Samfélagsmiðlar

Andri Már Ingólfsson kemst á blað

Nafn eiganda Travelco Nordic er nú að finna á heimasíðu félagsins. Þar fer þó lítið fyrir tengslunum við forvera félagsins.

Norrænu ferðaskrifstofurnar sem Andri Már Ingólfsson á heyra ekki lengur undir hið íslenska Primera Travel Group hf. Eignarhaldið hefur verið flutt yfir í danskt félag og hefur heiti þess verið breytt úr Primera Travel í Travelco Nordic.  Andri tilkynnti um þessar breytingar í flýti á laugardag eftir að hafa komið sér undan því að svara spurningum Túrista um ástæður þess að eignarhald dönsku og sænsku ferðaskrifstofanna, sem tilheyra samstæðunni, voru ekki lengur sagðar í eigu Primera Travel Group.

Fréttatilkynningin sem Andri sendi út á laugardag var þó ekki það eina sem var unnið hratt því á nýrri heimasíðu hins nýja móðurfélags er heiti Heimsferða vitlaust stafsett, Andra er hvergi getið og ekki minnst á tengslin við Primera Travel Group. Á heimasíðunni er Daninn Peder Hornshøj kynntur sem framkvæmdastjóri hins nýja móðufélagsins en Andri hefur verið framkvæmdastjóri samstæðunnar hingað til.

Í samtali við Túrista á laugardag viðurkenndi Hornshøj að ástæða nafnabreytingarinnar væri meðal annars sú að fjarlægja reksturinn frá hinu gjaldþrota Primera air sem var jafnframt í eigu Andra. Þegar Túristi spurði Hornshøj afhverju eigandans væri hvergi minnst á heimasíðu Travelco Nordic sagði framkvæmdastjórinn að hann sjálfur hefði alltaf verið andlit rekstursins í Danmörku en ekki Andri. Hann útilokaði þó ekki að textanum á heimasíðunni yrði breytt og staðfesti svo stuttu síðar að nú væri nafn Andra Más Ingólfssonar komið inn á heimasíðuna. Hann er þar titlaður sem stjórnarformaður og eigandi.

Í fyrrnefndri fréttatilkynningu, sem Andri sendi á íslenska fjölmiðla, segir að hann verði stærsti hluthafi Travelco. Aðspurður segist Hornshøj hins vegar ekki eiga hlut í fyrirtækinu. Það sé 100% í eigu Andra.

Þess má geta að Andri hefur ekki ennþá svarað spurnngum Túrista um hvað verði um Primera Travel Group hf. en eignir þess voru metnar á tæpa 18 milljarða (141 milljón evra) um síðustu áramót. Þar af nam viðskiptavild um 7,4 milljörðum króna og ónýttur skattaafsláttur, lán til dótturfyrirtækja og óefnislegar eignir vega líka þungt. Fyrirtækið tapaði rúmum 700 milljónum króna í fyrra en hátt í 2 milljörðum í hittifyrra.

Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …