Samfélagsmiðlar

Kröfurnar á Primera air komnar upp í rúma 16 milljarða

Um 500 fyrirtæki og einstaklingar hafa lýst kröfum í þrotabú flugfélags Andra Más Ingólfssonar.

Ein af Airbus þotum Primera air.

Á laugardag sendi Andri Már Ingólfsson frá sér fréttatilkynningu í flýti þar sem fram kom að Travelco, danskt félag í eigu hans sjálfs, hefði keypt allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group. Það síðarnefnda er skráð hér á landi og er jafnframt í eigu Andra. Ástæðan fyrir þessum gjörningi skrifast á gjaldþrot Primera air sem Andri átti einnig. „Í kjölfar lokunar Primera Air, töpuðu ferðaskrifstofur Primera Travel Group háum fjárhæðum vegna fluga sem greidd höfðu verið til flugfélagsins en voru ekki flogin,“ sagði í tilkynningunni.

Það var þó ekki aðeins eigandinn og systurfélög Primera air sem tapa á falli flugfélagsins. Nú þegar eru kröfurnar í búið komnar upp í 16,4 milljarða samkvæmt frétt danska miðilsins Jyske Vestkysten. Eignir búsins eru metnar á um hálfan milljarð en fram kemur í fréttinni að endanlegar tölur um kröfur og eignir liggi ekki fyrir.

Flugrekstri Primera air var skipt milli danskra og lettneskra dótturfélaga og eiga ofannefndar tölur aðeins við um það þrotabú þess danska. Það staðfestir danskur skiptastjóri í svari til Túrista.

Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var óljóst hvort kröfurnar og eignir sem um ræðir eigi við um allan flugrekstur Primera air eða bara danska hlutann. Í svari skiptastjóra kemur fram að hér sé aðeins rætt um danska hlutann.

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …