Samfélagsmiðlar

Fækkunin í Færeyjum mun minni en hér á landi

Vanalega munar miklu á fjölda ferðamanna og flugfarþega á Íslandi og Færeyjum. Á því hefur orðið breyting í haust. Þeir sem fljúga til Færeyja hafa ekki val um neitt annað en að fara í skimun við komuna.

Frá Þórshöfn í Færeyjum.

Umferðin um Keflavíkurflugvöll er alla jafna margfalt meiri en um Vogaflugvöll við Þórshöfn í Færeyjum. Þannig flugu 769 þúsund farþegar til og frá Keflavíkurflugvelli fyrstu tvo mánuði ársins en aðeins 44 þúsund fóru um færeyska flugvöllinn.

Svo kom heimsfaraldurinn og þá varð samdrátturinn á báðum flugvöllum gríðarlegur. Batinn í Færeyjum í sumar og í haust hefur þó verið miklu betri en hér á landi eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan.

Í október fækkaði farþegum á Vogaflugvelli 56 prósent en 97 prósent á Keflavíkurflugvelli. Þá fóru rúmlega nítján þúsund farþegar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar en hátt í sextán þúsund um flugstöðina við Vogaflugvöll.

Regin I. Jakobsen, flugvallarstjóri í Færeyjum, segir í samtali við Túrista að heimamenn sjálfir hafi verið fjölmennastir í farþegahópnum í október. Þannig var 41 prósent farþega fólk sem búsett er í Færeyjum. 11 prósent hópsins voru Færeyingar sem eiga heima í útlöndum og hlutfall Dana var 38 prósent. Tíundi hver farþegi á Vogaflugvelli kom frá öðrum löndum. Langflestir frá Evrópu að sögn flugvallarstjórans.

Í ljósi þess að farþegar eru tvítaldir í fluggeiranum þá þýðir þetta að nærri fjögur þúsund erlendir ferðamenn, langflestir danskir, hafa lagt leið sína til Færeyja í síðasta mánuði.

Til samanburðar þá leiddi talning Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli í ljós að um sex þúsund útlendingar flugu frá landinu í október. Meðtaldir útlendingar búsettir hér á landi og til marks um það þá var fjórði hver erlendi farþega á Keflavíkurflugvelli frá Póllandi.

Í Færeyjum eru farþega aftur á móti flokkaðir eftir því hvar þeir búa en það hefur ekki verið gert hér á landi.

Skýringin á því að farþegahópurinn á Vogaflugvelli hefur ekki skroppið eins mikið saman og hér á landi kann að liggja í aðgerðum við landamærin. Í Færeyjum er farið fram á tvöfalda skimun, bæði við komu og svo aftur sex dögum síðar, en þar þarf ekki í sóttkví á milli prófana. Fólk er þó beðið um að huga vel að persónulegum sóttvörnum á þessum tímabili.

Hér á landi verður fólk að fara í sóttkví á milli prófana en reyndar er líka hægt að sleppa skimunin alfarið og fara frekar í tveggja vikna sóttkví. Í Færeyjum voru Covid-19 smitin fá í síðasta mánuði eða sextán samtals skv.

Nýtt efni

Starfsfólk í öryggisleit í Leifsstöð og þau sem sinna farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli hafa samþykkt bæði yfirvinnu- og þjálfunarbann og reglulegar vinnustöðvanir frá og með lokum næstu viku. Atkvæðagreiðsla um þessar aðgerðir fór fram í dag og var samþykkt með miklu meirihluta af félagsfólki í Sameyki og Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann tekur gildi …

Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum flugfélagsins Play og fyrsti forstjóri þess, hefur verið gerður að aðstoðarforstjóra. Hann mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs en við þeirri stöðu tók hann á nýjan leik í mars í fyrra. „Það hefur verið einstakt að fylgjast með Play slíta barnsskónum og nú stöndum við á tímamótum þar sem …

„Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars. Ráðgjafafyrirtækið sem vísað …

Það voru 980 nýir fólksbílar skráðir á bílaleigur í nýliðnum mánuði samanborið við 1.017 á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nam því 3,6 prósentum í apríl en fyrstu þrjá mánuði þessa árs nam hann 69,4 prósentum. Þá komu aðeins 418 nýir bílar á götuna í eigu bílaleiga en höfðu verið 1.364 á fyrsta ársfjórðungi í …

Sjálfbærnifulltrúar fyrirtækja og verkefnisstjórar í umhverfismálum, og aðrir starfsmenn með svipaða starfstitla, sinna sífellt mikilvægari og umfangsmeiri viðfangsefnum, enda eru umhverfismál — með tilheyrandi kolefnisbókhaldi, úrgangstölum og markmiðum um minni sóun —farin að spila stóra rullu í öllum rekstri.  Við stefnum á að taka hús á nokkrum slíkum starfskröftum á íslenskum vinnumarkaði á komandi vikum. …

Það voru í boði áætlunarferðir til um 60 erlendra borga frá Keflavíkurflugvelli í apríl en oftast tóku flugvélarnar stefnuna á London, Kaupmannahöfn eða New York. Voru brottfarirnar um sex á dag til bresku höfuðborgarinnar en um einni færri til hinna tveggja samkvæmt ferðagögnum FF7. Í Kaupmannahöfn búa margfalt færri en í heimsborgunum tveimur en engu …

Næstum allir þeir útlendingar sem hér dvelja stuttan tíma eru í fríi því aðeins 2,4 prósent segjast vera í vinnuferð. Þetta sýna niðurstöður könnunar Ferðamálastofu sem framkvæmd var í fyrra. Árið 2019 sögðust 2,9 prósent ferðamanna hafi komið til landsins til að sitja ráðstefnu, fara á vinnufundi eða gera annað sem flokka mætti sem vinnu …

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að …