Samfélagsmiðlar

Leiga á smábíl við Leifsstöð kostar um 12 þúsund krónur á dag næsta sumar

island vegur ferdinand stohr

Um þrír af hverjum fimm ferðamönnum hér á landi nýttu bílaleigubíl á ferðalagi sínu um Ísland árið 2019. Hlutfallið er ennþá hærra yfir sumarmánuðina þegar færðin er góð og fólk stoppar á landinu í lengri tíma.

Þegar ferðalög verða aftur almenn þá má gera ráð fyrir að bílaleigubílar verði áfram vinsæll fararmáti meðal túrista á Íslandi. Hér eru almenningssamgöngur á milli landshluta nefnilega mjög takmarkaðar og ekkert innanlandsflugi í boði í tengslum við alþjóðaflug.

Túristi hefur skoðað verðlag hjá fimm af umsvifamestu bílaleigunum við Keflavíkurflugvöll næsta sumar og mun gera það reglulega næstu mánuði.

Niðurstaða fyrstu könnunar sýna að borga þarf að jafnaði 11.669 krónur á dag fyrir bílaleigubíl af minnstu gerð næsta sumar. Hæst er verðið hjá Hertz eða 13.176 krónur en lægst hjá BlueCar þar sem meðalverð á dag er 8.443 krónur fyrir smábíl.

Verðið er töluvert hærra ef viðkomandi vill hafa jeppling til afnota. Þá kostar dagurinn að jafnaði 19.841 krónur. Í þessum flokki bíla er verðið líka hæst hjá Hertz eða 24.676 kr. Það er ríflega tvöfalt meira en borga þarf fyrir sambærilegan bíl hjá BlueCar.

Í könnuninni voru bornir saman þrír mismunandi leigutímar yfir sumarmánuðina þrjá.

Nýtt efni

Í byrjun apríl tók Einar Örn Ólafsson við sem forstjóri Play eftir að hafa verið stjórnarformaður þess allt frá því að félagið hóf áætlunarflug fyrir bráðum þremur árum síðan. Stuttu eftir að Einar Örn settist á forstjórastólinn réði hann Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og gerði Arnar Má Magnússon að aðstoðarforstjóra. …

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …