Samfélagsmiðlar

Let it Out í heimspressunni

Fjölmiðlaumræða um hina nýju kynningarherferð á Íslandi sem áfangastað er mikils virði samkvæmt útreikningum Íslandsstofu.

Úr auglýsingu Let it out.

Markaðsaðgerðin Let it Out, sem er hluti af markaðsverkefni Inspired by Iceland, hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla samkvæmt tilkynningu frá Íslandsstofu.

Þar segir að fjallað hafi verið Ísland og verkefnið á mjög jákvæðum nótum og fyrstu fimm daga aðgerðarinnar hefur hún verið til umfjöllunar í um 350 erlendum miðlum sem ná samanlagt til tæplega 1,5 milljarða
neytenda. „Virði þessarar umfjöllunar er metið sem 1,7 milljarður króna,“ segir í tilkynningunni.

Alls hafa tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðu herferðarinnar frá því hún fór í loftið og tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur. Kynningarmyndband herferðarinnar hefur alls verið spilað rúmlega 2.8 milljón sinnum.

„Árangur Let it Out herferðarinnar hefur farið fram úr björtustu vonum. Það er ljóst að hún hefur hitt beint í mark hjá markhópum Íslenskrar ferðaþjónustu og hefur vakið verðskuldaða athygli. Fólk kann sannarlega að meta að við sýnum aðstæðum þeirra skilning og bjóðum þeim upp á að losa um streitu, samhliða því sem við gefum þeim tækifæri til að skoða stórkostlega náttúru Íslands og vekja athygli þeirra á þeirri víðáttu sem hér er hægt að upplifa,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.

Herferðin stendur í tvær vikur, en að því loknu verða hátalarnir teknir niður.

Nýtt efni

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …