Samfélagsmiðlar

Erlendar hótelkeðjur horfa áfram til Íslands

Hlutur alþjóðlegra hótela á íslenska markaðnum gæti aukist töluvert á næstu árum.

Ferðamenn á leið til Íslands hafa í auknum mæli val um gistingu hjá erlendum hótelkeðjum.

Batinn á hótelunum í Reykjavík hefur ekki verið eins hraður og í Kaupmannahöfn eftir heimsfaraldur. Á fyrri helmingi ársins voru gistinæturnar á hótelum höfuðborgarinnar 89 prósent af því sem var á sama tíma árið 2019. Í samanburði við metárið 2018 þá nam batinn 84 prósentum.

Í Kaupmannahöfn voru gistinæturnar fyrstu sex mánuði ársins aftur á móti jafn margar og í janúar til júní árið 2019. Það ár var nokkru betra en 2018 í hótelgeiranum í dönsku höfuðborginni.

Þar líkt og hér á landi hefur hótelum fjölgað í heimsfaraldrinum og herbergjanýtingin er því ekki eins góð og hún var í byrjun árs. Í júlí fór hún hins vegar upp í 91 prósent í Reykjavík sem er mun betri nýting en var í júlí árin 2017 til 2019.

Og áhugi tveggja af stærstu hótelkeðjum heims á Íslandi hefur ekki dvínað. Það ítrekar talskona Accor í svari til Túrista en fyrirkomulagið á íslenska fasteignamarkaðnum hefur meðal annars staðið í vegi fyrir því að þetta stærsta hótelfyrirtæki Evrópu hasli sér völl hér á landi.

„Síðustu ár hefur Accor verið breytt í fyrirtæki með fáar fasteignir í sinni eigu. Það þýðir að við stýrum hótelum sem byggja á rekstrar- og vörumerkjasamningum. Á íslenska markaðnum er útleiga hins vegar það viðskiptamódel sem er algengast og fáir með samning við alþjóðlega keðju sem byggir á notkun vörumerkis,“ útskýrði þróunarstjóri Accor í viðtali við Túrista sl. haust.

Hann sagði jafnframt að ákjósanlegast væri fyrir fyrirtækið að hefja innreið sína inn á nýjan markað með nokkrum hótelum.

Stjórnendur Accor eru ekki þeir einu sem horfa til Íslands því ennþá er í vinnslu opnun hótels á vegum bandaríska hótelkeðjunnar Hyatt í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg. Það staðfestir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, sem á fasteignina.

Það er því útlit fyrir að útibú erlendra hótelkeðja verði enn meira áberandi á íslenska markaðnum á næstu árum. En í fyrra opnaði Marriott Editiot stórt fimm stjörnu hótel við Hörpu og Icelandairhótelin eru nú alfarið í eigu malasísku samsteypunnar Berjaya Group. Nokkur af hótelum þess fyrirtækis eru rekin undir merkjum Hilton.

Til viðbótar við þetta þá fara fjárfestar frá Alaska í Bandaríkjunum fyrir meirihluta í Keahótelunum en Landsbankinn er reyndar stærsti einstaki hluthafinn. Sú staða kom upp í kjölfar þess að móðurfélag hótelkeðjunnar varð gjaldþrota um þarsíðustu áramót.

Nýtt efni

Það er mat Standard & Poor's að Grikkland hafi loks bundið enda á skulda- og bankakreppuna sem reið yfir landið fyrir 15 árum síðan. Hin gríska skuldakreppa gekk nærri evrusamstarfinu á sínum tíma en úr var að Grikkland fékk 50 milljarða króna lán úr stöðugleikasjóði Evrópusambandsins. Sú upphæð fór í einskonar gríska bankasýslu sem lagði …

Umtalsverður samdráttur hefur orðið í vínútflutningi Nýsjálendinga að undanförnu. Verð hefur lækkað og minna selst á mikilvægustu markaðssvæðum. Áhugi á nýsjálenskum vínum náði hámarki um mitt árið 2023 en leiðin hefur legið niður á við síðustu mánuði, eins og tölur frá uppgjörsárinu sem lauk í júní sýna glögglega. Verðmæti nýsjálenskra vína minnkaði um 12,2% frá …

Stjórnendur Play gera ekki ráð fyrir að fjölga þotunum í flotanum á næsta ári en það er engu að síður þörf á nýjum flugmönnum. Play hefur því auglýst til umsóknar lausar stöður flugmanna og rennur fresturinn til að sækja um út í byrjun desember. Ekki liggur fyrir hversu margir verða ráðnir samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. …

Nýr forsætisráðherra Frakklands, Michel Barnier, er ekki sáttur við stöðu innflytjendamála í landinu og vill herða tökin. Endurspeglar hann þar stöðugt háværari umræðu í landinu um fjölda innflytjenda. Meginþunginn í stefnuræðu Barnier á þinginu fyrr í vikunni var á stöðu efnahagsmála, hvernig stöðva þyrfti skuldasöfnun, skera niður útgjöld og hækka skatta. En hann ræddi líka …

Í lok október þyngist flugumferðin milli Íslands og Bretlands enda fjölmenna Bretar hingað til lands yfir vetrarmánuðina. Breska flugfélagið Easyjet hefur verið stórtækast í flugi milli landanna tveggja á þessum árstíma en félagið hefur nú skorið niður áætlunina þónokkuð frá síðasta vetri. Til viðbótar við þennan niðurskurð á Keflavíkurflugvelli þá hefur Wizz Air fellt niður …

Toyota Motor hefur ákveðið að fresta framleiðslu rafbíla í Bandaríkjunum vegna þess að dregið hefur úr eftirspurn. Viðskiptavefur Nikkei greinir frá því að framleiðslan hefjist ekki fyrr en á fyrri hluta árs 2026. Framleiðandinn á að hafa greint birgjum nýverið frá því að það drægist að hefja smíði fyrsta rafbílsins, þriggja sætaraða sportjeppa, í verksmiðju …

Hið konunglega hollenska flugfélag, KLM, boðar aðgerðir til að ná niður kostnaði til að vega upp á móti almennum verðlagshækkunum. Í tilkynningu segir að þetta hafi í för með sér samdrátt í fjárfestingum, einfaldara skipulag, aukna kröfu um framleiðni og almennar sparnaðaraðgerðir. „Flugvélarnar okkar eru fullar en framboðið er enn þá minna en það var …

Á miklum óvissutímum fyrir botni Miðjarðarhafs vegna stríðsátaka, sem hafa mikil áhrif á flugsamgöngur, tilkynnir bandaríska flugfélagið Delta Air Lines um samstarf við Saudia Airlines, þjóðarflugfélag Sádi-Arabíu. Markmiðið er að fjölga ferðamöguleikum á milli Bandaríkjanna og Miðausturlanda. Um er að ræða samkomulag (codeshare agreement) um að deila áætlunum og útgefnum flugmiðum. Viðskiptavinir geta þá framvegis …