Samfélagsmiðlar

Hræódýrir flugmiðar til London eftir áramót

Flugfarið sjálft getur verið einn ódýrasti hluti utanlandsferðarinnar ef stefnan er sett á höfuðborg Bretlands.

london Jethro Stebbings

Frá London.

Það kostar þig allt að 3 þúsund krónur að kaupa miða í rútu út á Keflavíkurflugvöll og léttur morgunmatur í Leifsstöð og kostar álíka mikið. Hins vegar kostar það þig aðeins um 2.700 krónur að fljúga með annað hvort easyJet eða Wizz air til Luton flugvallar, skammt frá London, í janúar. Heimferðin kostar það sama í mörgum tilfellum en ef þú vilt taka með þér farangur eða setjast í sætin fremst í þotum þessara lággjaldaflugfélaga þá tvöfaldast og jafnvel þrefaldast fargjaldið.

Þessi merkilega lágu fargjöld til London í janúar eru enn eitt dæmið um hversu ódýrt millilandaflugið héðan getur verið þrátt fyrir að forsvarsmenn flugfélaganna endurtaki það í sífellu að farmiðarnir þurfi að vera dýrari til að vega upp á móti miklum hækkunum á þotueldsneyti síðustu misseri. Ein skýring á þessari verðlagningu á Íslandsflugi Wizz air og easyJet er sú að félögin eru í harðri samkeppni innbyrðis á Luton flugvelli en líka um farþega sem kjósa að fljúga frá hinum flugvöllunum hringinn í kringum London til Íslands. Í heildina eru nefnilega farnar um áttatíu ferðir í viku héðan til London og svo tíðar samgöngur eru ekki í boði til nokkurrar annarrar borgar.

Þú getur nýtt þér leitarvél Momondo til að gera einfaldan verðsamanburð á fluginu til London og í einhverjum tilvikum getur verið ódýrara að fljúga með einu félagi út og öðru heim og jafnvel frá öðrum flugvelli. Við komuna til Keflavíkurflugvallar þá ferðu svo kannski létt með að eyða nokkru meira í Fríhöfninni en þú borgaðir fyrir millilandaflugið.

Smelltu til að bera saman verð á hótelum í London

 

 

 

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …