Samfélagsmiðlar

Segir fjárfestinguna í Icelandair nema innan við 0,2 prósentum af eignum sjóðsins

Þó ríkisábyrgð sé á hluta af lífeyrisgreiðslum LSR geri það sjóðnum ekki kleift að taka meiri áhættu en öðrum segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR.

Harpa Jónsdóttir er framkvæmdastjóri LSR en sjóðurinn er í dag stærsti hluthafinn í Icelandair Group.

Í nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group keypti A- og B-deild lífeyrissjóðsins LSR ný bréf fyrir rúmlega 1,8 milljarð króna. Þar með er LSR stærsti hluthafinn í félaginu með samtals 7,99 prósent. Hlutdeild sjóðsins í Icelandair samsteypunni nam 8,25 prósentum fyrir útboðið.

Það má ljóst vera að fjárfesting í flugrekstri er áhættusöm nú þegar útbreiðsla Covid-19 hefur dregið verulega úr samgöngum milli landa. Þannig tók Lífeyrissjóður verzlunarmanna og lífeyrissjóðurinn Birta ekki þátt í útboðinu og ekki heldur bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management. Þessir þrír sjóðir voru áður meðal stærstu hluthafa Icelandair Group.

Aðspurð hvort LSR geti tekið meiri áhættu í ljósi ábyrgðar ríkissjóðs á lífeyrisgreiðslum sjóðsins þá bendir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR, á að einungis B-deildar hluti LSR njóti ábyrgðar og að sú deild sé í dag innan við fjórðungar af heildarstærð sjóðsins. „Því er ábyrgð ríkisins takmörkuð í fjárfestingum sjóðsins,“ bætir Harpa við.

Hún segir LSR fylgja fyrirfram mótaðri fjárfestingar- og áhættustefnu og þátttakan í Icelandair rúmist innan hennar. „Fjárfesting LSR í Icelandair í nýafstöðnu útboði nemur innan við 0,2% af heildareignum sjóðsins,“ segir Harpa.

Hlutahafahópur Icelandair hefur breyst töluvert eftir útboðið í síðasta mánuði. Og samkvæmt svörum frá lífeyrissjóðnum Gildi, sem á litlu minna í félaginu en LSR, þá væri ekki óeðlilegt að breytingar verði gerðar á stjórn félagsins. Kjörtímabil núverandi stjórnar er rétt rúmlega hálfnað.

Harpa segir að engin ákvörðun um framtíðarskipan stjórnar Icelandair hafi verið tekin innan LSR. En það er valnefnd sjóðsins sem geri tillögu um stjórnarmann í þeim félögum sem sjóðurinn á eignarhlut í. Málið hefur ekki verið tekið fyrir í nefndinni.

Árið 2018 var mikil umræða um ört versnandi stöðu WOW air og líka Icelandair og möguleg gjaldþrot félaganna. Þó vissulega var hættan mun meiri á því að rekstur WOW myndi stöðvast. Á þessum tíma var Harpa framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands. Þá hafði Viðskiptablaðið eftir henni að önnur flugfélög myndu „grípa boltann“ og taka við flugleiðum sem skila hagnaði ef önnur félög dyttu út.

Spurð hvort hún telji að það myndi líka gerast í dag þá segir Harpa það ljóst vera að umhverfið hafi breyst mikið frá árinu 2018 þegar WOW var í vanda.

„Öll stærstu flugfélög heims hafa í dag dregið verulega úr starfsemi sinni vegna ferðatakmarkana í kjölfar kórónaveirufaraldursins. Það sama gildir um þau erlendu flugfélög sem flogið hafa hingað til lands. Rétt eins og Icelandair þá hafa þau aðlagað framboð sitt að minni eftirspurn. Of snemmt er að spá fyrir um það nú hversu hratt framboð á flugi til og frá landinu eigi eftir að aukast á ný eftir að þessu tímabili lýkur,“ segir Harpa að lokum.

Nýtt efni

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …