Samfélagsmiðlar

Áfram eykst hlutur Íslandssjóða í Play

Sjóðir á vegum Íslandssjóða eiga nú jafn stóran hlut í Play og lífeyrissjóðurinn Birta en sá síðarnefndi hefur lengi verið næststærsti hluthafinn í flugfélaginu.

„Fjárfesting okkar í Play er hugsuð til lengri tíma. Trú okkar á viðskiptalíkani félagsins hefur vaxið frekar en hitt og horfum við mjög björtum augum til framtíðar Play,“ sagði Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, við Túrista nú í byrun árs.

Þar fór hann yfir þátttöku Íslandssjóða í 2,3 milljarða króna hlutafjárútboði Play í nóvember síðastliðnum en sjóðastýringafyrirtækið lagði þar til meira fjármagn en sem nam þáverandi eignarhlut.

Með þessari viðbótar fjárfestingu fór sameiginlegur hlutur fjögurra sjóða á vegum Íslandssjóða upp í 9,06 prósent og sjóðastýringafyrirtækið, sem eru í eigu Íslandsbanka, var þriðji stærsti hluthafinn í Play um síðustu áramót.

Í nýliðnum janúar keyptu Íslandssjóðir fleiri hluti í Play og sjóðirnir fjórir áttu því samtals 9,43 prósent í Play um mánaðamótin síðustu. Það er jafn stór hlutur og lífeyrissjóðurinn Birta á í flugfélaginu samkvæmt nýjum hluthafalista flugfélagsins.

Á þeim lista trónir sem fyrr á toppnum Leika fjárfestingar en fyrir því félagi fari þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir, Guðmundur Þórðarson og Einar Örn Ólafsson sem jafnframt er stjórnarformaður flugfélagsins. Leika fjárfestingar varð til þegar hlutabréf þessara fjögurra í Play voru sameinuð í eitt félag.

Play birti uppgjör sitt fyrir nýliðið ár þann 15. febrúar næstkomandi en félagið hóf áætlunarflug í lok júní 2021 og tapaði það ár 28,5 milljörðum dollara eða 3,6 milljörðum króna miðað við meðalgengi þess árs.

Tap Play fyrstu níu mánuðina í fyrra nam 4,6 milljörðum króna og tapið frá 1. janúar 2021 til 30. september 2022 því 8,2 milljarðar kr.

Til samanburðar hefur fjárfestar lagt félaginu til samtals 12,6 milljarða króna. Þriðjungur upphæðarinnar safnaðist í opnu hlutafjárútboði í sumarbyrjun 2021 en þar var eftirspurnin áttföld. Þar borguðu fjárfestar annað hvort 18 eða 20 krónur fyrir hvern hlut en verðið ræðst af þátttöku hvers og eins. Í hlutafjárútboðinu í nóvember sl. var gengið 14,6 krónur en þegar Kauphöllin lokað í gær kostaði hver hlutur í Play 13,55 krónur.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …