Samfélagsmiðlar

Mikil andstaða við að fá túristana til baka

Japanar verða af tækifæri til að glæða efnahagslífið vegna tregðu við að draga úr hömlum á komum ferðafólks. Þarna ræður ekki aðeins ótti sístækkandi hóps eldri bogara við kórónasmit heldur er líka grunnt á óþoli eða andúð í landinu í gagnvart útlendingum.

Við hof í Kyoto

Nokkuð verður slakað á hömlum gagnvart komum ferðafólks til Japans í vikunni. Ekki verður lengur krafist neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19-prófi við landamærin og að skylt sé að halda sig í ferðahópi allan tímann á meðan dvalið er í landinu. Búist er við að ferðafólki fjölgi úr 20 í 50 þúsund á dag. Áfram gildir reglan sem takmarkar áhuga langflestra um að ferðafólk verði að hafa vegabréfsáritun og koma í skipulagðri pakkaferð með leiðsögumanni. Það stendur sem sagt ekki til að opna Japan upp á gátt. Nú er því spáð að það verði í fyrsta lagi á komandi vori. Þangað til verður það fyrst og fremst vestrænt viðskiptafólk og námsmenn sem fer til Japans.

Á meðan þessar hörðu takmarkanir gilda blæðir japanskri ferðaþjónustu út. Árið 2019 komu 32 milljónir ferðamanna til landsins og skilaði ferðaþjónustan fimm prósentum af þjóðartekjunum og í borgum eins og Kyoto var hlutfallið miklu hærra. Það sem af er þessu ári hefur rúmlega hálf milljón ferðamanna komið.

Götulíf í Kyoto fyrir heimsfaraldur

Mikil andstaða er meðal Japana við að erlendum ferðamönnum fjölgi að nýju eftir heimsfaraldurinn. Í desember á síðasta ári sögðust 89 prósent landsmanna styðja harðar lokunaraðgerðir á landamærum og í vor voru enn 65 prósent sömu skoðunar.

Meirihluti þjóðarinnar vill ekki fá túristana aftur. Meginskýringin felst í háum meðalaldri þjóðarinnar, nærri þriðjungur hennar er yfir 65 ára aldri og nýtir eftirlaun og sparifé til framfærslu. Þetta fólk lætur sér í léttu rúmi liggja staðhæfingar um að tekjur af ferðaþjónustunni séu mikilvægar fyrir efnahag landsins. Eldra fólkið óttast enn Covid-19 og er vart um sig þegar útlendingar eru annars vegar. Þessi viðhorf birtast í niðurstöðum skoðanakannana. Allar frásagnir af því að greinst hafi smit í aðkomufólki ýfa undirliggjandi tilhneigingar til útlendingaandúðar sem finna má í landinu. Engu breytir sú kaldhæðnislega staðreynd að engar hömlur eru reistar við ferðum Japana sjálfra til að frá heimalandinu.

Á það er bent í grein Alex Kerr í viðskiptablaðinu Nikkei Asia að ráðstafanir Japana í faraldursmálunum séu ekki rökréttar. Mikið er um smit í landinu og að litlu myndi breyta þó að margsprautað ferðafólk bættist við. Frá vísindalegu sjónarmiði standist stefna Japans því ekki. En það er ekki aðeins um að kenna rótgróinni tilhneigingu til útlendingaandúðar þegar leitað er skýringa á tregðunni við að opna landið betur að nýju. Það er vaxandi ónot í landinu gagnvart yfirflæði túrista – ekki síst á vinsælum stöðum eins og í Kyoto. Hafa margir fagnað kyrrðinni sem nú er komin á í mörgum bæjum og hofum landsins þegar háværir túristar eru fjarri og ringulreiðin sem fylgir þeim. Rithöfundurinn Keiichiro Kashiwagi skrifaði grein nýlega og sagði: „Það kaldhæðislega við hörmungarnar sem fylgdu kórónafaraldrinum er að hann endurvakti glataða fegurð borgarinnar.“

Það sem heldur aftur af Japönum er óttinn við slæma hegðun – óhlýðni vesturlandabúa. Á sama tíma og Japanar sjálfir fylgja í þaula reglum um að bera andlitsgrímur – jafnvel þannig að sjá má grímuklædda ökumenn eina í bílum sínum – eru útlendingar, sérstaklega Evrópumenn og Ameríkanar, mjög slakir gagnvart slíkum reglum – setja aðeins grímu upp til málamynda. Þetta skýrir þá ákvörðun japanskra yfirvalda að takmarka komur erlendra ferðamanna við hópferðir. Þá er er auðveldara að fylgjast með því að grímuskylda sé virt.

Ljóst er að Japan er að glata góðu tækifæri til að örva efnahagslífið. Á meðan Kína hefur lokað dyrunum fyrir erlendu ferðafólki gæti Japan nýtt tækifærið og laðað það til sín. Það ætti líka að hjálpa til að gengi gjaldmiðils landsins, jensins, er óvenju lágt um þessar mundir. Ekki er þó að vænta snöggra breytinga á stefnu stjórnvalda gagnvart ferðafólki. Líklegra er að hægt og bítandi verði slakað á reglunum – en á meðan leiti flestir á önnur mið, fari til annarra staða sem bjóða gesti velkomna.

Á lestarstöðinni í Kyoto
Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …