Samfélagsmiðlar

Ritstjórn

HöfundurRitstjórn
Ritstjórn

Ritstjórn

Nú hefur íslensk útgáfa af skosku leiðinni svokölluðu litið dagsins ljós. Því frá og með deginum í dag eiga íbúar á landsbyggðinni kost á fjörutíu prósent afslætti af flugmiðum til höfuðborgarinnar. Þó aðeins ef ferðast er í einkaerindum og í mesta lagi verður hægt að fá niðurgreiðslu á sex flugleggjum á ári. Nú í ár …

Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. Þessi ferðamannaleið er 250 kílómetra löng og tengir saman Húsavík, Goðafoss, Mývatnssveit, Dettifoss og Ásbyrgi auk fjölda annarra áfangastaða.„Nafnið Demantshringurinn hefur verið notað um árabil um þessa leið …

Það voru gerðar upptækar 4.432 byssur við vopnaleit á bandarískum flugvöllum í fyrra. Þar af voru 3.865 hlaðnar og var þetta enn eitt metárið þegar kemur að vopnaburði flugfarþega vestanhafs. Þetta met verður ósennilega slegið í ár enda eru miklu færri á ferðinni núna vegna Covid-19. Þannig fækkaði farþegum á bandarískum flugvöllum um 75 prósent …

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa samþykkt nýjan kjarasamning sem gildir til 30. september 2025. Atkvæðagreiðslu lauk í dag og voru 921 á kjörskrá. Atkvæðu greiddu 812 eða 88,17 prósent. Af þeim samþykktu 83,5 prósent samninginn en 13,42 prósent greiddu atkvæði gegn honum. Auð atkvæði voru 25 eða 3,08 prósent.

Markaðsaðgerðin Let it Out, sem er hluti af markaðsverkefni Inspired by Iceland, hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla samkvæmt tilkynningu frá Íslandsstofu. Þar segir að fjallað hafi verið Ísland og verkefnið á mjög jákvæðum nótum og fyrstu fimm daga aðgerðarinnar hefur hún verið til umfjöllunar í um 350 erlendum miðlum sem ná samanlagt til tæplega …

Nú hafa flugstjórar vegum Flugsamgöngustofnunnar Bandaríkjanna (FAA) lokið fyrstu flugprófunum á Boeing MAX eftir að þoturnar voru kyrrsettar í mars í fyrra. Fyrsta flugtakið var á mánudaginn í þessari viku og var þotunni svo lagt á ný í gær. Á þessum þremur dögum lögðu flugstjórar og verkfræðingar FAA mat á þær breytingar sem flugvélaframleiðandinn hefur …

Að mati bandarískra flugmálayfirvalda er tímabært að hefja flugprófanir á Boeing MAX en allar þotur af þessari gerð voru kyrrsettar í mars í fyrra í kjölfar tveggja flugslysa þar sem 346 manns misstu lífið. Samkvæmt frétt Reuters er búist við að þessar prófanir hefjist nú þegar í dag en ekki liggur fyrir hvenær þoturnar yrðu …

Síðustu þrjá mánuði hafa tekjur Allrahanda GL, sem er rekstraraðili Gray Line hér á landi, aðeins numið 680 þúsund krónum. Mánuðina þrjá fyrir Covid-19 námu þær hins vegar um 700 milljónum króna. „Til að bæta gráu ofan á svart hafa orðið miklar tafir á greiðslu útistandandi viðskiptakrafan í eigu Allrahanda GL. Það segir sig því …

Það var í byrjun síðustu viku sem dönsk stjórnvöld opnuðu landamærin fyrir Þjóðverjum, Norðmönnum og Íslendingum. Þó er gerð sú krafa að ferðafólk framvísi bókun á gistingu í alla vega sex nætur við komuna. Annars fær viðkomandi ekki að fara inn í landið. Fljótlega eftir opnun fóru danskir hóteleigendur hins vegar að taka eftir því …

Fyrr í dag óskuðu stjórnendur austurríska lágfargjaldaflugfélagsins LEVEL eftir greiðslustöðvun. Félagið tilheyrir IAG samsteypunni en innan hennar eru líka flugfélög eins og British Airways, Iberia, Aer Lingus og Vueling. Greiðslustöðvunin nær aðeins til evrópska hluta starfseminnar því áfram munu þotur LEVEL frá Evrópu yfir til Norður- og Suður-Ameríku. Evrópski hluti LEVEL var reyndar ekki stór …

Bláa lónið opnar á ný á föstudaginn eftir að hafa verið lokað síðustu tólf vikur. Ekki er gert ráð fyrir miklum fjölda gesta í lónið fyrstu dagana enda er tíðni flugferða til landsins ennþá takmörkuð eins og Bára Mjöll Þórðardóttir, upplýsingafulltrúi Bláa lónsins, bendir á. Um langt árabil hefur Bláa lónið verið einn allra vinsælasti …

Meðal helstu verkefna Markaðsstofu Norðurlands er að byggja upp ímynd Norðurlands gagnvart ferðafólki, samræma upplýsingagjöf, hvetja til nýsköpunar og markaðssetja nýjungar og viðburði. Markaðsstofan hefur líka á sinni könnu flugklasann 66N þar sem unnið er því að fá beint áætlunarflug til Akureyrar frá útlöndum. Aðalfundur Markaðsstofunnar fór fram í lok maí og vegna ástandsins var …

easyjet 2017

Með þriggja til fjögurra mínútna millibili er skipt um allt loft í farþegarýmum flugvéla easyJet. Og síurnar í loftræstikerfi þotanna eru af sömu tegund og þær sem notaðar eru á sjúkrahúsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju myndbandi frá easyJet. Þar sést líka hvernig flugvélar þessa breska lággjaldaflugfélags verða þrifnar á milli …

„Kynnumst upp á nýtt,“ er heiti nýrrar herferðar á vegum Icelandair og Air Iceland Connect. Markmið hennar er að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar. Um er að ræða pakkaferðir til Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Reykjavíkur. Þannig verður boðið upp á flug, bíl og gistingu á sérkjörum auk þess sem viðskiptavinir munu njóta …

alitalia nytt

Michelle Roosevelt Edwards og viðskiptafélagar hennar hjá hinu bandaríska USAerospace Partners vinna nú að því að koma WOW air í loftið á ný. Þannig var heimasíða félagsins nýverið uppfærð en ennþá er þó margt á huldu varðandi áform félagsins. Samhliða endurreisn WOW air vilja þau hjá USAerospace Partners leggja ítölskum stjórnvöldum lið við að snúa …

Sífellt fleiri flugfélög eru að gera sig klár í að setja þotur sínar í loftið. Og þeir sem ætla að fá far með KLM næstu vikur verða að nota grímu allt frá því þeir mæta á flugstöðina og þangað til að komið er áfangastað. Í nýju myndbandi frá flugfélaginu er farið yfir hvernig þetta fer …

Þeir sem ferðast til Spánar í dag þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Spænskir ráðamenn vonast aftur á móti til að í lok næsta mánaðar verði hægt að draga úr þessum kröfum og opna landið almennilega fyrir ferðafólki. „Um leið og Spánverjar mega ferðast á milli héraða þá geta ferðamenn …

Virgin Australia lenti nærri samstundis í alvarlegum vanda þegar útbreiðsla kórónaveirunnar varð til þess að flugsamgöngur stöðvuðust á heimsvísu. Félagið hefur nefnilega verið í ströggli lengi og ekki skilað hagnaði í mörg ár. Ástralskir ráðamenn urðu ekki við beiðni stjórnenda flugfélagsins um ríkisaðstoð í mars og fór félagið í greiðslustöðvun í byrjun síðasta mánaðar. Fljótlega …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða