Samfélagsmiðlar

Mikill munur á fargjöldunum til Prag

Í sumar verður hægt að velja á milli allt að fimm ferða í viku til Prag.

Í sumar munu bæði Czech Airlines og Play fljúga héðan til höfuðborgar Tékklands. Þotur Play fljúga tvisvar í viku á meðan tékkneska flugfélagið verður með allt að þrjár ferðir í viku. Og eins og staðan er í dag þá er verðlagningin hjá félögunum tveimur harla ólík. Farþegar tékkneska félagsins þurfa þannig að borga hátt í helmingi meira fyrir farið frá Keflavíkurflugvelli til Prag í júní en þeir sem kaupa miða hjá Play.

Meðalfargjaldið fyrir aðra leiðina er tæpar 15 þúsund krónur hjá Play en rúmlega 28 þúsund krónur hjá Czech Airlines. Í júlí hækka fargjöldin og munurinn á félögunum tveimur minnkar en svo breikkar bilið á ný í ágúst eins og sjá má á grafinu.

Í könnun Túrista er eingöngu horft til farmiðaverðsins frá Íslandi til Tékklands en hjá báðum flugfélögum borga farþegar aukalega fyrir innritaðan farangur. Hjá Play þarf líka að greiða fyrir hefðbundinn handfarangur.

Smelltu hér til að gera eigin verðsamanburð á farmiðaverði til Prag, bæði fyrir beint flug og með millilendingu.

Nýtt efni

Það söfnuðust 4,6 milljarðar í hlutafjárútboði Play sem efnt var til í kjölfar birtingu ársuppgjörs félagsins í byrjun febrúar. Nú liggur nýr hluthafalisti fyrir og samkvæmt honum þá er lífeyrissjóðurinn Birta orðinn stærsti hluthafinn með 8,78 prósent hlut. Þar á eftir kemur fjárfestingafélagið Stoðir með 5,82 prósent og svo eignhaldsfélagið Fea sem er í eigu …

Að meðaltali losar hver Íslendingur um það bil 12 tonn af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á ári. Víða á netinu er hægt að kaupa kolefnisjöfnun á 12 tonnum fyrir 20 þúsund krónur eða svo. Þá er eðlilegt að margur spyrji: Ef fólk gerir þetta árlega, er fólk þá ekki bara í góðum málum? Gagnvart svona …

Starfsfólk í öryggisleit í Leifsstöð og þau sem sinna farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli hafa samþykkt bæði yfirvinnu- og þjálfunarbann og reglulegar vinnustöðvanir frá og með lokum næstu viku. Atkvæðagreiðsla um þessar aðgerðir fór fram í dag og var samþykkt með miklu meirihluta af félagsfólki í Sameyki og Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann tekur gildi …

Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum flugfélagsins Play og fyrsti forstjóri þess, hefur verið gerður að aðstoðarforstjóra. Hann mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs en við þeirri stöðu tók hann á nýjan leik í mars í fyrra. „Það hefur verið einstakt að fylgjast með Play slíta barnsskónum og nú stöndum við á tímamótum þar sem …

„Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars. Ráðgjafafyrirtækið sem vísað …

Það voru 980 nýir fólksbílar skráðir á bílaleigur í nýliðnum mánuði samanborið við 1.017 á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nam því 3,6 prósentum í apríl en fyrstu þrjá mánuði þessa árs nam hann 69,4 prósentum. Þá komu aðeins 418 nýir bílar á götuna í eigu bílaleiga en höfðu verið 1.364 á fyrsta ársfjórðungi í …

Sjálfbærnifulltrúar fyrirtækja og verkefnisstjórar í umhverfismálum, og aðrir starfsmenn með svipaða starfstitla, sinna sífellt mikilvægari og umfangsmeiri viðfangsefnum, enda eru umhverfismál — með tilheyrandi kolefnisbókhaldi, úrgangstölum og markmiðum um minni sóun —farin að spila stóra rullu í öllum rekstri.  Við stefnum á að taka hús á nokkrum slíkum starfskröftum á íslenskum vinnumarkaði á komandi vikum. …

Það voru í boði áætlunarferðir til um 60 erlendra borga frá Keflavíkurflugvelli í apríl en oftast tóku flugvélarnar stefnuna á London, Kaupmannahöfn eða New York. Voru brottfarirnar um sex á dag til bresku höfuðborgarinnar en um einni færri til hinna tveggja samkvæmt ferðagögnum FF7. Í Kaupmannahöfn búa margfalt færri en í heimsborgunum tveimur en engu …