Samfélagsmiðlar

Landsbankinn eignaðist Keahótelin að fullu

Eignarhaldsfélag Keahótelanna var lýst gjaldþrota í síðustu viku. Stærsti hluthafinn segir það ferli stutt af kröfuhöfum og Landsbankinn hafi fengið 100 prósent hlut í fyrirtækinu.

Hótel KEA á Akureyri er eitt þeirra hótela sem heyrir undir Keahótelin.

Gengið var frá endurskipulagningu allra skulda Keahótelanna í lok síðasta árs samkvæmt tilkynningu sem forráðamenn fyrirtækisins sendu frá sér í desember sl. Þar sagði jafnframt að eigendurnir myndu leggja á þriðja hundrað milljónir króna í fyrirtækið og halda eftir 65 prósent hlut.

Landsbankinn eignaðist um leið 35 prósent í hótelkeðjunni en í tilkynningunni sagði að hluta af skuldum hafi var breytt í hlutafé.

Það var eignarhaldsfélagið K Acquisitions ehf. sem hélt um öll hlutabréfin í Keahótelunum en það félag var hins vegar lýst gjaldþrota í síðustu viku líkt og Viðskiptablaðið greindi frá. Í fyrrnefndri tilkynningu frá eigendum Keahótelanna var ekkert minnst á þess háttar aðgerðir.

Í frétt Viðskiptablaðsins sagði einnig að K Acquisitions hafi skuldað lánastofnun 1,8 milljarða króna en skuldirnar voru tryggðar með veði í Keahótelum.

Túristi óskaði eftir upplýsingum frá Landsbankanum hvort krafa bankans hefði verið afskrifuð. Í svarinu segir einfaldlega að bankinn tjái sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina.

Hugh Short, forstjóri bandaríska fjárfestingasjóðsins Pt Capital, sem átti helmingshlut í K Acquisitions, segir í svari til Túrista að við endurskipulagningu á Keahótelunum hafi eignarhaldsfélagið farið í gjaldþrotameðferð með stuðningi kröfuhafa. Short segir að þar með hafi K Acquisitions sett öll hlutabréfin sín í Keahótelunum í hendur kröfuhafans, Landsbankans.

„Hlutahafar K Acquisition lögðu svo nýju eignarhaldafélagi, sem heitir Primehotels ehf., til fjármagn,“ útskýrir Short.

Sem fyrr segir þá nam sú fjárfesting á þriðja hundrað milljónum króna og gamli eigendahópurinn fékk í staðinn 65 prósent hlut í Keahótelunum til baka. Skuld gamla eignarhaldsfélagsins við Landsbankann nam nærri 1,8 milljarði kr. í lok árs 2019 sem fyrr segir.

Short bendir á, í svari sínu til Túrista, að áætlanir hafi gert ráð fyrir að rekstrartekjur Keahótelanna myndu nema 6,7 milljörðum króna í fyrra en hafi endað í um 1,4 milljarði króna.

„Með föstum leiguskuldbindingum og kostnaði þá var það ljóst að við þurftum á samvinnu við leigusala og aðra kröfuhafa að halda, auk viðbótarfjárfestingar, til að komast í gegnum þessa niðursveiflu,“ bætir Short við.

Keahótelin reka samtals níu hótel og þar á meðal Hótel Borg við Austurvöll og Hótel Kea á Akureyri.

Nýtt efni

Þeir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjáraukningu Play hafa nú fengið hluti sína afhenta og þar með ríflega tvöfaldaðist fjöldi útgefinna hluta í flugfélaginu við opnun Kauphallarinnar í morgun. Um leið fór markaðsvirði félagsins úr 3,9 milljörðum í 8,5 milljarða. Í hlutafjárútboðinu var hver hlutur seldur á 4,5 krónur og markaðsgengi gömlu bréfanna var það …

MYND: ÓJ

Í fyrra flugu 2,2 milljónir ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli og ný hagspá Landsbankans gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna í ár og þeim fjölgi svo um 100 þúsund á næsta ári og aftur á því þarnæsta. Spá Ferðamálastofu er í nærri sama takti því samkvæmt henni verða ferðamennirnir í ár 2,4 milljónir í ár og 2,6 …

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …