrista, að skýringin á þessum skorti á upplýsingum um flugfélög skrifist á þá staðreynd að það sé tímafrekt verk að uppfæra bókunarkerfin. Hann segist eiga von á því upplýsingarnar verðir uppfærðar á heimasíðunni áður en mánuðirinn er hálfnaður. „Við erum með samninga um flug fyrir næstum allar okkar ferðir í vetur og sumar og búumst ekki við miklum breytingum á flugtímum“.

Þess má geta að í ársreikningi Heimsferða fyrir síðasta ár kemur fram að fyrirtækið sé í ábyrgð fyrir Primera air upp á 1,7 milljarð króna. Aðspurður um stöðu fyrirtækisins, í ljósi þessarar háu tryggingar fyrir gjaldþrota fyrirtæki, þá sagði Tómas, forstjóri Heimsferða, að ábyrgðin hafi ekki lengur verið í gildi. Hann hefur ekki viljað segja hvernig á því stendur. Forsvarsmenn Arion banka hafa hins vegar gefið út að tap bankans, vegna falls Primera air, hafi numið álíka hárri upphæð á síðasta ársfjórðungi. Ekki hefur komið fram hvort bankinn hafi afskrifað hluta af lánum sínum til Primera air áður en að gjaldþroti þess kom.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …